Kona fékk ofgreiddar bætur, missti húsið og Tryggingastofnun uppskar 65 þúsund krónur Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2020 11:53 Tryggingastofnun krafðist nauðungasölu á fasteign konunnar við innheimtu á 590 þúsund krónum. Sneri innheimtan að ofgreiddum bótum. Sigríður Lillý Baldursdóttir er forstjóri TR. Umboðsmaður Alþingis telur að Tryggingastofnun hafi ekki gætt meðalhófs við innheimtu í máli konu sem krafin var um endurgreiðslu á 590 þúsund krónum vegna ofgreiddra bóta. Stofnunin krafðist nauðungarsölu á fasteign í eigu konunnar sem boðin var upp og seld á 23 milljónir króna. Tryggingastofnun fékk um 65 þúsund krónur í sinn hlut eftir að innheimtukostnaður hafði verið dreginn frá en eftirstöðvarnar voru afskrifaðar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var í dag. Þar segir að þrátt fyrir að Tryggingastofnun hafi heimildir til að krefjast endurgreiðslu á ofgreiddum bótum beri stofnuninni að gæta meðalhófs við slíka innheimtu. „Af því leiðir að stofnuninni er skylt að meta fyrir fram hvort krefjast eigi nauðungarsölu á heimilum bótaþega.“ Aflaði tekna erlendis á sama tíma og hún þáði endurhæfingarlífeyri Í álitinu kemur fram að samkvæmt gögnum hafi konan fengið greiddan endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun á árinu 2016. Á sama ári hafi hún aflað tekna erlendis. Að mati stofnunarinnar höfðu tekjurnar í för með sér að hún hafði fengið ofgreiddar bætur á árinu, alls um 590 þúsund krónur. Tryggingastofnun byggði aðgerðir sínar á að einstaklingurinn sem átti í hlut hefði sýnt af sér tómlæti í málinu. Hafi konan ekki brugðist við innheimtubréfum og hefði því haft tækifæri til að afstýra því að málið færi á þennan veg. Kjartan Bjarni Björgvinsson er settur umboðsmaður Alþingis.EFTA Brást skyldum sínum Settur umboðsmaður segir í álitinu að Tryggingastofnun hafi ekki rannsakað nægilega hvers eðlis erlendar tekjur konunnar voru, auk þess sem stofnunin hafi látið hjá líða að upplýsa konuna um rétt hennar til að óska eftir undanþágu frá endurkröfunni. „Þá láðist stofnuninni að leggja á það mat hvort nauðsynlegt væri að krefjast nauðungarsölu á heimili [konunnar], í samræmi við meðalhófsregluna, áður en salan fór fram.“ Í álitinu segir að við þessar aðstæður hafi engu að síður hvílt á stofnuninni ákveðnar skyldur sem stofnunin hafi brugðist. Þannig hefði Tryggingastofnun ekki lagt mat á nauðsyn þess að fara fram á nauðungarsölu til að innheimta kröfuna áður en það var gert. Ekki hefði heldur verið upplýst með fullnægjandi hætti hversu há endurkrafan ætti að vera eða veittar leiðbeiningar um að hægt væri að óska eftir undanþágu frá henni. Leiti leiða til að rétta hlut viðkomandi Í áliti setts umboðsmanns mælist hann til að Tryggingastofnun leiti leiða til að rétta hlut viðkomandi, kæmi fram beiðni þess efnis. „Að öðru leyti yrði það að vera verkefni dómstóla að meta réttaráhrif annmarkanna, yrði sú leið fyrir valinu. Þá beindi settur umboðsmaður því til stofnunarinnar að meta hvort tilefni væri til að taka almennt verklag hennar til skoðunar til að tryggja að meðferð endurkröfumála væri í samræmi við lög að því er varðaði að leiðbeina einstaklingum um að þeir gætu sótt um undanþágu frá endurkröfu,“ segir á vef umboðsmanns. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Tryggingastofnun fékk um 65 þúsund krónur í sinn hlut eftir að innheimtukostnaður hafði verið dreginn frá en eftirstöðvarnar voru afskrifaðar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var í dag. Þar segir að þrátt fyrir að Tryggingastofnun hafi heimildir til að krefjast endurgreiðslu á ofgreiddum bótum beri stofnuninni að gæta meðalhófs við slíka innheimtu. „Af því leiðir að stofnuninni er skylt að meta fyrir fram hvort krefjast eigi nauðungarsölu á heimilum bótaþega.“ Aflaði tekna erlendis á sama tíma og hún þáði endurhæfingarlífeyri Í álitinu kemur fram að samkvæmt gögnum hafi konan fengið greiddan endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun á árinu 2016. Á sama ári hafi hún aflað tekna erlendis. Að mati stofnunarinnar höfðu tekjurnar í för með sér að hún hafði fengið ofgreiddar bætur á árinu, alls um 590 þúsund krónur. Tryggingastofnun byggði aðgerðir sínar á að einstaklingurinn sem átti í hlut hefði sýnt af sér tómlæti í málinu. Hafi konan ekki brugðist við innheimtubréfum og hefði því haft tækifæri til að afstýra því að málið færi á þennan veg. Kjartan Bjarni Björgvinsson er settur umboðsmaður Alþingis.EFTA Brást skyldum sínum Settur umboðsmaður segir í álitinu að Tryggingastofnun hafi ekki rannsakað nægilega hvers eðlis erlendar tekjur konunnar voru, auk þess sem stofnunin hafi látið hjá líða að upplýsa konuna um rétt hennar til að óska eftir undanþágu frá endurkröfunni. „Þá láðist stofnuninni að leggja á það mat hvort nauðsynlegt væri að krefjast nauðungarsölu á heimili [konunnar], í samræmi við meðalhófsregluna, áður en salan fór fram.“ Í álitinu segir að við þessar aðstæður hafi engu að síður hvílt á stofnuninni ákveðnar skyldur sem stofnunin hafi brugðist. Þannig hefði Tryggingastofnun ekki lagt mat á nauðsyn þess að fara fram á nauðungarsölu til að innheimta kröfuna áður en það var gert. Ekki hefði heldur verið upplýst með fullnægjandi hætti hversu há endurkrafan ætti að vera eða veittar leiðbeiningar um að hægt væri að óska eftir undanþágu frá henni. Leiti leiða til að rétta hlut viðkomandi Í áliti setts umboðsmanns mælist hann til að Tryggingastofnun leiti leiða til að rétta hlut viðkomandi, kæmi fram beiðni þess efnis. „Að öðru leyti yrði það að vera verkefni dómstóla að meta réttaráhrif annmarkanna, yrði sú leið fyrir valinu. Þá beindi settur umboðsmaður því til stofnunarinnar að meta hvort tilefni væri til að taka almennt verklag hennar til skoðunar til að tryggja að meðferð endurkröfumála væri í samræmi við lög að því er varðaði að leiðbeina einstaklingum um að þeir gætu sótt um undanþágu frá endurkröfu,“ segir á vef umboðsmanns. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum, myndum og myndböndum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira