Hægri bakvörður Stevie G að skora meira en Ronaldo og Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2020 13:30 James Tavernier fær hér skilaboð frá stjóra sínum Steven Gerrard í leik með Rangers á tímabilinu. Getty/Andrew Milligan Liverpool goðsögnin Steven Gerrard er að gera frábæra hluti með Rangers liðið í Skotlandi og það er einkum frammistaða eins leikmanns hans sem er að vekja mesta athygli. Rangers vann sinn níunda deildarleik í röð á móti Dundee United í gær og er nú með þrettán stiga forskot á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Maðurinn á bak við bæði mörkin í leiknum var bakvörðurinn James Tavernier en hann skoraði fyrra markið og lagði svo upp sigurmark Connor Goldson. Markið hans Tavernier kom með skoti beint úr aukaspyrnu. His 17th goal of the season was an unreal free-kick James Tavernier also has 13 assists this season Posted by GiveMeSport on Sunnudagur, 13. desember 2020 Steven Gerrard hrósaði líka sínum leikmanni eftir leikinn. „Þessi aukaspyrna, það skiptir ekki máli hver þú ert eða fyrir hvern þú ert að spila, því þetta var heimsklassa afgreiðsla. Þetta voru smá galdrar,“ sagði Steven Gerrard. Hægri bakvörðurinn Tavernier er búinn að skora sautján mörk í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann er búinn að spila 27 leiki og hefur auk markanna sautján einnig gefið þrettán stoðsendingar og er því að búa til meira en eitt mark í leik. Tavernier er að skora meira en margir af mestu markaskorurunum Evrópu. Hann hefur skorað meira en Tottenham framherjarnir Harry Kane (15 mörk) og Son Heung-min (13 mörk), Juventus súperstjarnan Cristiano Ronaldo (14 mörk), Barcelona goðsögnin Lionel Messi (8 mörk), Paris Saint-German stjarnan Neymar (9 mörk) og franski framherjinn Kylian Mbappe (12 mörk). Tavernier hefur meira að segja skorað fleiri mörk en Robert Lewandowski hjá Bayern München sem er með sextán mörk. Auðvitað er ekki það sama að spila í skosku deildinni og í stærstu deildum Evrópu. Það breytir ekki því að hægri bakvörður gæti unnið gullskóinn í skosku deildinni þar sem Tavernier er nú með tveggja marka forskot á næsta mann. Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Rangers vann sinn níunda deildarleik í röð á móti Dundee United í gær og er nú með þrettán stiga forskot á toppi skosku úrvalsdeildarinnar. Maðurinn á bak við bæði mörkin í leiknum var bakvörðurinn James Tavernier en hann skoraði fyrra markið og lagði svo upp sigurmark Connor Goldson. Markið hans Tavernier kom með skoti beint úr aukaspyrnu. His 17th goal of the season was an unreal free-kick James Tavernier also has 13 assists this season Posted by GiveMeSport on Sunnudagur, 13. desember 2020 Steven Gerrard hrósaði líka sínum leikmanni eftir leikinn. „Þessi aukaspyrna, það skiptir ekki máli hver þú ert eða fyrir hvern þú ert að spila, því þetta var heimsklassa afgreiðsla. Þetta voru smá galdrar,“ sagði Steven Gerrard. Hægri bakvörðurinn Tavernier er búinn að skora sautján mörk í öllum keppnum á þessu tímabili. Hann er búinn að spila 27 leiki og hefur auk markanna sautján einnig gefið þrettán stoðsendingar og er því að búa til meira en eitt mark í leik. Tavernier er að skora meira en margir af mestu markaskorurunum Evrópu. Hann hefur skorað meira en Tottenham framherjarnir Harry Kane (15 mörk) og Son Heung-min (13 mörk), Juventus súperstjarnan Cristiano Ronaldo (14 mörk), Barcelona goðsögnin Lionel Messi (8 mörk), Paris Saint-German stjarnan Neymar (9 mörk) og franski framherjinn Kylian Mbappe (12 mörk). Tavernier hefur meira að segja skorað fleiri mörk en Robert Lewandowski hjá Bayern München sem er með sextán mörk. Auðvitað er ekki það sama að spila í skosku deildinni og í stærstu deildum Evrópu. Það breytir ekki því að hægri bakvörður gæti unnið gullskóinn í skosku deildinni þar sem Tavernier er nú með tveggja marka forskot á næsta mann.
Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira