Porto gagnrýndi Man City, Pep og Bernardo Silva eftir leik liðanna í vikunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 14:01 Pep Guardiola gefur Bernardo Silva leiðbeiningar í leik liðsins gegn Porto á þriðjudag. Jose Manuel Alvarez/Getty Images Það verður seint sagt að Porto og Manchester City séu vinafélög. Portúgalska liðið gaf það út að Bernardo Silva væri „sekur um kynþáttaníð“ fyrir leik liðanna í vikunni í Meistaradeild Evrópu. Þá skaut portúgalska félagið hart að Pep Guardiola, þjálfara Man City, og samstarfsmönnum hans ásamt því að láta Fernandinho fá það óþvegið. Porto virðast hafa gleymt því að árið 2012 voru stuðningsmenn þeirra dæmdir sekir fyrir um kynþáttaníð í garð Mario Balotelli, þáverandi leikmanns City. Fyrir 0-0 jafntefli liðanna á Estádio do Dragão-vellinum í Portúgal á þriðjudag kastaðist í kekki milli liðanna á nýjan leik. Í fréttabréfi Porto fyrir leik sagði til að mynda að Bernardo Silva – portúgalskur landsliðsmaður – væri „mótherji Porto sem væri þekktur fyrir að hafa verið dæmdur sekur um kynþáttaníð.“ Silva fékk eins leiks bann á síðasta ári fyrir að birta mynd af Benjamin Mendy, samherja sínum hjá Man City, ásamt umdeildu merki spænska sælgætisframleiðandans Conguitos á Twitter-síðu sinni. Í úrskurði hlutlausrar nefndar á vegum enska knattspyrnusambandsins sagði að hvorki kynþáttaníð né fordómar hefðu legið að baki birtingu hennar. This one felt so good!! pic.twitter.com/YrErJXUNub— Bernardo Silva (@BernardoCSilva) October 21, 2020 Eftir fyrri leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar – sem City vann - ásakaði Sergio Conceição, þjálfari Porto, kollega sinn hjá Man City, Pep Guardiola, sem og allt starfslið hans um að áreita fjórða dómara leiksins. Eitthvað sem Guardiola neitaði. Þá sagði Conceição að títtnefndur Silva væri barnalegur fyrir að tíst sem hann birti eftir áðurnefndan sigurleik. „Ég væri líka ósáttur ef ég gæti ekki unnið leiki með liðið og fjármagnið sem hann hefur,“ sagði Conceição um Pep eftir leik liðanna á þriðjudag. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Porto bregst illa við í aðstæðum sem þessum. Að þessu sinni eru þetta illa ígrunduð gagnrýni á einstaka leikmenn okkar sem og þjálfara, eitthvað sem við teljum ekki eigast við stoð að styðjast, “ sagði talsmaður City um málið. Strange reading the statement from Porto the game looked comfortable to me. Annoying part is the racism claim. No racism should be ignored and trying to deflect isn t going to work. Clearly selective memory, I m sure them receiving a fine for targeting Mario in 2012 just a memory pic.twitter.com/geHT8PBova— Joleon Lescott (@JoleonLescott) December 2, 2020 City er sem stendur á toppi C-riðils með 13 stig á meðan Porto er með 10 í 2. sæti. Bæði lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Sjá meira
Þá skaut portúgalska félagið hart að Pep Guardiola, þjálfara Man City, og samstarfsmönnum hans ásamt því að láta Fernandinho fá það óþvegið. Porto virðast hafa gleymt því að árið 2012 voru stuðningsmenn þeirra dæmdir sekir fyrir um kynþáttaníð í garð Mario Balotelli, þáverandi leikmanns City. Fyrir 0-0 jafntefli liðanna á Estádio do Dragão-vellinum í Portúgal á þriðjudag kastaðist í kekki milli liðanna á nýjan leik. Í fréttabréfi Porto fyrir leik sagði til að mynda að Bernardo Silva – portúgalskur landsliðsmaður – væri „mótherji Porto sem væri þekktur fyrir að hafa verið dæmdur sekur um kynþáttaníð.“ Silva fékk eins leiks bann á síðasta ári fyrir að birta mynd af Benjamin Mendy, samherja sínum hjá Man City, ásamt umdeildu merki spænska sælgætisframleiðandans Conguitos á Twitter-síðu sinni. Í úrskurði hlutlausrar nefndar á vegum enska knattspyrnusambandsins sagði að hvorki kynþáttaníð né fordómar hefðu legið að baki birtingu hennar. This one felt so good!! pic.twitter.com/YrErJXUNub— Bernardo Silva (@BernardoCSilva) October 21, 2020 Eftir fyrri leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar – sem City vann - ásakaði Sergio Conceição, þjálfari Porto, kollega sinn hjá Man City, Pep Guardiola, sem og allt starfslið hans um að áreita fjórða dómara leiksins. Eitthvað sem Guardiola neitaði. Þá sagði Conceição að títtnefndur Silva væri barnalegur fyrir að tíst sem hann birti eftir áðurnefndan sigurleik. „Ég væri líka ósáttur ef ég gæti ekki unnið leiki með liðið og fjármagnið sem hann hefur,“ sagði Conceição um Pep eftir leik liðanna á þriðjudag. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Porto bregst illa við í aðstæðum sem þessum. Að þessu sinni eru þetta illa ígrunduð gagnrýni á einstaka leikmenn okkar sem og þjálfara, eitthvað sem við teljum ekki eigast við stoð að styðjast, “ sagði talsmaður City um málið. Strange reading the statement from Porto the game looked comfortable to me. Annoying part is the racism claim. No racism should be ignored and trying to deflect isn t going to work. Clearly selective memory, I m sure them receiving a fine for targeting Mario in 2012 just a memory pic.twitter.com/geHT8PBova— Joleon Lescott (@JoleonLescott) December 2, 2020 City er sem stendur á toppi C-riðils með 13 stig á meðan Porto er með 10 í 2. sæti. Bæði lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Sjá meira