Markvörðurinn, sem á þessari leiktíð hefur leikið með varaliði liðsins, hélt um síðustu viku partí en útgöngubann (e. lockdown) ríkir nú í Belgíu.
Forráðamenn Oostende voru eðlilega ekki hrifnir af því og hafa rekið Kamerúnann frá félaginu en þessi 24 ára gamli Ondoa leitar sér nú að nýju félagi.
KV Oostende heeft het contract van Fabrice Ondoa met onmiddellijke ingang beëindigd omwille van het organiseren ván én aanwezig zijn óp een lockdownparty.
— KV Oostende (@kvoostende) December 15, 2020
https://t.co/NDbh68FUzF pic.twitter.com/U3uqKzEqJY
Ondoa er afar lofandi markvörður en hann hefur spilað 41 A-landsleik fyrir Kamerún þrátt fyrir ungan aldur. Hann spilaði meðal annars allan leikinn í leik Kamerún gegn Japan í október.
Áður var Ondoa í spænska boltanum áður en hann kom til Belgíu. Hann lék meðal annars fyrir unglingalið Barcelona en eins og áður segir þarf hann nú að finna sér nýtt lið eftir partíhöldin um síðustu helgi.