Fótbolti

Ellefu ára sonur Roon­ey búinn að skrifa undir hjá Man. United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney birti þessa mynd af fjölskyldunni í kvöld eftir undirskriftina.
Rooney birti þessa mynd af fjölskyldunni í kvöld eftir undirskriftina. /Twitter-síða Wayne Rooney

Ellefu ára sonur Wayne Rooney er búinn að kvitta undir sinn fyrsta samning og það við ensku risana, Manchester United.

Rooney greindi sjálfur frá þessu á samfélagsmiðlum sínum nú í kvöld en það er sonurinn Kai sem er kominn með samning.

Eins og áður segir er Kai einungis ellefu ára gamall en hann á ekki langt að sækja hæfileikana sína enda faðir hans talinn einn af betri fótboltamönnum Englands.

Rooney var byrjaður að spila fyrir United einungis sautján ára gamall en hann yfirgaf svo uppeldisfélagið og gekk í raðir United árið 2004.

Þar spilaði hann í þrettán ár áður en hann fór aftur til Everton. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna og svo til Derby í ensku B-deildina þar sem hann er nú bráðabirgðarstjóri.

Wayne Rooney á að baki 120 landsleiki fyrir England en það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu Kai.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×