Anníe Mist: Svaraði strax já en þurfti síðan að breyta því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2020 09:01 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sína Freyju Mist sem breytti mjög miklu fyrir íslensku CrossFit goðsögnina á árinu 2020. Instagram/@anniethorisdottir Lífið getur breyst á augabragði og komið með nýja og öðruvísi áskorun fyrir íþróttafólk. Gott dæmi um það er síðasta CrossFit tímabil hjá Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe Mist var í toppformi fyrir ári síðan, nýbúin að tryggja sér annað sæti í The Open og fram undan voru átta undirbúningsmánuðir fyrir komandi heimsleika í CrossFit. Lífið leiddi hana hins vegar snögglega af þeirri leið. Anníe Mist Þórisdóttir rifjaði það upp á Instagram siðu sinni að fyrir einu ári síðan, í desember 2019, þá var opna hluta heimsleikanna lokið og Anníe hafði tryggt sér sæti á heimsleikunum 2020 með því að enda í öðru sæti á eftir Söru Sigmundsdóttur. Það fór samt aldrei svo að Anníe Mist tæki þátt í heimsleikunum því fljótlega á nýju ári kom í ljós að hún væri ófrísk og það væri von á dóttur á sama tíma og heimsleikarnir áttu að fara fram. Anníe Mist gaf eftir sætið sitt og Freyja Mist kom síðan í heiminn 10. ágúst síðastliðinn. „Klikkað að hugsa til þess að á þessum tíma fyrir ári síðan þá var The Open búið og við vorum farin að fá boð á heimsleikana 2020. Ég svaraði strax já eftir að hafa náð öðrum besta árangrinum. Ég var þvílíkt tilbúin,“ skrifaði Anníe Mist. „Nokkrum mánuðum síðar þá gaf ég eftir sætið mitt. Ég hafði þá fengið allt aðra áskorun,“ skrifaði Anníe Mist. Barnið kom í heiminn fyrir rétt tæpum fjórum mánuðum síðan en Anníe Mist hefur fyrir nokkru hafið æfingar af fullum krafti. Hún hefur skrifaði um mikilvægi þess að vera þolinmóð því þetta taki allt meiri tíma en hún bjóst við. Anníe Mist nýtur því góðs af því að The Open er nú komið aftur á sinn vanalega tíma í febrúar og því fær hún tvo mánuði til viðbótar til að vinna sig til baka eftir barnsburðinn. „Ég get ekki sagt annað en að ég sé ánægð með að The Open sé komið aftur í febrúar,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira
Anníe Mist var í toppformi fyrir ári síðan, nýbúin að tryggja sér annað sæti í The Open og fram undan voru átta undirbúningsmánuðir fyrir komandi heimsleika í CrossFit. Lífið leiddi hana hins vegar snögglega af þeirri leið. Anníe Mist Þórisdóttir rifjaði það upp á Instagram siðu sinni að fyrir einu ári síðan, í desember 2019, þá var opna hluta heimsleikanna lokið og Anníe hafði tryggt sér sæti á heimsleikunum 2020 með því að enda í öðru sæti á eftir Söru Sigmundsdóttur. Það fór samt aldrei svo að Anníe Mist tæki þátt í heimsleikunum því fljótlega á nýju ári kom í ljós að hún væri ófrísk og það væri von á dóttur á sama tíma og heimsleikarnir áttu að fara fram. Anníe Mist gaf eftir sætið sitt og Freyja Mist kom síðan í heiminn 10. ágúst síðastliðinn. „Klikkað að hugsa til þess að á þessum tíma fyrir ári síðan þá var The Open búið og við vorum farin að fá boð á heimsleikana 2020. Ég svaraði strax já eftir að hafa náð öðrum besta árangrinum. Ég var þvílíkt tilbúin,“ skrifaði Anníe Mist. „Nokkrum mánuðum síðar þá gaf ég eftir sætið mitt. Ég hafði þá fengið allt aðra áskorun,“ skrifaði Anníe Mist. Barnið kom í heiminn fyrir rétt tæpum fjórum mánuðum síðan en Anníe Mist hefur fyrir nokkru hafið æfingar af fullum krafti. Hún hefur skrifaði um mikilvægi þess að vera þolinmóð því þetta taki allt meiri tíma en hún bjóst við. Anníe Mist nýtur því góðs af því að The Open er nú komið aftur á sinn vanalega tíma í febrúar og því fær hún tvo mánuði til viðbótar til að vinna sig til baka eftir barnsburðinn. „Ég get ekki sagt annað en að ég sé ánægð með að The Open sé komið aftur í febrúar,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira