Lýsir lokunina ólögmæta í erindi til þriggja ráðherra Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2020 13:43 Björn Leifsson eigandi World Glass. Vísir/egill Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum ólögmæta. Þetta kemur fram í formlegu erindi sem Björn sendi þremur ráðherrum í byrjun mánaðar, ásamt minnisblaði frá lögmönnum. Erindið, auk minnisblaðsins og erindi til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis frá 4. október, er birt á Facebook-síðu World Class í dag. Erindið er stílað á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Þar segir Björn að tekjufallið af völdum lokunar líkamsræktarstöðva, í alls um fjóra mánuði á árinu, sé gríðarlegt en tekjufalls- og lokunarstyrkir bæti það einungis að takmörkuðu leyti. Þá segir hann að takmarka megi aðgang að stöðvunum og tryggja fjarlægðarmörk með einföldum hætti, auk annarra ráðstafana sem sóttvarnalæknir mælir með. Vegna nýrrar reglugerðar stjórnvalda um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem hefur gildissvið frá 10. desember 2020...Posted by World Class Iceland on Miðvikudagur, 9. desember 2020 „Ég tek eftir því að í nálægum löndum eins og t.d. á Norðurlöndunum eru heilsuræktarstöðvar ekki lokaðar. Meira að segja í löndum þar sem ástand og útbreiðsla sóttarinnar hefur verið mun alvarlegri en hjá okkur, t.d. í Bretlandi, á það sama við,“ segir Björn. „Ég hef í vaxandi mæli spurt mig þeirrar spurningar af hverju það sama gildi ekki á Íslandi.“ Hann vísar því næst í álitsgerð tveggja lögmanna, þeirra Gests Jónssonar og Hilmars Gunnarssonar hjá Mörkinni lögmannsstofu. Telja ákvörðunina ekki lögmæta Þeir telja að ráðherra sé skylt að láta sömu sjónarmið ráða í ákvörðun um að opna rekstur heilsuræktarstöðva og í tilfelli sundstaða og annarrar íþróttaaðstöðu. Ákvörðun um að halda heilsuræktarstöðvum lokuðum þegar opnað er fyrir sambærilega starfsemi sé ekki lögmæt. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru af því að heilsuræktarstöðvar landsins fái að hefja starfsemi að nýju fer ég þess á leit að slík ákvörðun verði tekin með þeim takmörkunum einum sem styðjast við málefnaleg rök,“ skrifar Björn í bréfinu. Í minnisblaði lögmannanna frá 2. desember er jafnframt vísað til þess þegar ákvæði reglugerðar heilbrigðisráðherra frá 19. október heimilaði opnun líkamsræktarstöðva „að uppfylltum ströngum skilyrðum“. Þá var niðurstaða ráðuneytisins á þá leið að ekki væri stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum þar sem unnt væri að uppfylla sömu skilyrði og gilda um íþróttastarf. Líkamsræktarstöðvar máttu þannig bjóða upp á hóptíma að uppfylltum skilyrðum en margar hurfu þó frá ákvörðun um slíkt í kjölfar gagnrýni. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Birni það sem af er degi. Fleiri eru þó á sama máli og hann; Vísir greindi frá því í gær að eigendur líkamsræktarstöðva íhuguðu nú að höfða mál gegn stjórnvöldum vegna sóttvarnaaðgerða. Fram kom í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að skemmtistaða- og kráareigendur, sem hefur verið gert að hafa lokað síðan í haust, íhuguðu einnig slíka málsókn. Líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar nær samfellt síðan 4. október. Með sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag er útlit fyrir að stöðvarnar verði lokaðar áfram til 12. janúar hið minnsta. Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18 Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Erindið, auk minnisblaðsins og erindi til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis frá 4. október, er birt á Facebook-síðu World Class í dag. Erindið er stílað á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. Þar segir Björn að tekjufallið af völdum lokunar líkamsræktarstöðva, í alls um fjóra mánuði á árinu, sé gríðarlegt en tekjufalls- og lokunarstyrkir bæti það einungis að takmörkuðu leyti. Þá segir hann að takmarka megi aðgang að stöðvunum og tryggja fjarlægðarmörk með einföldum hætti, auk annarra ráðstafana sem sóttvarnalæknir mælir með. Vegna nýrrar reglugerðar stjórnvalda um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem hefur gildissvið frá 10. desember 2020...Posted by World Class Iceland on Miðvikudagur, 9. desember 2020 „Ég tek eftir því að í nálægum löndum eins og t.d. á Norðurlöndunum eru heilsuræktarstöðvar ekki lokaðar. Meira að segja í löndum þar sem ástand og útbreiðsla sóttarinnar hefur verið mun alvarlegri en hjá okkur, t.d. í Bretlandi, á það sama við,“ segir Björn. „Ég hef í vaxandi mæli spurt mig þeirrar spurningar af hverju það sama gildi ekki á Íslandi.“ Hann vísar því næst í álitsgerð tveggja lögmanna, þeirra Gests Jónssonar og Hilmars Gunnarssonar hjá Mörkinni lögmannsstofu. Telja ákvörðunina ekki lögmæta Þeir telja að ráðherra sé skylt að láta sömu sjónarmið ráða í ákvörðun um að opna rekstur heilsuræktarstöðva og í tilfelli sundstaða og annarrar íþróttaaðstöðu. Ákvörðun um að halda heilsuræktarstöðvum lokuðum þegar opnað er fyrir sambærilega starfsemi sé ekki lögmæt. „Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru af því að heilsuræktarstöðvar landsins fái að hefja starfsemi að nýju fer ég þess á leit að slík ákvörðun verði tekin með þeim takmörkunum einum sem styðjast við málefnaleg rök,“ skrifar Björn í bréfinu. Í minnisblaði lögmannanna frá 2. desember er jafnframt vísað til þess þegar ákvæði reglugerðar heilbrigðisráðherra frá 19. október heimilaði opnun líkamsræktarstöðva „að uppfylltum ströngum skilyrðum“. Þá var niðurstaða ráðuneytisins á þá leið að ekki væri stætt á því að banna hreyfingu í líkamsræktarstöðvum þar sem unnt væri að uppfylla sömu skilyrði og gilda um íþróttastarf. Líkamsræktarstöðvar máttu þannig bjóða upp á hóptíma að uppfylltum skilyrðum en margar hurfu þó frá ákvörðun um slíkt í kjölfar gagnrýni. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Birni það sem af er degi. Fleiri eru þó á sama máli og hann; Vísir greindi frá því í gær að eigendur líkamsræktarstöðva íhuguðu nú að höfða mál gegn stjórnvöldum vegna sóttvarnaaðgerða. Fram kom í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins að skemmtistaða- og kráareigendur, sem hefur verið gert að hafa lokað síðan í haust, íhuguðu einnig slíka málsókn. Líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar nær samfellt síðan 4. október. Með sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag er útlit fyrir að stöðvarnar verði lokaðar áfram til 12. janúar hið minnsta.
Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06 Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18 Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. 9. desember 2020 09:06
Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. 8. desember 2020 17:18
Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. 8. desember 2020 14:53