Conte reiður út í Capello: „Hugsaðu áður en þú spyrð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. desember 2020 15:31 Antonio Conte gat ekki leynt óánægju sinni eftir leikinn gegn Shakhtar Donetsk í gær. getty/Jonathan Moscrop Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, var langt frá því að vera sáttur eftir að hans menn duttu út úr Meistaradeild Evrópu og reifst meðal annars við Fabio Capello í sjónvarpsviðtali. Inter gerði markalaust jafntefli við Shakhtar Donetsk á heimavelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær. Fyrir vikið endaði Inter í neðsta sæti B-riðils og komst þar af leiðandi ekki einu sinni í Evrópudeildina eftir áramót. Eftir leikinn gegn Shakhtar mætti Conte í viðtal hjá Sky Sports þar sem Capello spurði hann nokkurra spurninga. Meðal þeirra var hvort Conte hefði ekki verið með neitt plan B í leiknum. Conte tók ekki vel í þá spurningu. „Hugsaðu áður en þú spyrð,“ svaraði Conte. „Jú, við vorum með plan B en ég mun ekki tala opinberlega um það því þá vita andstæðingar okkar af því og það verður gagnlaust.“ Eftir þetta stutta en vandræðalega viðtal sakaði Capello Conte um virðingarleysi. „Við fengum engar skýringar á leiknum. Það er auðvelt að koma hingað brosandi eftir sigur. En þú þarft að sýna öllum sem vinna í kringum fótboltann, fjölmiðlafólki og samherjum, meiri virðingu.“ Á blaðamannafundi eftir leikinn á San Siro í gær sagði Conte að Inter hefði verið óheppið með dómgæslu í Meistaradeildinni í haust. „Við höfum ekki haft heppnina með okkur þegar kemur að dómurum og VAR. Nú þegar við erum úr leik finnst mér ég þurfa að segja þetta: svo virðist sem Inter hafi ekki fengið nógu mikla virðingu, ef þú lítur til baka og horfir á atvikin sem voru ekki skoðuð eða metin,“ sagði Conte sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Meistaradeildinni á ferlinum. Capello stýrði AC Milan til sigurs í Meistaradeildinni 1994 og kom liðinu í úrslit keppninnar 1993 og 1995. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Ítalski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Inter gerði markalaust jafntefli við Shakhtar Donetsk á heimavelli í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gær. Fyrir vikið endaði Inter í neðsta sæti B-riðils og komst þar af leiðandi ekki einu sinni í Evrópudeildina eftir áramót. Eftir leikinn gegn Shakhtar mætti Conte í viðtal hjá Sky Sports þar sem Capello spurði hann nokkurra spurninga. Meðal þeirra var hvort Conte hefði ekki verið með neitt plan B í leiknum. Conte tók ekki vel í þá spurningu. „Hugsaðu áður en þú spyrð,“ svaraði Conte. „Jú, við vorum með plan B en ég mun ekki tala opinberlega um það því þá vita andstæðingar okkar af því og það verður gagnlaust.“ Eftir þetta stutta en vandræðalega viðtal sakaði Capello Conte um virðingarleysi. „Við fengum engar skýringar á leiknum. Það er auðvelt að koma hingað brosandi eftir sigur. En þú þarft að sýna öllum sem vinna í kringum fótboltann, fjölmiðlafólki og samherjum, meiri virðingu.“ Á blaðamannafundi eftir leikinn á San Siro í gær sagði Conte að Inter hefði verið óheppið með dómgæslu í Meistaradeildinni í haust. „Við höfum ekki haft heppnina með okkur þegar kemur að dómurum og VAR. Nú þegar við erum úr leik finnst mér ég þurfa að segja þetta: svo virðist sem Inter hafi ekki fengið nógu mikla virðingu, ef þú lítur til baka og horfir á atvikin sem voru ekki skoðuð eða metin,“ sagði Conte sem hefur ekki átt góðu gengi að fagna í Meistaradeildinni á ferlinum. Capello stýrði AC Milan til sigurs í Meistaradeildinni 1994 og kom liðinu í úrslit keppninnar 1993 og 1995. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Ítalski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira