Bráðabirgðaforseti Barcelona segir að félagið hefði átt að selja Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2020 09:30 Lionel Messi gæti yfirgefið Barcelona á frjálsri sölu í sumar. EPA-EFE/Alejandro Garcia Lionel Messi vildi fara frá Barcelona í haust en forráðamenn Barcelona þá vildu ekki selja hann nema fyrir einhverja ruglaða upphæð. Það voru mistök samkvæmt bráðabirgðaforseta Barcelona. Carlos Tusquets settist tímabundið í forsetastólinn hjá Barcelona eftir að Josep Maria Bartomeu sagði af sér í lok október og hann er því með slæma fjárhagsstöðu félagsins á sínum herðum þessa dagana. Góð leið til að redda málunum hefði verið að selja Messi og losna um leið við það að himinhá laun argentínska knattspyrnusnillingsins. Barcelona hefði vissulega verið án Lionel Messi á þessu tímabili en um leið í miklu betri málum með fjármál sín ef félagið hefði selt argentínska snillinginn sinn í haust. Messi taldi sig hafa rétt til þess að fara frá félaginu á frjálsri sölu vegna ákvæðis í samningi sínum en þáverandi forseti, Josep Maria Bartomeu, gaf ekkert eftir. Það stefndi því í málarekstur en Messi vildi ekki enda Barcelona feril sinn í réttarsalnum. Barcelona should have sold Messi this summer to balance the books, according to acting club president Carles Tusquets. pic.twitter.com/r6ikzlp9sb— ESPN FC (@ESPNFC) December 3, 2020 Messi vandaði ekki forystu Barcelona kveðjurnar í framhaldinu og á endanum ákvað Josep Maria Bartomeu og öll stjórnin að segja af sér. Forsetakosningar eru framundan í janúar. „Þegar við tölum um fjárhagsstöðuna þá hefðum við átt að selja Messi í sumarglugganum,“ sagði Carlos Tusquets í útvarpsviðtali á RAC1. Það hefði kostað 700 milljónir evra að kaupa upp samninginn hjá Messi en Barcelona vildi ekki einu sinni fara í viðræður um kaupverð við áhugasöm lið eins og Manchester City. „Við hefðum sparað okkur að greiða launin hans og við hefðum líka fengið mikinn pening fyrir hann. Það hefði verið eftirsóknarvert í núverandi stöðu. Þetta er samt eitthvað sem þjálfarateymið hefði þurft algjölega að samþykkja“ sagði Tusquets. „LA Liga er að reyna að setja inn hámark á launagreiðslur og salan á Messi hefði hjálpað við að koma því á,“ sagði Tusquets. Lionel Messi er sagður vera með 500 þúsund evrur í vikulaun. Hann verður laus allra mála hjá Barcelona í sumar og má meira segja byrja að ræða við önnur félög í janúar. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
Carlos Tusquets settist tímabundið í forsetastólinn hjá Barcelona eftir að Josep Maria Bartomeu sagði af sér í lok október og hann er því með slæma fjárhagsstöðu félagsins á sínum herðum þessa dagana. Góð leið til að redda málunum hefði verið að selja Messi og losna um leið við það að himinhá laun argentínska knattspyrnusnillingsins. Barcelona hefði vissulega verið án Lionel Messi á þessu tímabili en um leið í miklu betri málum með fjármál sín ef félagið hefði selt argentínska snillinginn sinn í haust. Messi taldi sig hafa rétt til þess að fara frá félaginu á frjálsri sölu vegna ákvæðis í samningi sínum en þáverandi forseti, Josep Maria Bartomeu, gaf ekkert eftir. Það stefndi því í málarekstur en Messi vildi ekki enda Barcelona feril sinn í réttarsalnum. Barcelona should have sold Messi this summer to balance the books, according to acting club president Carles Tusquets. pic.twitter.com/r6ikzlp9sb— ESPN FC (@ESPNFC) December 3, 2020 Messi vandaði ekki forystu Barcelona kveðjurnar í framhaldinu og á endanum ákvað Josep Maria Bartomeu og öll stjórnin að segja af sér. Forsetakosningar eru framundan í janúar. „Þegar við tölum um fjárhagsstöðuna þá hefðum við átt að selja Messi í sumarglugganum,“ sagði Carlos Tusquets í útvarpsviðtali á RAC1. Það hefði kostað 700 milljónir evra að kaupa upp samninginn hjá Messi en Barcelona vildi ekki einu sinni fara í viðræður um kaupverð við áhugasöm lið eins og Manchester City. „Við hefðum sparað okkur að greiða launin hans og við hefðum líka fengið mikinn pening fyrir hann. Það hefði verið eftirsóknarvert í núverandi stöðu. Þetta er samt eitthvað sem þjálfarateymið hefði þurft algjölega að samþykkja“ sagði Tusquets. „LA Liga er að reyna að setja inn hámark á launagreiðslur og salan á Messi hefði hjálpað við að koma því á,“ sagði Tusquets. Lionel Messi er sagður vera með 500 þúsund evrur í vikulaun. Hann verður laus allra mála hjá Barcelona í sumar og má meira segja byrja að ræða við önnur félög í janúar.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira