Porto gagnrýndi Man City, Pep og Bernardo Silva eftir leik liðanna í vikunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 14:01 Pep Guardiola gefur Bernardo Silva leiðbeiningar í leik liðsins gegn Porto á þriðjudag. Jose Manuel Alvarez/Getty Images Það verður seint sagt að Porto og Manchester City séu vinafélög. Portúgalska liðið gaf það út að Bernardo Silva væri „sekur um kynþáttaníð“ fyrir leik liðanna í vikunni í Meistaradeild Evrópu. Þá skaut portúgalska félagið hart að Pep Guardiola, þjálfara Man City, og samstarfsmönnum hans ásamt því að láta Fernandinho fá það óþvegið. Porto virðast hafa gleymt því að árið 2012 voru stuðningsmenn þeirra dæmdir sekir fyrir um kynþáttaníð í garð Mario Balotelli, þáverandi leikmanns City. Fyrir 0-0 jafntefli liðanna á Estádio do Dragão-vellinum í Portúgal á þriðjudag kastaðist í kekki milli liðanna á nýjan leik. Í fréttabréfi Porto fyrir leik sagði til að mynda að Bernardo Silva – portúgalskur landsliðsmaður – væri „mótherji Porto sem væri þekktur fyrir að hafa verið dæmdur sekur um kynþáttaníð.“ Silva fékk eins leiks bann á síðasta ári fyrir að birta mynd af Benjamin Mendy, samherja sínum hjá Man City, ásamt umdeildu merki spænska sælgætisframleiðandans Conguitos á Twitter-síðu sinni. Í úrskurði hlutlausrar nefndar á vegum enska knattspyrnusambandsins sagði að hvorki kynþáttaníð né fordómar hefðu legið að baki birtingu hennar. This one felt so good!! pic.twitter.com/YrErJXUNub— Bernardo Silva (@BernardoCSilva) October 21, 2020 Eftir fyrri leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar – sem City vann - ásakaði Sergio Conceição, þjálfari Porto, kollega sinn hjá Man City, Pep Guardiola, sem og allt starfslið hans um að áreita fjórða dómara leiksins. Eitthvað sem Guardiola neitaði. Þá sagði Conceição að títtnefndur Silva væri barnalegur fyrir að tíst sem hann birti eftir áðurnefndan sigurleik. „Ég væri líka ósáttur ef ég gæti ekki unnið leiki með liðið og fjármagnið sem hann hefur,“ sagði Conceição um Pep eftir leik liðanna á þriðjudag. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Porto bregst illa við í aðstæðum sem þessum. Að þessu sinni eru þetta illa ígrunduð gagnrýni á einstaka leikmenn okkar sem og þjálfara, eitthvað sem við teljum ekki eigast við stoð að styðjast, “ sagði talsmaður City um málið. Strange reading the statement from Porto the game looked comfortable to me. Annoying part is the racism claim. No racism should be ignored and trying to deflect isn t going to work. Clearly selective memory, I m sure them receiving a fine for targeting Mario in 2012 just a memory pic.twitter.com/geHT8PBova— Joleon Lescott (@JoleonLescott) December 2, 2020 City er sem stendur á toppi C-riðils með 13 stig á meðan Porto er með 10 í 2. sæti. Bæði lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Þá skaut portúgalska félagið hart að Pep Guardiola, þjálfara Man City, og samstarfsmönnum hans ásamt því að láta Fernandinho fá það óþvegið. Porto virðast hafa gleymt því að árið 2012 voru stuðningsmenn þeirra dæmdir sekir fyrir um kynþáttaníð í garð Mario Balotelli, þáverandi leikmanns City. Fyrir 0-0 jafntefli liðanna á Estádio do Dragão-vellinum í Portúgal á þriðjudag kastaðist í kekki milli liðanna á nýjan leik. Í fréttabréfi Porto fyrir leik sagði til að mynda að Bernardo Silva – portúgalskur landsliðsmaður – væri „mótherji Porto sem væri þekktur fyrir að hafa verið dæmdur sekur um kynþáttaníð.“ Silva fékk eins leiks bann á síðasta ári fyrir að birta mynd af Benjamin Mendy, samherja sínum hjá Man City, ásamt umdeildu merki spænska sælgætisframleiðandans Conguitos á Twitter-síðu sinni. Í úrskurði hlutlausrar nefndar á vegum enska knattspyrnusambandsins sagði að hvorki kynþáttaníð né fordómar hefðu legið að baki birtingu hennar. This one felt so good!! pic.twitter.com/YrErJXUNub— Bernardo Silva (@BernardoCSilva) October 21, 2020 Eftir fyrri leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar – sem City vann - ásakaði Sergio Conceição, þjálfari Porto, kollega sinn hjá Man City, Pep Guardiola, sem og allt starfslið hans um að áreita fjórða dómara leiksins. Eitthvað sem Guardiola neitaði. Þá sagði Conceição að títtnefndur Silva væri barnalegur fyrir að tíst sem hann birti eftir áðurnefndan sigurleik. „Ég væri líka ósáttur ef ég gæti ekki unnið leiki með liðið og fjármagnið sem hann hefur,“ sagði Conceição um Pep eftir leik liðanna á þriðjudag. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Porto bregst illa við í aðstæðum sem þessum. Að þessu sinni eru þetta illa ígrunduð gagnrýni á einstaka leikmenn okkar sem og þjálfara, eitthvað sem við teljum ekki eigast við stoð að styðjast, “ sagði talsmaður City um málið. Strange reading the statement from Porto the game looked comfortable to me. Annoying part is the racism claim. No racism should be ignored and trying to deflect isn t going to work. Clearly selective memory, I m sure them receiving a fine for targeting Mario in 2012 just a memory pic.twitter.com/geHT8PBova— Joleon Lescott (@JoleonLescott) December 2, 2020 City er sem stendur á toppi C-riðils með 13 stig á meðan Porto er með 10 í 2. sæti. Bæði lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira