Gríska fríkið gerir stærsta samning í sögu NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2020 10:31 Giannis Antetokounmpo verður áfram í Milwaukee. getty/Kevin C. Cox Giannis Antetokounmpo hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Milwaukee Bucks. Samningurinn er sá stærsti í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Antetokounmpo, eða Gríska fríkið eins og hann er oft kallaður, átti eitt ár eftir af samningi sínum við Milwaukee og miklar vangaveltur voru um hvort hann yrði áfram hjá félaginu eða myndi róa á önnur mið. Nú er ljóst að Antetokounmpo verður áfram í Milwaukee en hann hefur skrifað undir sannkallaðan risasamning við félagið. Samningurinn færir Antetokounmpo 228,2 milljónir Bandaríkjadala á næstu fimm árum en þetta er stærsti samningur í sögu NBA. Samningur James Harden við Houston Rockets frá 2017 var áður stærsti samningur í sögu deildarinnar, að andvirði 228 milljónum Bandaríkjadala. „Þetta er mitt heimili, mín borg,“ skrifaði Antetokounmpo á Twitter í gær. „Ég er lánsamur að vera hluti af Milwaukee Bucks næstu fimm árin. Látum þessi ár telja. Sýningin heldur áfram.“ This is my home, this is my city.. I m blessed to be able to be a part of the Milwaukee Bucks for the next 5 years. Let s make these years count. The show goes on, let s get it. pic.twitter.com/895tCBE9RK— Giannis Ugo Antetokounmpo (@Giannis_An34) December 15, 2020 Antetokounmpo hefur verið valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar (MVP) undanfarin tvö tímabil. Á síðasta tímabili var hann einnig valinn besti varnarmaður deildarinnar. Milwaukee valdi Antetokounmpo með fimmtánda valrétti í nýliðavalinu 2013 en fyrir það lék hann í næstefstu deild í Grikklandi. Hann hefur tekið ótrúlegum framförum á síðustu árum en á fyrsta tímabili sínu í NBA skoraði hann aðeins tæp sjö stig að meðaltali í leik. Á síðasta tímabili var Antetokounmpo með 29,5 stig, 13,6 fráköst og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var með 31,9 framlagsstig að meðaltali í leik sem er það þriðja hæsta í sögu NBA. Milwaukee var með besta árangurinn í deildakeppninni á síðasta tímabili en féll úr leik í undanúrslitum Austurdeildarinnar fyrir Miami Heat, 4-1. NBA Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Sjá meira
Antetokounmpo, eða Gríska fríkið eins og hann er oft kallaður, átti eitt ár eftir af samningi sínum við Milwaukee og miklar vangaveltur voru um hvort hann yrði áfram hjá félaginu eða myndi róa á önnur mið. Nú er ljóst að Antetokounmpo verður áfram í Milwaukee en hann hefur skrifað undir sannkallaðan risasamning við félagið. Samningurinn færir Antetokounmpo 228,2 milljónir Bandaríkjadala á næstu fimm árum en þetta er stærsti samningur í sögu NBA. Samningur James Harden við Houston Rockets frá 2017 var áður stærsti samningur í sögu deildarinnar, að andvirði 228 milljónum Bandaríkjadala. „Þetta er mitt heimili, mín borg,“ skrifaði Antetokounmpo á Twitter í gær. „Ég er lánsamur að vera hluti af Milwaukee Bucks næstu fimm árin. Látum þessi ár telja. Sýningin heldur áfram.“ This is my home, this is my city.. I m blessed to be able to be a part of the Milwaukee Bucks for the next 5 years. Let s make these years count. The show goes on, let s get it. pic.twitter.com/895tCBE9RK— Giannis Ugo Antetokounmpo (@Giannis_An34) December 15, 2020 Antetokounmpo hefur verið valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar (MVP) undanfarin tvö tímabil. Á síðasta tímabili var hann einnig valinn besti varnarmaður deildarinnar. Milwaukee valdi Antetokounmpo með fimmtánda valrétti í nýliðavalinu 2013 en fyrir það lék hann í næstefstu deild í Grikklandi. Hann hefur tekið ótrúlegum framförum á síðustu árum en á fyrsta tímabili sínu í NBA skoraði hann aðeins tæp sjö stig að meðaltali í leik. Á síðasta tímabili var Antetokounmpo með 29,5 stig, 13,6 fráköst og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var með 31,9 framlagsstig að meðaltali í leik sem er það þriðja hæsta í sögu NBA. Milwaukee var með besta árangurinn í deildakeppninni á síðasta tímabili en féll úr leik í undanúrslitum Austurdeildarinnar fyrir Miami Heat, 4-1.
NBA Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Sjá meira