Stockmann selur húsnæði sitt í Helsinki Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2020 14:19 Stockmannbyggingin við Alexandersgötu í miðborg Helsinki. Getty Finnski verslunarrisinn Stockmann hefur ákveðið að selja fjölda fasteigna sinna, þar á meðal þá sem hýsir flaggskipið í miðborg Helsinki, í tilraun til að bæta fjárhagsstöðu félagsins. Í tillögum félagsins um endurskipulagningu kemur einnig fram að fasteignir félagsins verði einnig seldar í eistnesku og lettnesku höfuðborgunum Tallinn og Riga. Söluandvirðið verður notað til að greiða niður skuldir að því er fram kemur í tilkynningu til finnsku kauphallarinnar í morgun. Rekstur Stockmann hefur gengið erfiðlega síðustu misserin og þá hefur heimsfaraldurinn einnig sett stórt strik í reikninginn. Skuldir félagsins eru sagðar nema um 740 milljónum evra. Flaggskipið við Alexandersgötu í Helsinki verður því í eigu einhvers annars og verður Stockmann rekið þar áfram og mun félagið greiða leigu, gangi áætlunin eftir. Viðskiptavinir eigi þó ekki að taka eftir nokkurri breytingu, að því er fram kemur í máli forstjórans Jari Latvanen. Latvanen vill í samtali við YLE ekki gefa upp neitt um mögulega kaupendur að fasteignunum. Í kauphallartilkynningunni segir ennfremur að samið hafi verið um lægri leigu fyrir verslanir Stockmann sem reknar eru í Vantaa, Turku, Tampere og Espoo. Fjárfestar munu hafa tekið vel í fyrirhugaða endurskipulagningu, en virði bréfanna hækkuðu um 19 prósent skömmu eftir opnun markaða í morgun. Finnland Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Í tillögum félagsins um endurskipulagningu kemur einnig fram að fasteignir félagsins verði einnig seldar í eistnesku og lettnesku höfuðborgunum Tallinn og Riga. Söluandvirðið verður notað til að greiða niður skuldir að því er fram kemur í tilkynningu til finnsku kauphallarinnar í morgun. Rekstur Stockmann hefur gengið erfiðlega síðustu misserin og þá hefur heimsfaraldurinn einnig sett stórt strik í reikninginn. Skuldir félagsins eru sagðar nema um 740 milljónum evra. Flaggskipið við Alexandersgötu í Helsinki verður því í eigu einhvers annars og verður Stockmann rekið þar áfram og mun félagið greiða leigu, gangi áætlunin eftir. Viðskiptavinir eigi þó ekki að taka eftir nokkurri breytingu, að því er fram kemur í máli forstjórans Jari Latvanen. Latvanen vill í samtali við YLE ekki gefa upp neitt um mögulega kaupendur að fasteignunum. Í kauphallartilkynningunni segir ennfremur að samið hafi verið um lægri leigu fyrir verslanir Stockmann sem reknar eru í Vantaa, Turku, Tampere og Espoo. Fjárfestar munu hafa tekið vel í fyrirhugaða endurskipulagningu, en virði bréfanna hækkuðu um 19 prósent skömmu eftir opnun markaða í morgun.
Finnland Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent