Darri Freyr birti á Twitter-síðu sinni hugmyndir um hvernig mætti útfæra Íslandsmótið með þrjú mikilvæg atriði að leiðarljósi. Hann telur að heilsa leikmanna eigi allaf að vera í fyrsta sæti, svo þurfi að huga að fjárhag liðanna sem og vörunni sem körfubolti er.
Þráður um hvernig má endurskipuleggja íslandsmótið í körfubolta.
— Darri (@DarriFreyr) December 15, 2020
Fyrir mér eru þrjú atriði mikilvægust:
1) Heilsa leikmanna
2) Fjárhagur liðanna
3) Varan körfubolti
1/n#korfubolti
Darri vill spila ellefu leikja deildarkeppni á sem stystum tíma en halda bæði bikar og úrslitakeppni óbreyttri. Liðin sem enda í 7. og 8. sæti spila við liðin í 9. og 10. sæti um að komast inn í úrslitakeppnina. Liðin í efri tveimur sætunum þyrftu að vinna einn leik en neðri tvö þyrftu að vinna tvo leiki.
Liðin í neðstu tveimur sætum Dominos-deildarinnar (11. og 12. sæti) myndu svo leika í hefðbundinni seríu gegn efstu tveimur liðunum í 1. deild.
Með þessu fyrirkomulagi væri tryggt að ekkert félag myndi falla „ósanngjarnt“ niður um deild vegna þess hve fáa leiki það hefur spilað eða af því liðin í kringum þau ættu til að mynda eftir að spila við topplið deildarinnar.
„Öll lið fá alvöru leiki sem draga að áhuga og auka verðmæti vörunnar,“ segir einnig í þræði Darra sem telur níu tíst.
Með þessu er tryggt að ekkert lið fer "ósanngjarnt" niður á fáum leikjum spiluðum. Öll lið fá alvöru leiki sem draga að áhuga og auka verðmæti vörunnar.
— Darri (@DarriFreyr) December 15, 2020
4/n
Þá telur Darri það henta deildinni illa að spila vel inn í næsta sumar þar sem úrslitakeppnin borgar að hluta til undir rekstur deildarkeppninnar. Þá telur hann körfuboltann ekki vilja keppa við stórmót í fótbolta (EM fer fram), Pepsi Max deildirnar og sumarfrí landsliðsmanna.
„Styrktaraðilar deildarinnar fá með því minna fyrir peninginn sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir fjármögnun komandi tímabila. Bæði fyrir KKÍ og liðin. Varan okkar er úrslitakeppnin. Vorin eru eign körfunnar. Snúum þessu í tækifæri og markaðssetjum 100 daga mót sem enginn má missa af á þessum síðustu og verstu,“ segir Darri að endingu.