„Ég hef alveg sleppt jólaþrifum og jólin voru alls ekki síðri“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. desember 2020 12:01 Sólrún Diego notar lista og tímalínur til að skipuleggja hátíðarnar. Aðsend mynd „Það er alltaf auðvelt að segja að það sé best að vera tímanlega að öllu en það er í rauninni lykillinn að góðu skipulagi að vera tímanlega að fara yfir það sem á eftir að gera,“ segir Sólrún Diego um jólaskipulagið sitt. „Að gera sér góða lista yfir það sem á að gera, pakka inn, kaupa gjafir og annað. Þrátt fyrir að það se ekki búið að kaupa allar gjafir er samt hægt að byrja að pakka þeim inn til að létta á álaginu rétt fyrir jól.“ Sólrún gaf út tvær bækur fyrir þessi jól, bókin Skipulag og einnig gaf hún út dagbók fyrir árið 2021, sem ætti að geta aðstoðað marga við að halda skipulagi á nýja árinu. Í bókinni fer Sólrún meðal annars yfir fjölskyldujóladagatal og skemmtilegar hugmyndir til að stytta börnunum biðina í desember, sem en hún á sjálf tvö börn með eiginmanni sínum Frans. „Börnin eru oft spennt og óþreygjufull rétt fyrir jól enda mikið að gerast, jólasveinar og breytt starfsemi í skólum og leikskólum og þá finnst mér alveg meiriháttar að gera fjölskyldudagatal í lok nóvember fyrir desembermánuð og hafa eitthvað smá fyrir stafni á hverjum degi til að bæði skapa minningar með þeim og til að koma i veg fyrir of mikið stress á heimilinu. Þessir hlutir þurfa ekki að kosta neitt, þetta er meira bara til að fá fólkið okkar saman og njóta.“ Tímalína auðveldar matarboðin Sólrún náði fyrst vinsældum á samfélagsmiðlum fyrir góð ráð tengt heimilinu og þrifum. Í bókinni er því að finna ráð og lista tengt heimilisþrifum. „Einnig er gátlisti fyrir jólaþrif með hugmyndum hvar sé hægt að byrja þrifin og hvað sé hægt að gera og hver og einn metur svo út frá sinni getu, löngun og tíma hvað sé tekið fyrir. En munum að jólin verða ekki síðri þrátt fyrir að ekki allt sé tekið hundrað prósent í gegn. Ég hef alveg sleppt jólaþrifum og jólin voru alls ekki síðri,“ segir Sólrún. Sólrún er þekkt fyrir góð ráð og sniðugt skipulag.Íris Dögg Einarsdóttir Einnig eru mjög góðir punktar í bókinni hvað varðar matarboð sem hægt væri að nýta fyrir jólaboðin og hvernig sé best að skipuleggja sig. „Eitthvað sem ég elska er að gera tímalínu yfir það sem ég á eftir að gera fyrir matarboð eða heimboð og skrá hjá mér hvað ég ætla elda og hvað hvert og eitt tekur langan tíma og gera mér tímalinu út frá því á hverju ég eigi að byrja svo að ekkert gleymist og til að koma í veg fyrir að til dæmis sósan sé ekki tilbúin eða ennþá tíu mínútur í kartöflurnar þegar allt annað er tilbúið.“ Góð yfirsýn yfir vikuna Sólrún segir að viðbrögðin við bókunum hafi verið meiri háttar, það hafi verið ómetanlegt að finna allan þennan stuðning. „Dagbókin er fyrir 2021 nema aðeins öðruvísi en þessar sem hafa verið, en það eru listar aftast í bókinni til að auðvelda fólki að skipuleggja sig. Markmiðið mitt var að hafa gott yfirsýn yfir vikuna, ekki fókus á hvern dag fyrir sig heldur að geta planað meira verkefni vikunnar,“ segir Sólrún um uppsetningu bókarinnar. Í dagbókinni er svo sérstakur dálkur á hverri opnu tileinkaður því að fylgjast með venjum og halda yfirsýn yfir það sem fólki langar að gera hvern dag eða oft í viku. „Fyrir mér er „habit tracker“ hvetjandi markmiðasetning. Ég set mér lítil og viðráðanleg markmið á meðan þau eru að komast í rútínuna mína og svo hvetjandi að merkja við hvern dag fyrir sig.“ Skipulagið og góð yfirsýn hefur hjálpað Sólrúnu mikið á árinu 2020. „Ég eins og örugglega margir tengja við lærði svo ótal margt á þessum tíma. Þrátt fyrir erfitt ár þá er það á sama tíma mjög lærdómsríkt. Það sem stóð mest upp úr á árinu fyrir mig er það að setja sjálfa mig í fyrsta sæti, elta draumana mína og velja alltaf fyrir mig óháð öðrum. Til dæmis að skrá mig í nám og gefa út tvær bækur á sama tíma.“ Brösulegur námsferill Sólrún var að ljúka sinni fyrstu önn í viðskiptafræði í Háskólanum á Bifröst, þar sem áherslan er á markaðssamskipti og samfélagsmiðla. „Mér gengur ótrúlega vel í náminu, hefði aldrei getað trúað því að mér myndi ganga vel í Háskóla námi eftir ágætlega brösulegan námsferil. En það er klárlega rétt að manni gangi vel þegar að maður er að læra eitthvað sem manni þykir áhugavert eða skemmtilegt. Ég hef náð að skipuleggja námið, vinnu og heimilislífið hjá mér með því að forgangsraða og vera ekki á síðustu stundu með öll verkefni. Góð yfirsýn yfir verkefni er klárlega lykilinn hjá mér.“ Á dögum varð Sólrún Íslandsmeistari í Kviss spurningaþáttunum á Stöð 2 ásamt Sóla Hólm en þau voru liðið Þróttur í þeirri æsispennandi keppni undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. „Að taka þátt í Kviss var mjög góð reynsla í bankann fyrir mig. Þegar ég tók ákvörðun um að láta slag standa og taka þátt var það klárlega mjög stórt skref út fyrir rammann fyrir mig og sé ég ekki eftir því núna. Þessi tími klárlega styrkti mig helling og eitthvað sem ég lærði var að sjálfstraustið eykst með því að nota það.“ Sóli Hólm og Sólrún Diego stóðu uppi sem sigurvegarar í þáttunum Kviss á Stöð 2.Mynd úr einkasafni Fyndinn og fáránlega klár liðsfélagi Sólrún hefur mikla reynslu af því að vera í sviðsljósinu í gegnum samfélagsmiðla en hefur alltaf verið feimin við að koma fram í sjónvarpi. Að keppa í þáttunum og komast áfram í undanúrslit og á endann lokaþáttinn, var henni dýrmæt reynsla. „Það skemmtilegasta var klárlega að fá að kynnast öllu frábæra fólkinu sem bæði tók þátt og kom að þáttunum. Erfiðasta en á sama tíma það besta við þetta ævintýri var að sigrast á mínu óöryggi og koma fram í sjónvarpi og hvað þá í þætti sem reyndi virkilega á að þurfa vera með á nótunum,“ segir Sólrún og hlær. „Okkur Sóla kemur sjúklega vel saman, hann er eins og flestir vita einn fyndnasti maður sem Ísland hefur alið af sér og var lítið annað hægt en að hlæja og brosa allan þennan tíma sem við vorum í þessu. Og ekki má gleyma hversu fáránlega klár hann er.“ Minningarnar mikilvægastar Það mun svo bara að koma í ljós síðar hvort hún er alveg komin yfir feimnina við sjónvarpsmyndavélarnar. Hún sér fyrir bjartari tíma árið 2021. „Markmiðið mitt er að halda áfram að blómstra í því sem ég er að gera og ekki hætta að vinna í sjálfri mér þrátt fyrir að vera orðin ánægð með á hvaða stað ég er komin.“ Næstu daga ætlar hún að klára jólabókaflóðið og skólann og svo að njóta hátíðanna og jólahefðanna. „Mín allra uppáhalds er klárlega að rölta í bænum á Þorláksmessukvöld með fjölskyldunni minni en þar fast á eftir kemur líka að lesa jólakortin eftir að börnin eru sofnuð á aðfangadag og allt komið í ró. Jólin hjá okkur í ár verða heima hjá okkur og fjölskyldan mín verður með okkur, en það er alveg ómetanlegt að eiga góða fjölskyldu og eyða tíma saman á svona tímum,“ segir Sólrún. „Pössum okkur að fara ekki fram úr okkur með væntingar, maður þarf ekki að gefa dýrustu gjafirnar, kaupa ný föt á alla og hafa allt hundrað prósent. Ég reyni að hugsa til baka á hverju ári og skrifa hjá mér hlutina sem stóðu upp úr síðustu ár og á þann lista ratar aldrei klæðnaður, þrif heimilisins eða gjafirnar heldur tíminn saman og minningarnar sem maður skapar með fólkinu sínu.“ Hús og heimili Jól Höfundatal Tengdar fréttir Síðasti bóksölulistinn fyrir jól: Ólafur Jóhann veltir Arnaldi úr hásæti sínu Bóksala hefur sjaldan eða aldrei verið meiri en nú. 16. desember 2020 11:03 Ýtti á bjölluna og sagði „ómæ god, við erum búin að vinna“ Nú liggur fyrir hvaða lið er Íslandsmeistari í Kviss. Úrslitaþátturinn fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á laugardagskvöldið og mættust þar Þróttur og FH. 14. desember 2020 11:32 „Hann er einfaldlega bestur og ég bið ekki um meira“ „Það er ómetanlegt hvað fólk sýnir manni stuðning í því sem maður gerir og ég er mjög þakklát fyrir viðbrögðin sem ég hef fengið,“ segir Sólrún Diego í viðtali við Makamál. 10. desember 2020 09:58 Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
„Að gera sér góða lista yfir það sem á að gera, pakka inn, kaupa gjafir og annað. Þrátt fyrir að það se ekki búið að kaupa allar gjafir er samt hægt að byrja að pakka þeim inn til að létta á álaginu rétt fyrir jól.“ Sólrún gaf út tvær bækur fyrir þessi jól, bókin Skipulag og einnig gaf hún út dagbók fyrir árið 2021, sem ætti að geta aðstoðað marga við að halda skipulagi á nýja árinu. Í bókinni fer Sólrún meðal annars yfir fjölskyldujóladagatal og skemmtilegar hugmyndir til að stytta börnunum biðina í desember, sem en hún á sjálf tvö börn með eiginmanni sínum Frans. „Börnin eru oft spennt og óþreygjufull rétt fyrir jól enda mikið að gerast, jólasveinar og breytt starfsemi í skólum og leikskólum og þá finnst mér alveg meiriháttar að gera fjölskyldudagatal í lok nóvember fyrir desembermánuð og hafa eitthvað smá fyrir stafni á hverjum degi til að bæði skapa minningar með þeim og til að koma i veg fyrir of mikið stress á heimilinu. Þessir hlutir þurfa ekki að kosta neitt, þetta er meira bara til að fá fólkið okkar saman og njóta.“ Tímalína auðveldar matarboðin Sólrún náði fyrst vinsældum á samfélagsmiðlum fyrir góð ráð tengt heimilinu og þrifum. Í bókinni er því að finna ráð og lista tengt heimilisþrifum. „Einnig er gátlisti fyrir jólaþrif með hugmyndum hvar sé hægt að byrja þrifin og hvað sé hægt að gera og hver og einn metur svo út frá sinni getu, löngun og tíma hvað sé tekið fyrir. En munum að jólin verða ekki síðri þrátt fyrir að ekki allt sé tekið hundrað prósent í gegn. Ég hef alveg sleppt jólaþrifum og jólin voru alls ekki síðri,“ segir Sólrún. Sólrún er þekkt fyrir góð ráð og sniðugt skipulag.Íris Dögg Einarsdóttir Einnig eru mjög góðir punktar í bókinni hvað varðar matarboð sem hægt væri að nýta fyrir jólaboðin og hvernig sé best að skipuleggja sig. „Eitthvað sem ég elska er að gera tímalínu yfir það sem ég á eftir að gera fyrir matarboð eða heimboð og skrá hjá mér hvað ég ætla elda og hvað hvert og eitt tekur langan tíma og gera mér tímalinu út frá því á hverju ég eigi að byrja svo að ekkert gleymist og til að koma í veg fyrir að til dæmis sósan sé ekki tilbúin eða ennþá tíu mínútur í kartöflurnar þegar allt annað er tilbúið.“ Góð yfirsýn yfir vikuna Sólrún segir að viðbrögðin við bókunum hafi verið meiri háttar, það hafi verið ómetanlegt að finna allan þennan stuðning. „Dagbókin er fyrir 2021 nema aðeins öðruvísi en þessar sem hafa verið, en það eru listar aftast í bókinni til að auðvelda fólki að skipuleggja sig. Markmiðið mitt var að hafa gott yfirsýn yfir vikuna, ekki fókus á hvern dag fyrir sig heldur að geta planað meira verkefni vikunnar,“ segir Sólrún um uppsetningu bókarinnar. Í dagbókinni er svo sérstakur dálkur á hverri opnu tileinkaður því að fylgjast með venjum og halda yfirsýn yfir það sem fólki langar að gera hvern dag eða oft í viku. „Fyrir mér er „habit tracker“ hvetjandi markmiðasetning. Ég set mér lítil og viðráðanleg markmið á meðan þau eru að komast í rútínuna mína og svo hvetjandi að merkja við hvern dag fyrir sig.“ Skipulagið og góð yfirsýn hefur hjálpað Sólrúnu mikið á árinu 2020. „Ég eins og örugglega margir tengja við lærði svo ótal margt á þessum tíma. Þrátt fyrir erfitt ár þá er það á sama tíma mjög lærdómsríkt. Það sem stóð mest upp úr á árinu fyrir mig er það að setja sjálfa mig í fyrsta sæti, elta draumana mína og velja alltaf fyrir mig óháð öðrum. Til dæmis að skrá mig í nám og gefa út tvær bækur á sama tíma.“ Brösulegur námsferill Sólrún var að ljúka sinni fyrstu önn í viðskiptafræði í Háskólanum á Bifröst, þar sem áherslan er á markaðssamskipti og samfélagsmiðla. „Mér gengur ótrúlega vel í náminu, hefði aldrei getað trúað því að mér myndi ganga vel í Háskóla námi eftir ágætlega brösulegan námsferil. En það er klárlega rétt að manni gangi vel þegar að maður er að læra eitthvað sem manni þykir áhugavert eða skemmtilegt. Ég hef náð að skipuleggja námið, vinnu og heimilislífið hjá mér með því að forgangsraða og vera ekki á síðustu stundu með öll verkefni. Góð yfirsýn yfir verkefni er klárlega lykilinn hjá mér.“ Á dögum varð Sólrún Íslandsmeistari í Kviss spurningaþáttunum á Stöð 2 ásamt Sóla Hólm en þau voru liðið Þróttur í þeirri æsispennandi keppni undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. „Að taka þátt í Kviss var mjög góð reynsla í bankann fyrir mig. Þegar ég tók ákvörðun um að láta slag standa og taka þátt var það klárlega mjög stórt skref út fyrir rammann fyrir mig og sé ég ekki eftir því núna. Þessi tími klárlega styrkti mig helling og eitthvað sem ég lærði var að sjálfstraustið eykst með því að nota það.“ Sóli Hólm og Sólrún Diego stóðu uppi sem sigurvegarar í þáttunum Kviss á Stöð 2.Mynd úr einkasafni Fyndinn og fáránlega klár liðsfélagi Sólrún hefur mikla reynslu af því að vera í sviðsljósinu í gegnum samfélagsmiðla en hefur alltaf verið feimin við að koma fram í sjónvarpi. Að keppa í þáttunum og komast áfram í undanúrslit og á endann lokaþáttinn, var henni dýrmæt reynsla. „Það skemmtilegasta var klárlega að fá að kynnast öllu frábæra fólkinu sem bæði tók þátt og kom að þáttunum. Erfiðasta en á sama tíma það besta við þetta ævintýri var að sigrast á mínu óöryggi og koma fram í sjónvarpi og hvað þá í þætti sem reyndi virkilega á að þurfa vera með á nótunum,“ segir Sólrún og hlær. „Okkur Sóla kemur sjúklega vel saman, hann er eins og flestir vita einn fyndnasti maður sem Ísland hefur alið af sér og var lítið annað hægt en að hlæja og brosa allan þennan tíma sem við vorum í þessu. Og ekki má gleyma hversu fáránlega klár hann er.“ Minningarnar mikilvægastar Það mun svo bara að koma í ljós síðar hvort hún er alveg komin yfir feimnina við sjónvarpsmyndavélarnar. Hún sér fyrir bjartari tíma árið 2021. „Markmiðið mitt er að halda áfram að blómstra í því sem ég er að gera og ekki hætta að vinna í sjálfri mér þrátt fyrir að vera orðin ánægð með á hvaða stað ég er komin.“ Næstu daga ætlar hún að klára jólabókaflóðið og skólann og svo að njóta hátíðanna og jólahefðanna. „Mín allra uppáhalds er klárlega að rölta í bænum á Þorláksmessukvöld með fjölskyldunni minni en þar fast á eftir kemur líka að lesa jólakortin eftir að börnin eru sofnuð á aðfangadag og allt komið í ró. Jólin hjá okkur í ár verða heima hjá okkur og fjölskyldan mín verður með okkur, en það er alveg ómetanlegt að eiga góða fjölskyldu og eyða tíma saman á svona tímum,“ segir Sólrún. „Pössum okkur að fara ekki fram úr okkur með væntingar, maður þarf ekki að gefa dýrustu gjafirnar, kaupa ný föt á alla og hafa allt hundrað prósent. Ég reyni að hugsa til baka á hverju ári og skrifa hjá mér hlutina sem stóðu upp úr síðustu ár og á þann lista ratar aldrei klæðnaður, þrif heimilisins eða gjafirnar heldur tíminn saman og minningarnar sem maður skapar með fólkinu sínu.“
Hús og heimili Jól Höfundatal Tengdar fréttir Síðasti bóksölulistinn fyrir jól: Ólafur Jóhann veltir Arnaldi úr hásæti sínu Bóksala hefur sjaldan eða aldrei verið meiri en nú. 16. desember 2020 11:03 Ýtti á bjölluna og sagði „ómæ god, við erum búin að vinna“ Nú liggur fyrir hvaða lið er Íslandsmeistari í Kviss. Úrslitaþátturinn fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á laugardagskvöldið og mættust þar Þróttur og FH. 14. desember 2020 11:32 „Hann er einfaldlega bestur og ég bið ekki um meira“ „Það er ómetanlegt hvað fólk sýnir manni stuðning í því sem maður gerir og ég er mjög þakklát fyrir viðbrögðin sem ég hef fengið,“ segir Sólrún Diego í viðtali við Makamál. 10. desember 2020 09:58 Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Síðasti bóksölulistinn fyrir jól: Ólafur Jóhann veltir Arnaldi úr hásæti sínu Bóksala hefur sjaldan eða aldrei verið meiri en nú. 16. desember 2020 11:03
Ýtti á bjölluna og sagði „ómæ god, við erum búin að vinna“ Nú liggur fyrir hvaða lið er Íslandsmeistari í Kviss. Úrslitaþátturinn fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 á laugardagskvöldið og mættust þar Þróttur og FH. 14. desember 2020 11:32
„Hann er einfaldlega bestur og ég bið ekki um meira“ „Það er ómetanlegt hvað fólk sýnir manni stuðning í því sem maður gerir og ég er mjög þakklát fyrir viðbrögðin sem ég hef fengið,“ segir Sólrún Diego í viðtali við Makamál. 10. desember 2020 09:58