Einkenni algengra aldursfordóma á vinnustöðum Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. desember 2020 07:00 Veist þú í hverju einkenni aldursfordóma felast á vinnustöðum? Það langar engum að upplifa aldursfordóma þegar að við eldumst. Vísir/Getty Aldursfordómar hafa orðið nokkuð undir í umræðum síðustu ára um fordóma á vinnustöðum og forvarnir gegn þeim. Meira er rætt um aðgerðir og forvarnir gegn kynfordómum, kynvitund, kynhneigð, þjóðerni og trú. En flest öll eldumst við og því eru aldursfordómar sem eru allra hagur að séu ekki til staðar. Því hvern langar að upplifa þessa fordóma þegar líður að síðustu árum í starfi? Hér eru nokkur dæmi um einkenni aldursfordóma: Kennsla á nýjungum, breyttum verkferlum, tækni og fleira er frekar úthlutað eða beint til yngri starfsfólks en eldri Nýjum verkefnum er síður úthlutað til eldri starfsmanna Eldri starfsmenn eru skildir út undan Öðruvísi kröfur um frí, þ.e. þeir sem eiga uppkomin börn eiga sjálfkrafa að dekka sumarfrístímann í vinnu þegar yngra starfsfólk þarf að vera heima vegna barna Aldurstengt grín sem fólk áttar sig ekki á að geta sært Eldra starfsfólk fær síður stöðuhækkun eða launahækkun Ráð til stjórnenda Ekki gera ráð fyrir að aldursfordómar séu ekki til staðar á þínum vinnustað. Stjórnendur þurfa að byrja á því að velta fyrir sér sínu eigin viðhorfi eða hegðunarmynstri gagnvart starfsfólki á mismunandi aldri. Hvað er öðruvísi? Eitt ráðið sem eldra starfsfólki er gefið er að leita til yngra fólks og biðja það um að vera sinn mentor í kennslu fyrir nýjungum, s.s. í tækni. Oft geta skapast skemmtileg tengsl út frá þessu.Vísir/Getty Ráð fyrir eldri starfsmenn Vertu óhrædd/ur við að læra eitthvað nýtt og biðja um hjálp. Ein sniðug leið getur verið að fá einn af yngri starfsmönnunum til að vera mentorinn þinn. Útkoman getur verið skemmtileg og góð Afsannaðu mýtur um að eldra starfsfólk með því að vera jákvæð/ur gagnvart nýjungum, s.s. nýjum verkefnum, að læra eitthvað nýtt, taka þátt í félagsskap og fleira Dragðu úr sögum frá því í „gamla daga.“ Þú þarft ekki að hætta að segja þær en ef þú minnist gamalla tíma mjög oft ertu í raun sjálf/ur að draga fram aldurinn þinn (en vilt draga úr aldursfordómum) Haltu áfram að reyna að gera betur. Þetta er einkenni ungs fólks á framabraut og ekkert sem segir að þú eigir að slá af þessari kröfu þótt árafjöldinn sé farinn að telja Haltu áfram að vera með augun opin fyrir nýjum tækifærum. Innan sem utan vinnustaðarins. Þetta á einnig við um að virkja þig í félagslegum tengslum og tengslaneti. Ráð fyrir allt starfsfólk Er tilefni til aðgerða? Ef þú telur ástæðu til að vinnustaðurinn þinn grípi til aðgerða, skaltu skrá niður dæmi (dagsetningar, atburðir, setningar osfrv.) sem þér finnst lýsandi aldursfordómar á þínum vinnustað. Leitaðu síðan til stjórnenda eða mannauðsstjóra og óskaðu eftir því að málefnið verði rætt og það skoðað. Góðu ráðin Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Starfsframi Tengdar fréttir Gáttuð á niðurlægingu vinnufélaganna gagnvart föður hennar Dóttir manns sem mætti til vinnu eftir þrálát veikindi í fyrradag kveðst gáttuð og sorgmædd yfir móttökunum sem hann fékk hjá vinnufélögum sínum. Hún segir þá hafa niðurlægt föður sinn og ekkert skeytt um heilsufar hans og aðstæður. Fyrirtækið hefur brugðist við málinu og beðist afsökunar. 2. desember 2020 20:48 Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
En flest öll eldumst við og því eru aldursfordómar sem eru allra hagur að séu ekki til staðar. Því hvern langar að upplifa þessa fordóma þegar líður að síðustu árum í starfi? Hér eru nokkur dæmi um einkenni aldursfordóma: Kennsla á nýjungum, breyttum verkferlum, tækni og fleira er frekar úthlutað eða beint til yngri starfsfólks en eldri Nýjum verkefnum er síður úthlutað til eldri starfsmanna Eldri starfsmenn eru skildir út undan Öðruvísi kröfur um frí, þ.e. þeir sem eiga uppkomin börn eiga sjálfkrafa að dekka sumarfrístímann í vinnu þegar yngra starfsfólk þarf að vera heima vegna barna Aldurstengt grín sem fólk áttar sig ekki á að geta sært Eldra starfsfólk fær síður stöðuhækkun eða launahækkun Ráð til stjórnenda Ekki gera ráð fyrir að aldursfordómar séu ekki til staðar á þínum vinnustað. Stjórnendur þurfa að byrja á því að velta fyrir sér sínu eigin viðhorfi eða hegðunarmynstri gagnvart starfsfólki á mismunandi aldri. Hvað er öðruvísi? Eitt ráðið sem eldra starfsfólki er gefið er að leita til yngra fólks og biðja það um að vera sinn mentor í kennslu fyrir nýjungum, s.s. í tækni. Oft geta skapast skemmtileg tengsl út frá þessu.Vísir/Getty Ráð fyrir eldri starfsmenn Vertu óhrædd/ur við að læra eitthvað nýtt og biðja um hjálp. Ein sniðug leið getur verið að fá einn af yngri starfsmönnunum til að vera mentorinn þinn. Útkoman getur verið skemmtileg og góð Afsannaðu mýtur um að eldra starfsfólk með því að vera jákvæð/ur gagnvart nýjungum, s.s. nýjum verkefnum, að læra eitthvað nýtt, taka þátt í félagsskap og fleira Dragðu úr sögum frá því í „gamla daga.“ Þú þarft ekki að hætta að segja þær en ef þú minnist gamalla tíma mjög oft ertu í raun sjálf/ur að draga fram aldurinn þinn (en vilt draga úr aldursfordómum) Haltu áfram að reyna að gera betur. Þetta er einkenni ungs fólks á framabraut og ekkert sem segir að þú eigir að slá af þessari kröfu þótt árafjöldinn sé farinn að telja Haltu áfram að vera með augun opin fyrir nýjum tækifærum. Innan sem utan vinnustaðarins. Þetta á einnig við um að virkja þig í félagslegum tengslum og tengslaneti. Ráð fyrir allt starfsfólk Er tilefni til aðgerða? Ef þú telur ástæðu til að vinnustaðurinn þinn grípi til aðgerða, skaltu skrá niður dæmi (dagsetningar, atburðir, setningar osfrv.) sem þér finnst lýsandi aldursfordómar á þínum vinnustað. Leitaðu síðan til stjórnenda eða mannauðsstjóra og óskaðu eftir því að málefnið verði rætt og það skoðað.
Góðu ráðin Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Starfsframi Tengdar fréttir Gáttuð á niðurlægingu vinnufélaganna gagnvart föður hennar Dóttir manns sem mætti til vinnu eftir þrálát veikindi í fyrradag kveðst gáttuð og sorgmædd yfir móttökunum sem hann fékk hjá vinnufélögum sínum. Hún segir þá hafa niðurlægt föður sinn og ekkert skeytt um heilsufar hans og aðstæður. Fyrirtækið hefur brugðist við málinu og beðist afsökunar. 2. desember 2020 20:48 Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Gáttuð á niðurlægingu vinnufélaganna gagnvart föður hennar Dóttir manns sem mætti til vinnu eftir þrálát veikindi í fyrradag kveðst gáttuð og sorgmædd yfir móttökunum sem hann fékk hjá vinnufélögum sínum. Hún segir þá hafa niðurlægt föður sinn og ekkert skeytt um heilsufar hans og aðstæður. Fyrirtækið hefur brugðist við málinu og beðist afsökunar. 2. desember 2020 20:48
Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir. 24. ágúst 2020 09:00