„Er löngu búið að ákveða að ráða Arnar Þór?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. desember 2020 13:00 Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla og yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ, hefur verið orðaður sterklega við starf þjálfara karlalandsliðsins. vísir/vilhelm Strákunum í Sportinu í dag finnst líklegt að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sé búinn að ákveða hver eigi að vera næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Guðni staðfesti í samtali við íþróttadeild í gær að KSÍ sé búið að ræða við Lars Lagerbäck og fleiri erlenda þjálfara um möguleikann á að taka við landsliðinu. Hann sagði einnig að KSÍ ætlaði að klára ráðningu á næsta þjálfara karlalandsliðsins áður en árið 2020 er úti. Ríkharð Óskari Guðnasyni finnst langlíklegast að Arnar Þór Viðarsson verði maðurinn sem taki við landsliðinu af Erik Hamrén. „Ég velti því fyrir mér, er hann [Guðni] bara að segja að hann sé búinn að tala við hina og þessa þjálfara því Heimir [Guðjónsson] og Rúnar [Kristinsson] sögðust ekkert hafa heyrt frá KSÍ um daginn. Er löngu búið að ákveða að ráða Arnar Þór Viðarsson og hann er bara að segja að það sé búið að tala við hina og þessa?“ sagði Ríkharð í Sportinu í dag. Henry Birgir Gunnarsson sagðist vona að Guðni væri ekki búinn að ákveða næsta þjálfara og sé ekki búinn að ræða við aðra færa þjálfara með opnum hug. Hann sagði jafnframt að tímaramminn sem Guðni gaf gefi til kynna að hann sé búinn að ákveða sig. Fyrsta stóra verkefni nýs landsliðsþjálfara er undankeppni HM 2022. Fyrstu þrír leikirnir í henni verða í mars og allir á útivelli. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. KSÍ HM 2022 í Katar Sportið í dag Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Guðni staðfesti í samtali við íþróttadeild í gær að KSÍ sé búið að ræða við Lars Lagerbäck og fleiri erlenda þjálfara um möguleikann á að taka við landsliðinu. Hann sagði einnig að KSÍ ætlaði að klára ráðningu á næsta þjálfara karlalandsliðsins áður en árið 2020 er úti. Ríkharð Óskari Guðnasyni finnst langlíklegast að Arnar Þór Viðarsson verði maðurinn sem taki við landsliðinu af Erik Hamrén. „Ég velti því fyrir mér, er hann [Guðni] bara að segja að hann sé búinn að tala við hina og þessa þjálfara því Heimir [Guðjónsson] og Rúnar [Kristinsson] sögðust ekkert hafa heyrt frá KSÍ um daginn. Er löngu búið að ákveða að ráða Arnar Þór Viðarsson og hann er bara að segja að það sé búið að tala við hina og þessa?“ sagði Ríkharð í Sportinu í dag. Henry Birgir Gunnarsson sagðist vona að Guðni væri ekki búinn að ákveða næsta þjálfara og sé ekki búinn að ræða við aðra færa þjálfara með opnum hug. Hann sagði jafnframt að tímaramminn sem Guðni gaf gefi til kynna að hann sé búinn að ákveða sig. Fyrsta stóra verkefni nýs landsliðsþjálfara er undankeppni HM 2022. Fyrstu þrír leikirnir í henni verða í mars og allir á útivelli. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
KSÍ HM 2022 í Katar Sportið í dag Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira