Vormisserisumsóknir 60 prósent fleiri en í fyrra Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2020 09:04 Metfjöldi stundar nú nám við Háskóla Íslands eða tæplega 15.000 manns. Þeir verða fleiri á næsta ári. Vísir/Vilhelm Háskóla Íslands bárust hátt í 1.800 umsóknir um grunn- eða framhaldsnám fyrir komandi vormisseri og eru þær um 60 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum og segir að reikna megi með að um 16 þúsund nemendur verði í skólanum á næsta ári. Háskóla Íslands bárust hátt í 1.800 umsóknir um grunn- eða framhaldsnám fyrir komandi vormisseri og eru þær um 60 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum og segir að reikna megi með að um 16 þúsund nemendur verði í skólanum á næsta ári. „Háskóli Íslands hefur tekið inn nemendur í takmarkaðan hluta námsleiða í grunn- og framhaldsnámi á vormisseri ár hvert. Umsóknarfresti um grunnnám lauk 30. nóvember sl. og bárust skólanum alls 617 umsóknir. Það er um 50% fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra þegar þær voru 414. Framlengdum umsóknarfresti um framhaldsnám lauk 31. október en þó var hægt að sækja um innritun í tilteknar námsleiðir til viðbótarnáms á meistarastigi til 30. nóvember. Nú liggur fyrir að samanlagður fjöldi umsókna á framhaldsstigi er tæplega 1.150 en hann var tæplega 680 í fyrra. Fjölgun umsókna í framhaldsnámi nemur því nærri 70% milli ára og heildarfjölgun umsókna um nám við skólann á vormisseri nærri 60% á milli ára sem fyrr segir. Tekið skal fram að inni í þessum tölum eru ekki umsóknir um doktorsnám. Þessi mikli áhugi á námi við Háskóla Íslands kemur í kjölfar metfjölda umsókna sem skólanum barst í vor og helgast að líkindum af áhrifum kórónaveirunnar á íslenskt samfélag og atvinnulíf. Margir hafa kosið að sækja sér frekari menntun og efla þannig stöðu sína í því erfiða atvinnuástandi sem ríkir í landinu. Metfjöldi stundar nú nám við Háskóla Íslands eða tæplega 15.000 manns. Miðað við þann fjölda umsókna sem Háskólanum barst fyrir vormisseri má reikna með að nemendafjöldi við skólann verði vel í kringum 16 þúsund á nýju ári,“ segir í tilkynningunni. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Háskóla Íslands bárust hátt í 1.800 umsóknir um grunn- eða framhaldsnám fyrir komandi vormisseri og eru þær um 60 prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum og segir að reikna megi með að um 16 þúsund nemendur verði í skólanum á næsta ári. „Háskóli Íslands hefur tekið inn nemendur í takmarkaðan hluta námsleiða í grunn- og framhaldsnámi á vormisseri ár hvert. Umsóknarfresti um grunnnám lauk 30. nóvember sl. og bárust skólanum alls 617 umsóknir. Það er um 50% fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra þegar þær voru 414. Framlengdum umsóknarfresti um framhaldsnám lauk 31. október en þó var hægt að sækja um innritun í tilteknar námsleiðir til viðbótarnáms á meistarastigi til 30. nóvember. Nú liggur fyrir að samanlagður fjöldi umsókna á framhaldsstigi er tæplega 1.150 en hann var tæplega 680 í fyrra. Fjölgun umsókna í framhaldsnámi nemur því nærri 70% milli ára og heildarfjölgun umsókna um nám við skólann á vormisseri nærri 60% á milli ára sem fyrr segir. Tekið skal fram að inni í þessum tölum eru ekki umsóknir um doktorsnám. Þessi mikli áhugi á námi við Háskóla Íslands kemur í kjölfar metfjölda umsókna sem skólanum barst í vor og helgast að líkindum af áhrifum kórónaveirunnar á íslenskt samfélag og atvinnulíf. Margir hafa kosið að sækja sér frekari menntun og efla þannig stöðu sína í því erfiða atvinnuástandi sem ríkir í landinu. Metfjöldi stundar nú nám við Háskóla Íslands eða tæplega 15.000 manns. Miðað við þann fjölda umsókna sem Háskólanum barst fyrir vormisseri má reikna með að nemendafjöldi við skólann verði vel í kringum 16 þúsund á nýju ári,“ segir í tilkynningunni.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira