Neymar: Mín heitasta ósk er að spila aftur með Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 10:01 Lionel Messi og Neyma voru frábærir saman hjá Barcelona liðinu. Getty/Elsa Neymar sýndi snilli sína á móti Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi en eftir leikinn vildi hann tala um góðan vin sinn í Barcelona liðinu. Brasilíumaðurinn Neymar afgreiddi Manchester United með tveimur mörkum í Meistaradeildinni í gærkvöldi en eftir leik fór hann að tala um Lionel Messi. Brasilíumaðurinn Neymar og Argentínumaðurinn Lionel Messi áttu góðan tíma saman hjá Barcelona en Neymar ákvað síðan að stökkva á peninga í París. Hlutirnir hafa ekki gengið alveg nógu vel síðan hjá Paris Saint Germain og fyrir vikið hefur Neymar verið að reyna finna leiðir til að komast aftur til Barcelona eða betur sagt aftur til Lionel Messi. Neymar expresses his desire to play with Messi again pic.twitter.com/7gPich5u7T— ESPN FC (@ESPNFC) December 3, 2020 Í sumar gæti komið upp ný staða þegar Messi rennur út á samningi hjá Barcelona og það gefur félögum eins og Paris Saint Germain tækifæri til að bjóða honum gull og græna skóga. Það myndi líka gleðja Neymar mikið. „Mín heitasta ósk er að spila aftur með Messi og fá tækifæri til að njóta þess að vera aftur með honum inn á vellinum,“ sagði Neymar eftir 3-1 sigur Barcelona á Manchester United í gær. „Hann má spila mína stöðu því ég myndi alveg sætta mig við það. Ég vil bara spila með honum á næsta tímabili því við verðum að gera það þá,“ sagði Neymar. Það er ekkert skrýtið að Neymar setji pressu á næsta tímabil því Messi er náttúrulega ekkert að verða yngri. Neymar to ESPN: What I want most is to play with Lionel Messi again. For sure we have to play together next year! . #ucl pic.twitter.com/bmqficIYHw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 2, 2020 Þessi orð Neymar munu líka ýta undir sögusagnirnar um að Messi sé að koma til Parísar. Messi vildi yfirgefa Barcelona eftir 8-2 tap á móti Bayern München í Meistaradeildinni í haust og þá leit út um tíma að hann væri að fara til Manchester City. Barcelona náði að loka það og freistar þess örugglega að halda sínum besta leikmanni í sögunni. Áhugi Manchester City virðist líka hafa minnka ef marka má fréttir í erlendum miðlum. Messi mun ekki ræða nýjan samning við Barcelona fyrr en eftir að nýr forseti er kosinn 24. janúar. Á þeim tíma er Messi líka kominn með leyfi til að ræða við önnur félög eins og Paris Saint Germain eða Manchester City. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar afgreiddi Manchester United með tveimur mörkum í Meistaradeildinni í gærkvöldi en eftir leik fór hann að tala um Lionel Messi. Brasilíumaðurinn Neymar og Argentínumaðurinn Lionel Messi áttu góðan tíma saman hjá Barcelona en Neymar ákvað síðan að stökkva á peninga í París. Hlutirnir hafa ekki gengið alveg nógu vel síðan hjá Paris Saint Germain og fyrir vikið hefur Neymar verið að reyna finna leiðir til að komast aftur til Barcelona eða betur sagt aftur til Lionel Messi. Neymar expresses his desire to play with Messi again pic.twitter.com/7gPich5u7T— ESPN FC (@ESPNFC) December 3, 2020 Í sumar gæti komið upp ný staða þegar Messi rennur út á samningi hjá Barcelona og það gefur félögum eins og Paris Saint Germain tækifæri til að bjóða honum gull og græna skóga. Það myndi líka gleðja Neymar mikið. „Mín heitasta ósk er að spila aftur með Messi og fá tækifæri til að njóta þess að vera aftur með honum inn á vellinum,“ sagði Neymar eftir 3-1 sigur Barcelona á Manchester United í gær. „Hann má spila mína stöðu því ég myndi alveg sætta mig við það. Ég vil bara spila með honum á næsta tímabili því við verðum að gera það þá,“ sagði Neymar. Það er ekkert skrýtið að Neymar setji pressu á næsta tímabil því Messi er náttúrulega ekkert að verða yngri. Neymar to ESPN: What I want most is to play with Lionel Messi again. For sure we have to play together next year! . #ucl pic.twitter.com/bmqficIYHw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 2, 2020 Þessi orð Neymar munu líka ýta undir sögusagnirnar um að Messi sé að koma til Parísar. Messi vildi yfirgefa Barcelona eftir 8-2 tap á móti Bayern München í Meistaradeildinni í haust og þá leit út um tíma að hann væri að fara til Manchester City. Barcelona náði að loka það og freistar þess örugglega að halda sínum besta leikmanni í sögunni. Áhugi Manchester City virðist líka hafa minnka ef marka má fréttir í erlendum miðlum. Messi mun ekki ræða nýjan samning við Barcelona fyrr en eftir að nýr forseti er kosinn 24. janúar. Á þeim tíma er Messi líka kominn með leyfi til að ræða við önnur félög eins og Paris Saint Germain eða Manchester City.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira