Tryggvi og Haukur Helgi loka Íslendingahringnum í beinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2020 15:30 Haukur Helgi Pálsson í leik með íslenska körfuboltalandsliðinu á Eurobasket. Getty sampics/Corbis Það er Íslendingaslagur í spænsku körfuboltadeildinni í kvöld þegar Morabanc Andorra fær Casademont Zaragoza í heimsókn í frestuðum leik úr 9. umferð ACB deildarinnar. Íslenskir landsliðsmenn eru í báðum liðum því Haukur Helgi Pálsson spilar með heimamönnum í Morabanc Andorra en Tryggvi Snær Hlinason er í liði gestanna frá Casademont Zaragoza. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir Tryggvi og Haukur mætast með sínum liðum í spænsku deildinni en báðir hafa þeir þegar mætt Martin Hermannssyni í Íslendingaslag í vetur. Martin Hermannsson hafði betur með Valencia í báðum þeim leikjum og var með 15 stig og 17,5 framlagsstig að meðaltali í leik. Eftir leikinn í kvöld verða íslensku strákarnir búnir að loka hringnum það er allir búnir að mætast að minnsta kosti einu sinni í deildinni í vetur. Haukur Helgi Pálsson missti af síðasta landsleikjaverkefni vegna kórónuveirusmit en er farinn að spila aftur. Haukur átti mjög fínan leik í Evrópukeppninni í vikunni þegar hann skoraði 21 stig og setti niður fimm þrista í 101-106 tapi á móti rússneska liðinu Lokomotiv Kuban Krasnodar. Það var gaman að sjá að Haukur er að finna taktinn á ný eftir veikindin og hann reynir að kóróna góða viku í kvöld. Hann er líka kominn með konu og barn út til sín sem hafði greinilega mjög góð áhrif á hann á móti Rússunum. Tryggvi Snær Hlinason hefur aðeins gefið eftir í síðustu leikjum en Bárðdælingurinn var með 6 stig, 4 fráköst, 3 varin skot og 3 troðslur í síðasta leik. Tryggvi er áfram efstur í deildinni í troðslum (2,3 í leik) og skotnýtingu (83 prósent) Tryggvi Snær Hlinason er með 9,4 stig, 5,8 fráköst og 14,4 framlagsstig að meðaltali í tólf deildarleikjum á tímabilinu. Haukur Helgi Pálsson er með 8,8 sitg, 2,0 fráköst og 8,1 framlagsstig að meðaltali í átta deildarleikjum á tímabilinu. Haukur er á lista yfir bestu þriggja stiga nýtinguna en hann hefur nýtt 40 prósent skota sinna fyrir utan sem setur hann í 41. sæti. Leikur Morabanc Andorra og Casademont Zaragoza hefst klukkan 17.30 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 17.20. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Innbyrðis leikir íslensku strákanna í ACB 2020-21: 25. september Valencia Basket - MoraBanc Andorra 91-76 Martin Hermannsson 14 stig, 4 stoðsendingar, 50% í 3ja (17 í framlag) Haukur Helgi Pálsson 6 stig, 2 stolnir, 40% í 3ja (2 í framlag) 24. október Valencia Basket - Casademont Zaragoza 93-84 Martin Hermannsson 16 stig, 2 stoðsendingar, 80% í 3ja (18 í framlag) Tryggvi Snær Hlinason 11 stig, 9 fráköst, 2 stoðsendingar, 100% skotnýting 3 varin (20 í framlag) 11. desember MoraBanc Andorra - Casademont Zaragoza ??-?? Fjöldi sigurleikja í Íslendingaslögum í ACB 2020-21: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Stigahæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Framlagshæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 1 Tryggvi Snær Hlinason 1 Haukur Helgi Pálsson 0 Spænski körfuboltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Íslenskir landsliðsmenn eru í báðum liðum því Haukur Helgi Pálsson spilar með heimamönnum í Morabanc Andorra en Tryggvi Snær Hlinason er í liði gestanna frá Casademont Zaragoza. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir Tryggvi og Haukur mætast með sínum liðum í spænsku deildinni en báðir hafa þeir þegar mætt Martin Hermannssyni í Íslendingaslag í vetur. Martin Hermannsson hafði betur með Valencia í báðum þeim leikjum og var með 15 stig og 17,5 framlagsstig að meðaltali í leik. Eftir leikinn í kvöld verða íslensku strákarnir búnir að loka hringnum það er allir búnir að mætast að minnsta kosti einu sinni í deildinni í vetur. Haukur Helgi Pálsson missti af síðasta landsleikjaverkefni vegna kórónuveirusmit en er farinn að spila aftur. Haukur átti mjög fínan leik í Evrópukeppninni í vikunni þegar hann skoraði 21 stig og setti niður fimm þrista í 101-106 tapi á móti rússneska liðinu Lokomotiv Kuban Krasnodar. Það var gaman að sjá að Haukur er að finna taktinn á ný eftir veikindin og hann reynir að kóróna góða viku í kvöld. Hann er líka kominn með konu og barn út til sín sem hafði greinilega mjög góð áhrif á hann á móti Rússunum. Tryggvi Snær Hlinason hefur aðeins gefið eftir í síðustu leikjum en Bárðdælingurinn var með 6 stig, 4 fráköst, 3 varin skot og 3 troðslur í síðasta leik. Tryggvi er áfram efstur í deildinni í troðslum (2,3 í leik) og skotnýtingu (83 prósent) Tryggvi Snær Hlinason er með 9,4 stig, 5,8 fráköst og 14,4 framlagsstig að meðaltali í tólf deildarleikjum á tímabilinu. Haukur Helgi Pálsson er með 8,8 sitg, 2,0 fráköst og 8,1 framlagsstig að meðaltali í átta deildarleikjum á tímabilinu. Haukur er á lista yfir bestu þriggja stiga nýtinguna en hann hefur nýtt 40 prósent skota sinna fyrir utan sem setur hann í 41. sæti. Leikur Morabanc Andorra og Casademont Zaragoza hefst klukkan 17.30 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 17.20. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Innbyrðis leikir íslensku strákanna í ACB 2020-21: 25. september Valencia Basket - MoraBanc Andorra 91-76 Martin Hermannsson 14 stig, 4 stoðsendingar, 50% í 3ja (17 í framlag) Haukur Helgi Pálsson 6 stig, 2 stolnir, 40% í 3ja (2 í framlag) 24. október Valencia Basket - Casademont Zaragoza 93-84 Martin Hermannsson 16 stig, 2 stoðsendingar, 80% í 3ja (18 í framlag) Tryggvi Snær Hlinason 11 stig, 9 fráköst, 2 stoðsendingar, 100% skotnýting 3 varin (20 í framlag) 11. desember MoraBanc Andorra - Casademont Zaragoza ??-?? Fjöldi sigurleikja í Íslendingaslögum í ACB 2020-21: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Stigahæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Framlagshæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 1 Tryggvi Snær Hlinason 1 Haukur Helgi Pálsson 0
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Innbyrðis leikir íslensku strákanna í ACB 2020-21: 25. september Valencia Basket - MoraBanc Andorra 91-76 Martin Hermannsson 14 stig, 4 stoðsendingar, 50% í 3ja (17 í framlag) Haukur Helgi Pálsson 6 stig, 2 stolnir, 40% í 3ja (2 í framlag) 24. október Valencia Basket - Casademont Zaragoza 93-84 Martin Hermannsson 16 stig, 2 stoðsendingar, 80% í 3ja (18 í framlag) Tryggvi Snær Hlinason 11 stig, 9 fráköst, 2 stoðsendingar, 100% skotnýting 3 varin (20 í framlag) 11. desember MoraBanc Andorra - Casademont Zaragoza ??-?? Fjöldi sigurleikja í Íslendingaslögum í ACB 2020-21: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Stigahæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 2 Haukur Helgi Pálsson 0 Tryggvi Snær Hlinason 0 Framlagshæsti Íslendingurinn á vellinum: Martin Hermannsson 1 Tryggvi Snær Hlinason 1 Haukur Helgi Pálsson 0
Spænski körfuboltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira