Svona lítur nýtt og gerbreytt CrossFit dagatal út fyrir árið 2021 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2020 10:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir í hópi þeirra sem komust á verðlaunapall á heimsleikunum í fyrra. Instagram/@crossfitgames CrossFit samtökin hafa nú opinberað keppnisdagatal sitt fyrir árið 2021 og þar má sjá mjög miklar breytingar á leið besta CrossFit fólks heims að heimsmeistaratitlinum. CrossFit árið 2020 var mjög sérstakt vegna kórónuveirunnar og nú er orðið ljóst að nýr eigandi og framkvæmdastjóri CrossFit, Eric Roza, hefur staðið við stóru orðin og gert miklar breytingar á CrossFit dagatalinu fyrir komandi ár. Eric Roza hefur unnið markvisst að því með CrossFit samfélaginu að finna rétta fyrirkomulagið og í gær gáfu CrossFit samtökin það út hvernig komandi CrossFit keppnisdagatal muni líta út. Keppnistímabilið byrjar að venju með The Open en ólíkt fyrri árum þá munu keppendur þar ekki getað tryggt sér beint sæti á heimsleikunum. Opni hlutinn hefst 8. mars og tekur þrjár vikur. Hann er aðeins seinni á ferðinni en búist var við sem eru góðar fréttir fyrir okkar Anníe Mist Þórisdóttur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Stóru fréttirnar eru kannski að það er kominn nýr hluti á heimsleikadagatalið og kallast sá hluti „Átta manna úrslitin“. Það kemur líka fram í tilkynningunni að þar er um netkeppni að ræða alveg eins og á The Open og fleiri keppnum sem fóru fram í gegn netið í ár. Um það bil tíu prósent keppenda í The Open fá tækifæri til að keppa í átta manna úrslitum og lengja þar með keppnistímabilið sitt. Tilkoma átta manna úrslitanna þýðir líka að í fyrsta sinn er keppni á heimsleikunum í fjórum mismunandi hlutum. Keppni í átta manna úrslitunum fer fram í vikunni sem byrjar 5. apríl hjá einstaklingum en í vikunni sem byrjar 19. apríl hjá liðunum. Það er vegna þess að í framhaldi af átta manna úrslitunum þá taka við svokölluð undanúrslit. Undanúrslitin eru tíu mót sem fara fram víðs vegar um heiminn þar sem íþróttafólkið getur tryggt sér sæti á heimsleikunum. Fólk tryggir sér sæti á heimsleikunum með því að verða í efstu sætunum á þessum mótum. Keppni á undanúrslitunum tekur fjórar vikur frá 24. maí til 20. júní en í framhaldinu mun fara fram ein sérstök lokakeppni þar sem keppendur fá síðasta tækifærið til að tryggja sig inn á leikana. Sú keppni fer fram í vikunni sem byrjar 28. júní. Heimsleikarnir hefjast síðan 26. júlí og eiga að fara fram í Madison í Wisconsin fylki. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Tengdar fréttir Íslensku CrossFit stelpurnar með hæsta hlutfallið í heiminum Það er mikill áhugi á CrossFit með íslenskra kvenna og nú er komið í ljós að hann er í raun einstakur í heiminum. 4. desember 2020 08:30 Katrín Tanja er komin af stað á ný: „Yasssss“ Það styttist í nýtt ár og nýtt CrossFit tímabil og önnur besta CrossFit kona heims er búinn að skipta um gír eftir rólegar vikur. 1. desember 2020 09:00 Gaupi hitti afa Katrínar Tönju sem þýddi bók barnabarnsins fyrir þessi jól Afi Katrínar Tönju Davíðsdóttur hefur komið bókinni „Dóttir“ yfir á íslensku fyrir þessi jól en þar fer dótturdóttir hans, Katrín Tanja, yfir CrossFit ferill sinn. 16. nóvember 2020 09:01 Náðu að stela Söru frá Nike Sara Sigmundsdóttir ákvað að yfirgefa einn þekktasta íþróttavöruframleiðanda heims og semja í staðinn við eitt af nýju fyrirtækjunum á markaðnum. 16. nóvember 2020 08:01 Fagnaðarfundir hjá Anníe Mist og Katrínu Tönju: Ekki meira af FaceTime Katrín Tanja Davíðsdóttir er komin heim til Íslands eftir næstum því átta mánaða fjarveru og í gær voru heldur betur fagnaðarfundir hjá henni og Anníe Mist Þórisdóttur. 13. nóvember 2020 08:30 Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira
CrossFit árið 2020 var mjög sérstakt vegna kórónuveirunnar og nú er orðið ljóst að nýr eigandi og framkvæmdastjóri CrossFit, Eric Roza, hefur staðið við stóru orðin og gert miklar breytingar á CrossFit dagatalinu fyrir komandi ár. Eric Roza hefur unnið markvisst að því með CrossFit samfélaginu að finna rétta fyrirkomulagið og í gær gáfu CrossFit samtökin það út hvernig komandi CrossFit keppnisdagatal muni líta út. Keppnistímabilið byrjar að venju með The Open en ólíkt fyrri árum þá munu keppendur þar ekki getað tryggt sér beint sæti á heimsleikunum. Opni hlutinn hefst 8. mars og tekur þrjár vikur. Hann er aðeins seinni á ferðinni en búist var við sem eru góðar fréttir fyrir okkar Anníe Mist Þórisdóttur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Stóru fréttirnar eru kannski að það er kominn nýr hluti á heimsleikadagatalið og kallast sá hluti „Átta manna úrslitin“. Það kemur líka fram í tilkynningunni að þar er um netkeppni að ræða alveg eins og á The Open og fleiri keppnum sem fóru fram í gegn netið í ár. Um það bil tíu prósent keppenda í The Open fá tækifæri til að keppa í átta manna úrslitum og lengja þar með keppnistímabilið sitt. Tilkoma átta manna úrslitanna þýðir líka að í fyrsta sinn er keppni á heimsleikunum í fjórum mismunandi hlutum. Keppni í átta manna úrslitunum fer fram í vikunni sem byrjar 5. apríl hjá einstaklingum en í vikunni sem byrjar 19. apríl hjá liðunum. Það er vegna þess að í framhaldi af átta manna úrslitunum þá taka við svokölluð undanúrslit. Undanúrslitin eru tíu mót sem fara fram víðs vegar um heiminn þar sem íþróttafólkið getur tryggt sér sæti á heimsleikunum. Fólk tryggir sér sæti á heimsleikunum með því að verða í efstu sætunum á þessum mótum. Keppni á undanúrslitunum tekur fjórar vikur frá 24. maí til 20. júní en í framhaldinu mun fara fram ein sérstök lokakeppni þar sem keppendur fá síðasta tækifærið til að tryggja sig inn á leikana. Sú keppni fer fram í vikunni sem byrjar 28. júní. Heimsleikarnir hefjast síðan 26. júlí og eiga að fara fram í Madison í Wisconsin fylki. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Tengdar fréttir Íslensku CrossFit stelpurnar með hæsta hlutfallið í heiminum Það er mikill áhugi á CrossFit með íslenskra kvenna og nú er komið í ljós að hann er í raun einstakur í heiminum. 4. desember 2020 08:30 Katrín Tanja er komin af stað á ný: „Yasssss“ Það styttist í nýtt ár og nýtt CrossFit tímabil og önnur besta CrossFit kona heims er búinn að skipta um gír eftir rólegar vikur. 1. desember 2020 09:00 Gaupi hitti afa Katrínar Tönju sem þýddi bók barnabarnsins fyrir þessi jól Afi Katrínar Tönju Davíðsdóttur hefur komið bókinni „Dóttir“ yfir á íslensku fyrir þessi jól en þar fer dótturdóttir hans, Katrín Tanja, yfir CrossFit ferill sinn. 16. nóvember 2020 09:01 Náðu að stela Söru frá Nike Sara Sigmundsdóttir ákvað að yfirgefa einn þekktasta íþróttavöruframleiðanda heims og semja í staðinn við eitt af nýju fyrirtækjunum á markaðnum. 16. nóvember 2020 08:01 Fagnaðarfundir hjá Anníe Mist og Katrínu Tönju: Ekki meira af FaceTime Katrín Tanja Davíðsdóttir er komin heim til Íslands eftir næstum því átta mánaða fjarveru og í gær voru heldur betur fagnaðarfundir hjá henni og Anníe Mist Þórisdóttur. 13. nóvember 2020 08:30 Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira
Íslensku CrossFit stelpurnar með hæsta hlutfallið í heiminum Það er mikill áhugi á CrossFit með íslenskra kvenna og nú er komið í ljós að hann er í raun einstakur í heiminum. 4. desember 2020 08:30
Katrín Tanja er komin af stað á ný: „Yasssss“ Það styttist í nýtt ár og nýtt CrossFit tímabil og önnur besta CrossFit kona heims er búinn að skipta um gír eftir rólegar vikur. 1. desember 2020 09:00
Gaupi hitti afa Katrínar Tönju sem þýddi bók barnabarnsins fyrir þessi jól Afi Katrínar Tönju Davíðsdóttur hefur komið bókinni „Dóttir“ yfir á íslensku fyrir þessi jól en þar fer dótturdóttir hans, Katrín Tanja, yfir CrossFit ferill sinn. 16. nóvember 2020 09:01
Náðu að stela Söru frá Nike Sara Sigmundsdóttir ákvað að yfirgefa einn þekktasta íþróttavöruframleiðanda heims og semja í staðinn við eitt af nýju fyrirtækjunum á markaðnum. 16. nóvember 2020 08:01
Fagnaðarfundir hjá Anníe Mist og Katrínu Tönju: Ekki meira af FaceTime Katrín Tanja Davíðsdóttir er komin heim til Íslands eftir næstum því átta mánaða fjarveru og í gær voru heldur betur fagnaðarfundir hjá henni og Anníe Mist Þórisdóttur. 13. nóvember 2020 08:30