Íbúar Hrafnistu þakklátir að heimilin séu varin yfir jólin Birgir Olgeirsson skrifar 16. desember 2020 11:31 María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu. Vísir/Vilhelm Íbúar Hrafnistu eru almennt þakklátir fyrir að þeir verði varðir yfir hátíðirnar. Þetta segir forstjóri Hrafnistu eftir að yfirvöld mældu gegn því að íbúar hjúkrunarheimila dvelji hjá ættingjum yfir hátíðirnar. Fari íbúi út af hjúkrunarheimili þarf hann að fara í sóttkví í fimm daga og að fá neikvæða niðurstöðu úr skimun áður en hann getur snúið aftur á hjúkrunarheimilið. Sóttvarnayfirvöld biðla til ættingja að láta eigin hagsmuni til hliðar fyrir hagsmuni heildarinnar. Ættingjar mega þó heimsækja íbúa hjúkrunarheimila yfir jólin en með ströngum skilyrðum. „Þú komir ekki inn með einkenni. Að þú komir inn með grímu. Þið dveljið ekki á sameiginlegum svæðum. Farið beint inn á herbergi með ykkar íbúa. Við óskum eftir að aðstandendur og aðrir gestir virði tveggja metra regluna. Það er freistandi að fá að knúsa og faðma en það skiptir máli að við höldum uppi eins miklum sóttvörnum og hægt er,“ segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu. Tilefnið er ærið enda býr viðkvæmasti hópurinn á þessum hjúkrunarheimilum. „Við sjáum bara hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur. Og það sem gerðist á Landakoti getur gerst hvar sem er. Það er allt gert til að verja því við vitum hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft ef veiran kemst inn á heimilin.“ Margir íbúanna upplifi létti að heyra af þessum ströngu reglum. „Við erum að heyra raddir þar sem fólk er almennt þakklát að við séum að verja heimilin. Við erum á lokametrunum. Við þurfum að halda þetta út, við missum ekki smitin inn á heimilin á lokametrunum. Við vitum afleiðingarnar og þær eru gríðarlega alvarlegar.“ Mikið verður lagt upp úr jólunum á Hrafnistu, eins og áður. „Starfsfólk okkar hefur sagt í nokkur ár að það er mjög huggulegt að vinna á jólunum því þetta er huggulegt og við gerum allt sem í okkar valdi stendur að gera þetta eins hátíðlegt og mögulegt er. Þetta verður ánægjuleg stund.“ Eldri borgarar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fari íbúi út af hjúkrunarheimili þarf hann að fara í sóttkví í fimm daga og að fá neikvæða niðurstöðu úr skimun áður en hann getur snúið aftur á hjúkrunarheimilið. Sóttvarnayfirvöld biðla til ættingja að láta eigin hagsmuni til hliðar fyrir hagsmuni heildarinnar. Ættingjar mega þó heimsækja íbúa hjúkrunarheimila yfir jólin en með ströngum skilyrðum. „Þú komir ekki inn með einkenni. Að þú komir inn með grímu. Þið dveljið ekki á sameiginlegum svæðum. Farið beint inn á herbergi með ykkar íbúa. Við óskum eftir að aðstandendur og aðrir gestir virði tveggja metra regluna. Það er freistandi að fá að knúsa og faðma en það skiptir máli að við höldum uppi eins miklum sóttvörnum og hægt er,“ segir María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu. Tilefnið er ærið enda býr viðkvæmasti hópurinn á þessum hjúkrunarheimilum. „Við sjáum bara hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur. Og það sem gerðist á Landakoti getur gerst hvar sem er. Það er allt gert til að verja því við vitum hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft ef veiran kemst inn á heimilin.“ Margir íbúanna upplifi létti að heyra af þessum ströngu reglum. „Við erum að heyra raddir þar sem fólk er almennt þakklát að við séum að verja heimilin. Við erum á lokametrunum. Við þurfum að halda þetta út, við missum ekki smitin inn á heimilin á lokametrunum. Við vitum afleiðingarnar og þær eru gríðarlega alvarlegar.“ Mikið verður lagt upp úr jólunum á Hrafnistu, eins og áður. „Starfsfólk okkar hefur sagt í nokkur ár að það er mjög huggulegt að vinna á jólunum því þetta er huggulegt og við gerum allt sem í okkar valdi stendur að gera þetta eins hátíðlegt og mögulegt er. Þetta verður ánægjuleg stund.“
Eldri borgarar Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira