Arnar Þór: Ætlum að reyna ná í stig og fara áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 10. desember 2020 20:16 Arnar Þór á hliðarlínunni. vísir/bára Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska U21 árs landsliðsins, segir að íslenska liðið stefni ekki á að vera bara með í úrslitakeppni EM heldur ætli liðið sér einhverja hluti. Íslenska U21-árs landsliðið í knattspyrnu dróst í dag í riðil með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi í riðlakeppni EM U21 sem fer fram í Ungverjalandi á næsta ári. „Frakkarnir eru frábærir og Danirnir eru það líka. Rússarnir eru með aðeins fleiri íbúa en við Íslendingar svo þetta verður stórt verkefni en þetta verður erfitt verkefni,“ sagði Arnar Þór. „Við förum inn í riðilinn með það markmið að stríða hinum liðunum. Auðvitað viljum við fara áfram. Við settum okkar það markmið fyrir undankeppnina að fara á lokakeppnina. Sem þjálfari og leikmaður fer maður ekki inn í svona riðil með þann hugsunarhátt að vera bara með. Við erum ekki þar. Við ætlum að ná í stig og reyna fara áfram en það er stærra markmiðið að halda áfram að þróa leikmenn.“ Arnar benti á hvað gerðist eftir EM 2011 er leikmenn eins og Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson fóru með íslenska U21 árs landsliðinu á EM. „Við sáum árið 2011 hvað þetta getur verið mikilvægt fyrir framtíðina. Strákarnir eiga mikið hrós skilið fyrir að hafa búið til þennan vettvang, þennan stökkpall fyrir sjálfan sig, til þess að taka næsta skref á sínum ferli. Bæði sem lið fyrir Ísland og fyrir sjálfan sig sem einstakling. Markmiðið er að sjálfsögðu að fara áfram en við erum með önnur markmið og þeir eru meira framtíðar.“ Leikur Ísland þróaðist mikið í riðlakeppninni og undir lokin var liðið að ná í úrslit sem það hefði kannski ekki gert í upphafi riðilsins. „Bæði ég og Eiður höfum rætt mikið er að eftir fyrsta árið 2019 þá áttum við góða kafla í leikjum en gátum ekki klárað á því. Til að mynda úti á Ítalíu. Spiluðum vel en töpuðum 3-0. Núna síðasta haust þá vorum við orðnir meira þroskaðir og sáum það gegn Ítalíu hérna heima. Við erum að spila á móti liði þar sem eru margir frábærir leikmenn. Þeir eru aldir upp við það að vinna. Strákarnir okkar og liðið var komið á þann stað að þeir höndluðu þetta alveg. Það er mikilvægt að hafa þennan stíganda í þessu eins og þú segir.“ Guðjón Guðmundsson, Gaupi, kom inn á það að undanfarin ár hafi vantað hraða og styrk. „Sá fljótasti undanfarin ár kemur frá Jamaíka. Við eigum einn sem er að hluta til frá Jamaíka og það er Mikael Anderson. Hann er öskufljótur en þetta er ekki í okkar DNA. Við þurfum að spila út frá okkar styrkleikum og nota okkar styrki, sama í hvaða íþrótt það er. Við gerum þetta mjög vel frá liðsheildinni og frá því sem við erum góðir í.“ Klippa: Sportpakkinn - Arnar um U21 riðilinn KSÍ Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Íslenska U21-árs landsliðið í knattspyrnu dróst í dag í riðil með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi í riðlakeppni EM U21 sem fer fram í Ungverjalandi á næsta ári. „Frakkarnir eru frábærir og Danirnir eru það líka. Rússarnir eru með aðeins fleiri íbúa en við Íslendingar svo þetta verður stórt verkefni en þetta verður erfitt verkefni,“ sagði Arnar Þór. „Við förum inn í riðilinn með það markmið að stríða hinum liðunum. Auðvitað viljum við fara áfram. Við settum okkar það markmið fyrir undankeppnina að fara á lokakeppnina. Sem þjálfari og leikmaður fer maður ekki inn í svona riðil með þann hugsunarhátt að vera bara með. Við erum ekki þar. Við ætlum að ná í stig og reyna fara áfram en það er stærra markmiðið að halda áfram að þróa leikmenn.“ Arnar benti á hvað gerðist eftir EM 2011 er leikmenn eins og Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson fóru með íslenska U21 árs landsliðinu á EM. „Við sáum árið 2011 hvað þetta getur verið mikilvægt fyrir framtíðina. Strákarnir eiga mikið hrós skilið fyrir að hafa búið til þennan vettvang, þennan stökkpall fyrir sjálfan sig, til þess að taka næsta skref á sínum ferli. Bæði sem lið fyrir Ísland og fyrir sjálfan sig sem einstakling. Markmiðið er að sjálfsögðu að fara áfram en við erum með önnur markmið og þeir eru meira framtíðar.“ Leikur Ísland þróaðist mikið í riðlakeppninni og undir lokin var liðið að ná í úrslit sem það hefði kannski ekki gert í upphafi riðilsins. „Bæði ég og Eiður höfum rætt mikið er að eftir fyrsta árið 2019 þá áttum við góða kafla í leikjum en gátum ekki klárað á því. Til að mynda úti á Ítalíu. Spiluðum vel en töpuðum 3-0. Núna síðasta haust þá vorum við orðnir meira þroskaðir og sáum það gegn Ítalíu hérna heima. Við erum að spila á móti liði þar sem eru margir frábærir leikmenn. Þeir eru aldir upp við það að vinna. Strákarnir okkar og liðið var komið á þann stað að þeir höndluðu þetta alveg. Það er mikilvægt að hafa þennan stíganda í þessu eins og þú segir.“ Guðjón Guðmundsson, Gaupi, kom inn á það að undanfarin ár hafi vantað hraða og styrk. „Sá fljótasti undanfarin ár kemur frá Jamaíka. Við eigum einn sem er að hluta til frá Jamaíka og það er Mikael Anderson. Hann er öskufljótur en þetta er ekki í okkar DNA. Við þurfum að spila út frá okkar styrkleikum og nota okkar styrki, sama í hvaða íþrótt það er. Við gerum þetta mjög vel frá liðsheildinni og frá því sem við erum góðir í.“ Klippa: Sportpakkinn - Arnar um U21 riðilinn
KSÍ Fótbolti EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira