Fjöldatakmarkanir eigi við innandyra sem utandyra Birgir Olgeirsson skrifar 18. desember 2020 14:48 Áhöld voru um hvort fjöldatakmarkanir ættu við utandyra. Heilbrigðisráðuneytið hefur áréttað að þær eigi við utandyra. Vísir/Vilhelm Reglur um fjöldatakmarkanir gilda jafnt innandyra sem utandyra. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Eftir að stór hópur hafði safnast saman við gluggatónleika Auðar á Laugavegi síðastliðinn laugardag var ekki ljóst hvort slíkt hópamyndun teldist beint brot gegn reglum um samkomubann á Íslandi. Sóttvarnalæknir ítrekaði hins vegar að þó niðurstaðan yrði sú að slík hópamyndun færi ekki gegn gildandi orðalagi um fjöldatakmarkanir færi hún sannarlega gegn anda þeirra reglna og tilmæla sem væru í gildi. Í reglum um fjöldatakmarkanir segir að hámarksfjöldi í hverju rými sé 10 manns. Áhöld voru þó um hvort hægt væri að skilgreina utandyra sem rými, og var til að mynda sóttvarnalæknir á því að það væri ekki einfalt mál að skera úr um það. Hvorki hann, lögreglan né almannavarnir treystu sér til að skera úr um það og var vísað á heilbrigðisráðuneytið. Fréttastofa sendi heilbrigðisráðuneytinu fyrirspurn en þar segir að samkvæmt reglugerð um samkomubann þá séu öll hópamyndun umfram tíu manns óheimil, sama hvort það sé innandyra eða utandyra. Á sömu helgi og gluggatónleika Auðar fóru fram þá hélt Þjóðleikhúsið útiskemmtun á tröppum Þjóðleikhússins við Hverfisgötu. Var það gert í samráði við heilbrigðisráðuneytið. Þjóðleikhúsið hafði sent erindi til sóttvarnasviðs embættis landlæknis og greint frá því með hvaða hætti viðburðurinn á tröppunum færi fram. Tiltekið var m.a. að leikarar væru alltaf í 2 metra fjarlægð hver frá öðrum og gæti fjarlægðar gagnvart áhorfendum. Sýnt yrði um helgar, þrisvar sinnum hvorn daginn til að dreifa áhorfendafjölda. Nóg pláss sé í kringum húsið fyrir áhorfendur og leikhópur aldrei í návígi við áhorfendur. Einnig var greint frá því að Þjóðleikhúsið yrði með starfsfólk í merktum vestum á svæðinu til að gæta að sóttvörnum og minna gesti á að halda fjarlægð sín á milli, en annars var litið svo á að gestir og gangandi væru á eigin ábyrgð á svæðinu eins og annars staðar á rölti um bæinn eða í verslunarmiðstöðvum. Var óskað eftir áliti sóttvarnasviðs á þessari framkvæmd en hvorki sóttvarnasvið né ráðuneytið taldi ástæðu til að gera það. Á hverjum viðburði voru 6 – 8 starfsmenn Þjóðleikhússins í sérmerktum vestum með skilti sem minntu á nándartakmörk, auk þess sem minnt var rækilega á að gesti gættu að nándarmörkum í upphafi hvers flutnings, sem tók 15 mínútur í hvert skipti. Fjöldi gesta á hverjum viðburði var talinn hæfilegur og dreifðist vel enda svæðið á Hverfisgötunni víðfeðmt. Meirihluti gesta hafi verið börn en einnig voru fullorðnir gestir og voru þeir nær allir með grímur. Ákveðið hafi verið að halda kynningu í lágmarki og engar auglýsingar voru nýttar. Til að tryggja enn frekar öryggi um næstu helgi hefur verið ákveðið að gera þær umbætur á framkvæmd að fjölga sýningum enn frekar, fjölga starfsfólki í vestum og leggja meiri áherslu á að starfsfólk sé sýnilegt hinum megin við götuna, þó það sé ekki umráðasvæði leikhússins, leikhúsið bjóði upp á grímur ef einhvern vantar og bætt verður við áminningu um nálægðartakmörkun inni í dagskránni sjálfri. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Eftir að stór hópur hafði safnast saman við gluggatónleika Auðar á Laugavegi síðastliðinn laugardag var ekki ljóst hvort slíkt hópamyndun teldist beint brot gegn reglum um samkomubann á Íslandi. Sóttvarnalæknir ítrekaði hins vegar að þó niðurstaðan yrði sú að slík hópamyndun færi ekki gegn gildandi orðalagi um fjöldatakmarkanir færi hún sannarlega gegn anda þeirra reglna og tilmæla sem væru í gildi. Í reglum um fjöldatakmarkanir segir að hámarksfjöldi í hverju rými sé 10 manns. Áhöld voru þó um hvort hægt væri að skilgreina utandyra sem rými, og var til að mynda sóttvarnalæknir á því að það væri ekki einfalt mál að skera úr um það. Hvorki hann, lögreglan né almannavarnir treystu sér til að skera úr um það og var vísað á heilbrigðisráðuneytið. Fréttastofa sendi heilbrigðisráðuneytinu fyrirspurn en þar segir að samkvæmt reglugerð um samkomubann þá séu öll hópamyndun umfram tíu manns óheimil, sama hvort það sé innandyra eða utandyra. Á sömu helgi og gluggatónleika Auðar fóru fram þá hélt Þjóðleikhúsið útiskemmtun á tröppum Þjóðleikhússins við Hverfisgötu. Var það gert í samráði við heilbrigðisráðuneytið. Þjóðleikhúsið hafði sent erindi til sóttvarnasviðs embættis landlæknis og greint frá því með hvaða hætti viðburðurinn á tröppunum færi fram. Tiltekið var m.a. að leikarar væru alltaf í 2 metra fjarlægð hver frá öðrum og gæti fjarlægðar gagnvart áhorfendum. Sýnt yrði um helgar, þrisvar sinnum hvorn daginn til að dreifa áhorfendafjölda. Nóg pláss sé í kringum húsið fyrir áhorfendur og leikhópur aldrei í návígi við áhorfendur. Einnig var greint frá því að Þjóðleikhúsið yrði með starfsfólk í merktum vestum á svæðinu til að gæta að sóttvörnum og minna gesti á að halda fjarlægð sín á milli, en annars var litið svo á að gestir og gangandi væru á eigin ábyrgð á svæðinu eins og annars staðar á rölti um bæinn eða í verslunarmiðstöðvum. Var óskað eftir áliti sóttvarnasviðs á þessari framkvæmd en hvorki sóttvarnasvið né ráðuneytið taldi ástæðu til að gera það. Á hverjum viðburði voru 6 – 8 starfsmenn Þjóðleikhússins í sérmerktum vestum með skilti sem minntu á nándartakmörk, auk þess sem minnt var rækilega á að gesti gættu að nándarmörkum í upphafi hvers flutnings, sem tók 15 mínútur í hvert skipti. Fjöldi gesta á hverjum viðburði var talinn hæfilegur og dreifðist vel enda svæðið á Hverfisgötunni víðfeðmt. Meirihluti gesta hafi verið börn en einnig voru fullorðnir gestir og voru þeir nær allir með grímur. Ákveðið hafi verið að halda kynningu í lágmarki og engar auglýsingar voru nýttar. Til að tryggja enn frekar öryggi um næstu helgi hefur verið ákveðið að gera þær umbætur á framkvæmd að fjölga sýningum enn frekar, fjölga starfsfólki í vestum og leggja meiri áherslu á að starfsfólk sé sýnilegt hinum megin við götuna, þó það sé ekki umráðasvæði leikhússins, leikhúsið bjóði upp á grímur ef einhvern vantar og bætt verður við áminningu um nálægðartakmörkun inni í dagskránni sjálfri.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira