Sóknarleikurinn var í hávegum hafður í þessum leik og þá sérstaklega hlaupaleikurinn. Liðin hlupu alls níu sinnum með boltann í mark mótherjanna sem er það mesta í NFL deildinni síðan 1922 eða í 98 ár.
Baltimore Ravens mátti helst ekki tapa leiknum ef liðið ætlaði sér að vera með í úrslitakeppninni en Cleveland Browns hefur nú bara einum sigri meira og verri innbyrðis stöðu. Ravens er nú 8-5 en Cleveland er 9-5.
FINAL: @Ravens win an AFC North thriller! #RavensFlock #BALvsCLE
— NFL (@NFL) December 15, 2020
(by @Lexus) pic.twitter.com/WHg0rCe26W
Sparkarinn Justin Tucker tryggði í raun sigurinn með 55 jarda vallarmarki en síðustu tvö stigin komu eftir að Ravens felldi sóknarmann Browns í hans eigin marki.
JUSTIN TUCKER. FROM 55 YARDS OUT. AUTOMATIC. #RavensFlock #BALvsCLE pic.twitter.com/MbYBUbu8bw
— NFL (@NFL) December 15, 2020
Lamar Jackson, leikstjórnandi Baltimore Ravens, var kominn inn í klefa í fjórða leikhluta kominn með krampa en snéri aftur eftir fimmtán stig Cleveland Browns liðsins í röð og leiddi sína menn til sigurs.
Jackson átti góðan leik, skoraði tvö snertimark sjálfur og kastaði síðan 44 jarda snertimarkssendingu á útherjann Marquise Brown. Lamar Jackson er farinn að spila á ný eftir að hafa fengið kórónuveiruna.
GUESS WHO'S BACK. @lj_era8 #RavensFlock
— NFL (@NFL) December 15, 2020
: #BALvsCLE on ESPN
: NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/wVjLQzz43l pic.twitter.com/7ovsaDh4sv