Bílstjórar hafa ekki séð aðrar eins tjörublæðingar áður: „Eins og að baða dekkin í karamellu“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2020 22:14 Dekk flutningabíla þakin því sem blæddi úr klæðningu vegarins. Mynd/Facebook Þjóðvegurinn norður til Akureyrar virðist hafa blætt mikið í kvöld og hafa bílstjórar og ökumenn orðið fyrir tjóni. Vegklæðning hefur þakið dekk bíla og kannast bílstjórar ekki við að hafa séð annað eins. Flutningabílstjórinn Ívar Örn Smárason var á ferðinni norður yfir heiðar í kvöld og hann segir bíl sinn hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Jafnvel þó hann hafi farið hægt yfir vegna ástands vegarins. Í samtali við Vísi segir Ívar framrúðuna hjá sér tvíbrotna eftir að hann mætti öðrum bílum, þrátt fyrir að allir hafi hægt mjög mikið á sér. Þá brotnaði framstuðari hans einnig því svo mikil vegklæðning hafði safnast saman í hjólskálinni, af framdekkinu, að stuðarinn brotnaði. „Þó við séum bara að tippla á tánum, þá erum við að rífa upp malbikið. Bílinn minn, hann er svo stórtjónaður,“ segir Ívar. Hann segist fyrst hafa orðið var við blæðingu í Norðurárdalnum, við Bifröst. Upp á Holtavörðuheiði hafi ástandið versnað en ástandið hafi orðið hræðilegt á milli Hvammstangarafleggjaranum að Blönduósi. Hann deildi myndböndum og myndböndum af sínum bíl og bíl annars bílstjóra sem tekin voru í kvöld á Facebook. Þar hafa aðrir birti myndir og segjast einnig hafa orðið fyrir tjóni vegna blæðinganna. Ìslensk vegager 2020... Teki upp ì Hrútafir i/Húnavatnsýslunum 14 des. Og fyrir ykkur sem leggi stundum lei ykkar...Posted by Ívar Örn Smárason on Monday, 14 December 2020 Ívar segir þetta vera eins og að baða dekkin í karamellu. „Hugsaðu þér ef einhver hleypur fyrir mig eða bremsar og við þurfum að negla niður. Við, sem erum fjörutíu til 49 tonn, þurfum að negla niður. Við skautum bara eins og í hálku,“ segir Ívar. Hann segir einnig að vetrardekk hans og annarra séu ónýtt. Þeir eyði mörg hundruð þúsundum í að vera á góðum dekkjum og öll mynstur í þeim séu bara stútfull af drullu. „Við getum ekkert gert ofan á hálku, á þessu,“ segir Ívar. „Þú ert bara eins og á sköllóttum sumardekkjum. Þú ert með sama grip og þetta gerir ekki neitt.“ Lögreglan á Norðurlandi Vestra varaði við ástandinu fyrr í kvöld. Í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar segir að tjón hafi verið tilkynnt í dag og eitt umferðaróhapp megi rekja til tjörublæðinga. Lögreglan biður ökumenn um að aka varlega. Lögreglan á Norðurlandi vestra við vekja athygli á miklum tjörublæðingum á vegarkaflanum úr Borgarfirði og norður um...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Monday, 14 December 2020 Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Flutningabílstjórinn Ívar Örn Smárason var á ferðinni norður yfir heiðar í kvöld og hann segir bíl sinn hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Jafnvel þó hann hafi farið hægt yfir vegna ástands vegarins. Í samtali við Vísi segir Ívar framrúðuna hjá sér tvíbrotna eftir að hann mætti öðrum bílum, þrátt fyrir að allir hafi hægt mjög mikið á sér. Þá brotnaði framstuðari hans einnig því svo mikil vegklæðning hafði safnast saman í hjólskálinni, af framdekkinu, að stuðarinn brotnaði. „Þó við séum bara að tippla á tánum, þá erum við að rífa upp malbikið. Bílinn minn, hann er svo stórtjónaður,“ segir Ívar. Hann segist fyrst hafa orðið var við blæðingu í Norðurárdalnum, við Bifröst. Upp á Holtavörðuheiði hafi ástandið versnað en ástandið hafi orðið hræðilegt á milli Hvammstangarafleggjaranum að Blönduósi. Hann deildi myndböndum og myndböndum af sínum bíl og bíl annars bílstjóra sem tekin voru í kvöld á Facebook. Þar hafa aðrir birti myndir og segjast einnig hafa orðið fyrir tjóni vegna blæðinganna. Ìslensk vegager 2020... Teki upp ì Hrútafir i/Húnavatnsýslunum 14 des. Og fyrir ykkur sem leggi stundum lei ykkar...Posted by Ívar Örn Smárason on Monday, 14 December 2020 Ívar segir þetta vera eins og að baða dekkin í karamellu. „Hugsaðu þér ef einhver hleypur fyrir mig eða bremsar og við þurfum að negla niður. Við, sem erum fjörutíu til 49 tonn, þurfum að negla niður. Við skautum bara eins og í hálku,“ segir Ívar. Hann segir einnig að vetrardekk hans og annarra séu ónýtt. Þeir eyði mörg hundruð þúsundum í að vera á góðum dekkjum og öll mynstur í þeim séu bara stútfull af drullu. „Við getum ekkert gert ofan á hálku, á þessu,“ segir Ívar. „Þú ert bara eins og á sköllóttum sumardekkjum. Þú ert með sama grip og þetta gerir ekki neitt.“ Lögreglan á Norðurlandi Vestra varaði við ástandinu fyrr í kvöld. Í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar segir að tjón hafi verið tilkynnt í dag og eitt umferðaróhapp megi rekja til tjörublæðinga. Lögreglan biður ökumenn um að aka varlega. Lögreglan á Norðurlandi vestra við vekja athygli á miklum tjörublæðingum á vegarkaflanum úr Borgarfirði og norður um...Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Monday, 14 December 2020
Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira