Niðurstaða í málum KR og Fram liggur fyrir á morgun eða hinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2020 11:48 Kvennalið KR átti enn veika von um að halda sér í Pepsi Max-deildinni þegar keppni á Íslandsmótinu var hætt. vísir/hulda margrét Niðurstaða áfrýjunardómstóls KSÍ í málum KR og Fram ætti að liggja fyrir á morgun eða hinn. KR kærði þá ákvörðun stjórnar KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu 30. október síðastliðinn og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi. Fram fór fram á að viðurkennt yrði að Leiknir R. og Fram væru jafnstæð og að ákvörðunin um að Leiknir hlyti sæti í Pepsi Max-deild karla yrði ógild. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði upphaflega kröfum KR og Fram frá. Þeim úrskurði var svo áfrýjað til áfrýjunardómstóls KSÍ. Hann kvað á um að nefndin þyrfti að taka málin til efnislegrar meðferðar sem var gert. Kröfum KR og Fram var hafnað en félögin áfrýjuðu þeirri niðurstöðu svo aftur til áfrýjunardómstóls KSÍ sem hefur tekið málið fyrir og fundað um það. „Upphaflega vonaðist ég til að þetta myndi klárast seinni partinn í dag en það gæti dregist fram á morgun eða hinn. Það gerist allavega í þessari viku. Ég á ekki von á því að það dragist fram yfir helgi. Það er búið að funda og það er bara verið að vinna í dómnum,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í morgun. Karlalið Fram sat eftir með sárt ennið í Lengjudeildinni.vísir/hag En hvað geta KR og Fram gert ef áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðar félögunum ekki í hag? „Áfrýjun til ÍSÍ er háð mjög þröngum skilyrðum. Í lögum ÍSÍ og reglum um áfrýjunardómstól ÍSÍ segir að þangað sé einungis hægt að áfrýja málum sem varða Ólympíusáttmálann. Ég veit ekki hvort það falli undir þessi tilfelli en það þyrfti allavega að rökstyðja það sérstaklega,“ svaraði Haukur. „En annars er það Alþjóða íþróttadómstólinn, CAS. Yfirleitt er miðað við að áfrýjunarfresturinn til hans sé 21 dagur.“ Ákvörðun stjórnar KSÍ að flauta Íslandsmótið af kom illa við bæði KR og Fram. Karlalið KR átti möguleika á að komast í Evrópukeppni, bæði í gegnum Pepsi Max-deildina og Mjólkurbikarinn, og kvennalið KR átti enn möguleika á að halda sæti sínu í Pepsi Max-deildinni. Hvað Fram varðar endaði liðið í 3. sæti Lengjudeildarinnar. Frammarar voru með jafn mörg stig og Leiknismenn en lakari markatölu. Breiðhyltingar fóru því upp í Pepsi Max-deildina ásamt Keflvíkingum sem unnu Lengjudeildina. KSÍ KR Fram Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tengdar fréttir KR og Fram ætla að áfrýja „Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. 26. nóvember 2020 11:45 Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54 Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Sjá meira
KR kærði þá ákvörðun stjórnar KSÍ að hætta keppni á Íslandsmótinu 30. október síðastliðinn og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi. Fram fór fram á að viðurkennt yrði að Leiknir R. og Fram væru jafnstæð og að ákvörðunin um að Leiknir hlyti sæti í Pepsi Max-deild karla yrði ógild. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vísaði upphaflega kröfum KR og Fram frá. Þeim úrskurði var svo áfrýjað til áfrýjunardómstóls KSÍ. Hann kvað á um að nefndin þyrfti að taka málin til efnislegrar meðferðar sem var gert. Kröfum KR og Fram var hafnað en félögin áfrýjuðu þeirri niðurstöðu svo aftur til áfrýjunardómstóls KSÍ sem hefur tekið málið fyrir og fundað um það. „Upphaflega vonaðist ég til að þetta myndi klárast seinni partinn í dag en það gæti dregist fram á morgun eða hinn. Það gerist allavega í þessari viku. Ég á ekki von á því að það dragist fram yfir helgi. Það er búið að funda og það er bara verið að vinna í dómnum,“ sagði Haukur í samtali við Vísi í morgun. Karlalið Fram sat eftir með sárt ennið í Lengjudeildinni.vísir/hag En hvað geta KR og Fram gert ef áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðar félögunum ekki í hag? „Áfrýjun til ÍSÍ er háð mjög þröngum skilyrðum. Í lögum ÍSÍ og reglum um áfrýjunardómstól ÍSÍ segir að þangað sé einungis hægt að áfrýja málum sem varða Ólympíusáttmálann. Ég veit ekki hvort það falli undir þessi tilfelli en það þyrfti allavega að rökstyðja það sérstaklega,“ svaraði Haukur. „En annars er það Alþjóða íþróttadómstólinn, CAS. Yfirleitt er miðað við að áfrýjunarfresturinn til hans sé 21 dagur.“ Ákvörðun stjórnar KSÍ að flauta Íslandsmótið af kom illa við bæði KR og Fram. Karlalið KR átti möguleika á að komast í Evrópukeppni, bæði í gegnum Pepsi Max-deildina og Mjólkurbikarinn, og kvennalið KR átti enn möguleika á að halda sæti sínu í Pepsi Max-deildinni. Hvað Fram varðar endaði liðið í 3. sæti Lengjudeildarinnar. Frammarar voru með jafn mörg stig og Leiknismenn en lakari markatölu. Breiðhyltingar fóru því upp í Pepsi Max-deildina ásamt Keflvíkingum sem unnu Lengjudeildina.
KSÍ KR Fram Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tengdar fréttir KR og Fram ætla að áfrýja „Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. 26. nóvember 2020 11:45 Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54 Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Sjá meira
KR og Fram ætla að áfrýja „Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. 26. nóvember 2020 11:45
Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54
Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23
Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01
Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03
KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30