Gáfu Mæðrastyrksnefnd handprjónaðar ullarhúfur fyrir börn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. desember 2020 15:00 Alexsandra og Þórunn afhentu Mæðrastyrksnefnd gjöfina fyrr í dag. Vísir/Vilhelm Í dag afhentu Þórunn Ívarsdóttir og Alexsandra Berharð Guðmundsdóttir Mæðrastyrksnefnd veglega gjöf sem innihélt meðal annars tugi handprjónaðra ullarhúfa fyrir börn. Verkefnið framkvæmdu þær með því að fá íslenskar konur með sér í samprjón, í gegnum hlaðvarpið sitt Þokan. Viðbrögðin voru vonum framar og í dag gefa þær því afraksturinn af verkefninu sem þær kalla einfaldlega Engum kalt í vetur. Þórunn byrjaði að prjóna í fyrstu Covid bylgjunni eftir að hún sá Sölku Sól í sjónvarpinu að tala um sinn prjónaskap. Hún pantaði sér garn og prjóna í fyrsta verkefnið og þá var ekki aftur snúið. „Alexsandra fylgdi svo fast á eftir og kom í smá upprifjunartíma og höfum við ekki hætt síðan. Þó það sé nú ekki langur tími þá erum við báðar búnar að prjóna í kringum 30 til 40 hluti,“ segir Þórunn. „Okkur finnst báðum lang skemmtilegast að prjóna á börnin okkar og þá sérstaklega fallegar ullarpeysur,“ segir Alexsandra. Báðar eignuðust sitt fyrsta barn haustið 2018. Afskaplega hlý húfa „Við vörum með samprjón í október með hlustendum Þokunnar, hlaðvarpsins okkar. Við vorum að reyna að finna leiðir til að gera eitthvað persónulegt með fylgjendum okkar og það tókst svo sannarlega. Núna eigum við 60 nýjar vinkonur sem við deilum með prjónaskapnum, það er ekkert smá gaman og við lokum ekki hópunum eftir mánuðinn svo við eigum örugglega bráðum 200 vinkonur sem við fylgjumst að í prjónaskap.“ View this post on Instagram A post shared by THORUNN IVARS KNITS (@thorunnknits) Fyrir verkefni nóvember mánaðar völdu þær að prjóna ullarhúfu fyrir börn. „Harry maður Þórunnar kom með hugmyndina að prjóna á aðra en börnin okkar svona fyrir jólin þegar hann sá hvað við prjónuðum margar í október. Harry fékk þá hugmynd um að gefa afraksturinn til góðs málefnis og við slógum til og ætlum að endurtaka aftur næstu jól,“ segir Alexsandra. „Við erum afskaplega hrifnar af danska hönnuðinum Knitting for Olive en hún býr til guðdómlegar uppskriftir og varð einföld en afskaplega hlý og sæt ullarhúfa fyrir valinu sem nefnist Lille Rille Björne Hue. Hún er prjónuð slétt fram og til baka og því fljótleg og auðveld fyrir hvern sem er. Á sama tíma gerir garðaprjónið hana þétta og hlýja. Okkur fannst upplagt að velja húfu þar sem öll börn á Íslandi þurfa hlýja húfu yfir veturinn. Þegar við vorum komnar með þessa hugmynd var þessi uppskrift nýkomin og var því upplagt að gera húfu sem allar voru að gera í fyrsta skipti. Einföld og þægileg og hentar vel yngstu börnunum sem verkefnið var aðalega beint að,“ segir Þórunn. Alexsandra Bernharð og Þórunn Ívarsdóttir halda báðar úti vinsælum Instagram reikningum. Þær byrjuðu svo með hlaðvarp saman fyrir ári síðan með áherslu á móðurhlutverkið.Cathrerine Goce Notalegt að prjóna saman Húfurnar eru í kringum 40 talsins en einnig gefa þær fleiri fallegar prjónavörur eins og sokka, kraga og vettlinga sem þær vona að komi að góðum notum. Þær segjast ótrúlega þakklátar öllum þeim sem tóku þátt. „Við hugsuðum strax til Mæðrastyrksnefndar vegna þess að þar eru fataúthlutanir og það væri upplagt að einhver myndi stýra þessu þar en Einstök Börn ætla einnig að þiggja nokkrar húfur til að gefa þeim sem þurfa á að halda,“ útskýrir Þórunn. „Við prjónum saman á Snapchat en þar er auðvelt að senda myndir, myndskeið og texta á milli og fá svör við spurningum sem maður kynni að hafa varðandi uppskriftir og verkefnin,“ segir Alexsandra um það hvort allir geti verið með. Þær auglýsa alltaf á miðlunum sínum þegar farið er af stað í ný verkefni. „Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt og léttir manni alveg lífið núna á þessum tímum. Mjög notalegt að vera að prjóna saman með þrjátíu öðrum konum þó það sé í gegnum samfélagsmiðla,“ segir Þórunn. Þær eru því hvergi nærri hættar. Þær eru báðar einstaklega uppteknar þessa dagana. Alexsandra er á fullu í lokaprófum í meistaranámi sínu og Þórunn segist vera á haus í fyrirtækinu sínu Valhnetu, sem selur meðal annars einstök barnaleikföng. Samhliða þessu halda þær báðar úti hlaðvarpinu Þokan og vinsælum samfélagsmiðlum þar sem hægt er að fylgjast með því sem þær eru að gera. „Við vonum að viðtökurnar við þessu litla verkefni okkar verið góð og að aðsóknin verði tvöföld að ári. Fyrir okkur sem prjónum svona mikið og fötin safnast á börnin okkar og aðra í kringum okkur er yndislegt að fá að gefa nokkrar heimaprjónaðar flíkur á einhvern sem þarf meira á því að halda.“ Börn og uppeldi Hjálparstarf Prjónaskapur Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Sjá meira
Viðbrögðin voru vonum framar og í dag gefa þær því afraksturinn af verkefninu sem þær kalla einfaldlega Engum kalt í vetur. Þórunn byrjaði að prjóna í fyrstu Covid bylgjunni eftir að hún sá Sölku Sól í sjónvarpinu að tala um sinn prjónaskap. Hún pantaði sér garn og prjóna í fyrsta verkefnið og þá var ekki aftur snúið. „Alexsandra fylgdi svo fast á eftir og kom í smá upprifjunartíma og höfum við ekki hætt síðan. Þó það sé nú ekki langur tími þá erum við báðar búnar að prjóna í kringum 30 til 40 hluti,“ segir Þórunn. „Okkur finnst báðum lang skemmtilegast að prjóna á börnin okkar og þá sérstaklega fallegar ullarpeysur,“ segir Alexsandra. Báðar eignuðust sitt fyrsta barn haustið 2018. Afskaplega hlý húfa „Við vörum með samprjón í október með hlustendum Þokunnar, hlaðvarpsins okkar. Við vorum að reyna að finna leiðir til að gera eitthvað persónulegt með fylgjendum okkar og það tókst svo sannarlega. Núna eigum við 60 nýjar vinkonur sem við deilum með prjónaskapnum, það er ekkert smá gaman og við lokum ekki hópunum eftir mánuðinn svo við eigum örugglega bráðum 200 vinkonur sem við fylgjumst að í prjónaskap.“ View this post on Instagram A post shared by THORUNN IVARS KNITS (@thorunnknits) Fyrir verkefni nóvember mánaðar völdu þær að prjóna ullarhúfu fyrir börn. „Harry maður Þórunnar kom með hugmyndina að prjóna á aðra en börnin okkar svona fyrir jólin þegar hann sá hvað við prjónuðum margar í október. Harry fékk þá hugmynd um að gefa afraksturinn til góðs málefnis og við slógum til og ætlum að endurtaka aftur næstu jól,“ segir Alexsandra. „Við erum afskaplega hrifnar af danska hönnuðinum Knitting for Olive en hún býr til guðdómlegar uppskriftir og varð einföld en afskaplega hlý og sæt ullarhúfa fyrir valinu sem nefnist Lille Rille Björne Hue. Hún er prjónuð slétt fram og til baka og því fljótleg og auðveld fyrir hvern sem er. Á sama tíma gerir garðaprjónið hana þétta og hlýja. Okkur fannst upplagt að velja húfu þar sem öll börn á Íslandi þurfa hlýja húfu yfir veturinn. Þegar við vorum komnar með þessa hugmynd var þessi uppskrift nýkomin og var því upplagt að gera húfu sem allar voru að gera í fyrsta skipti. Einföld og þægileg og hentar vel yngstu börnunum sem verkefnið var aðalega beint að,“ segir Þórunn. Alexsandra Bernharð og Þórunn Ívarsdóttir halda báðar úti vinsælum Instagram reikningum. Þær byrjuðu svo með hlaðvarp saman fyrir ári síðan með áherslu á móðurhlutverkið.Cathrerine Goce Notalegt að prjóna saman Húfurnar eru í kringum 40 talsins en einnig gefa þær fleiri fallegar prjónavörur eins og sokka, kraga og vettlinga sem þær vona að komi að góðum notum. Þær segjast ótrúlega þakklátar öllum þeim sem tóku þátt. „Við hugsuðum strax til Mæðrastyrksnefndar vegna þess að þar eru fataúthlutanir og það væri upplagt að einhver myndi stýra þessu þar en Einstök Börn ætla einnig að þiggja nokkrar húfur til að gefa þeim sem þurfa á að halda,“ útskýrir Þórunn. „Við prjónum saman á Snapchat en þar er auðvelt að senda myndir, myndskeið og texta á milli og fá svör við spurningum sem maður kynni að hafa varðandi uppskriftir og verkefnin,“ segir Alexsandra um það hvort allir geti verið með. Þær auglýsa alltaf á miðlunum sínum þegar farið er af stað í ný verkefni. „Þetta er svo ótrúlega skemmtilegt og léttir manni alveg lífið núna á þessum tímum. Mjög notalegt að vera að prjóna saman með þrjátíu öðrum konum þó það sé í gegnum samfélagsmiðla,“ segir Þórunn. Þær eru því hvergi nærri hættar. Þær eru báðar einstaklega uppteknar þessa dagana. Alexsandra er á fullu í lokaprófum í meistaranámi sínu og Þórunn segist vera á haus í fyrirtækinu sínu Valhnetu, sem selur meðal annars einstök barnaleikföng. Samhliða þessu halda þær báðar úti hlaðvarpinu Þokan og vinsælum samfélagsmiðlum þar sem hægt er að fylgjast með því sem þær eru að gera. „Við vonum að viðtökurnar við þessu litla verkefni okkar verið góð og að aðsóknin verði tvöföld að ári. Fyrir okkur sem prjónum svona mikið og fötin safnast á börnin okkar og aðra í kringum okkur er yndislegt að fá að gefa nokkrar heimaprjónaðar flíkur á einhvern sem þarf meira á því að halda.“
Börn og uppeldi Hjálparstarf Prjónaskapur Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Sjá meira