Formaður KKÍ vonsvikinn og reiður með tíðindi dagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2020 14:01 Hannes S. Jónsson afhendir Hlyni Bæringssyni, fyrirliða Stjörnunnar, deildarmeistarabikarinn á síðasta ári. vísir/bára Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var ekkert sérstaklega ánægður með tíðindin sem bárust um hádegið, að gildandi samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins verði áfram við lýði til 9. desember. Það þýðir að íslenskt íþróttafólk, fullorðnir og ungmenni, mega ekki æfa eða keppa eins og undanfarna tvo mánuði. „Þetta eru hrein og klár vonbrigði. Ég geri mér alveg grein fyrir að við eigum í þessari baráttu við veiruna eins og nánast allt þetta ár. Við í íþróttahreyfingunni höfum svo sannarlega unnið mjög vel með heilbrigðisyfirvöldum og öllum þeim sem að þessu koma,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. „En það er alveg ljóst að við verðum að fá að æfa. Við höfum rætt þetta í nokkrar vikur. Og þrátt fyrir allt, og smá aukningu í smitum sem að sjálfsögðu alvarlegt, getum við og treystum okkur til að geta mætt í íþróttahúsin og æft undir ströngum sóttvarnareglum sem við höfum búið til. Þetta eru mikil vonbrigði og maður er pínu reiður og svekktur að afreksfólkið og krakkarnir okkar fái ekki að æfa.“ Eru tilbúin að leggja enn meira á sig til að fá að æfa Hannes segir að hljóðið í körfuboltahreyfingunni sé ekki gott og hafi ekki batnað eftir tíðindi dagsins. „Hljóðið er þungt. Það vita allir hvernig fór á síðasta tímabili þegar við þurftum að slaufa því. Núna erum við með tímabil númer tvö sem hefur varla farið af stað. Það eru lið sem hafa varla spilað. Hljóðið í okkur er þungt. Við erum svekkt og nú þurfum við að setjast yfir þetta. Að sjálfsögðu langar okkur að spila eins fljótt og við getum en númer eitt þurfa leikmennirnir og liðin okkar að fá að æfa. Við þurfum að fá að æfa og þá getum við byrjað að keppa,“ sagði Hannes. „Allir í kringum körfuboltann eru tilbúnir að leggja enn meira á sig til að fá fáum að æfa. Þau hafa lagt mikið á sig undanfarnar vikur og mánuði og staðið sig þrusu vel í sóttvörnum. Þau eru til í þetta áfram.“ Klippa: Formaður KKÍ vonsvikinn Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Durant æfði með meisturunum í gær Körfubolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
„Þetta eru hrein og klár vonbrigði. Ég geri mér alveg grein fyrir að við eigum í þessari baráttu við veiruna eins og nánast allt þetta ár. Við í íþróttahreyfingunni höfum svo sannarlega unnið mjög vel með heilbrigðisyfirvöldum og öllum þeim sem að þessu koma,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. „En það er alveg ljóst að við verðum að fá að æfa. Við höfum rætt þetta í nokkrar vikur. Og þrátt fyrir allt, og smá aukningu í smitum sem að sjálfsögðu alvarlegt, getum við og treystum okkur til að geta mætt í íþróttahúsin og æft undir ströngum sóttvarnareglum sem við höfum búið til. Þetta eru mikil vonbrigði og maður er pínu reiður og svekktur að afreksfólkið og krakkarnir okkar fái ekki að æfa.“ Eru tilbúin að leggja enn meira á sig til að fá að æfa Hannes segir að hljóðið í körfuboltahreyfingunni sé ekki gott og hafi ekki batnað eftir tíðindi dagsins. „Hljóðið er þungt. Það vita allir hvernig fór á síðasta tímabili þegar við þurftum að slaufa því. Núna erum við með tímabil númer tvö sem hefur varla farið af stað. Það eru lið sem hafa varla spilað. Hljóðið í okkur er þungt. Við erum svekkt og nú þurfum við að setjast yfir þetta. Að sjálfsögðu langar okkur að spila eins fljótt og við getum en númer eitt þurfa leikmennirnir og liðin okkar að fá að æfa. Við þurfum að fá að æfa og þá getum við byrjað að keppa,“ sagði Hannes. „Allir í kringum körfuboltann eru tilbúnir að leggja enn meira á sig til að fá fáum að æfa. Þau hafa lagt mikið á sig undanfarnar vikur og mánuði og staðið sig þrusu vel í sóttvörnum. Þau eru til í þetta áfram.“ Klippa: Formaður KKÍ vonsvikinn
Íslenski körfuboltinn Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Durant æfði með meisturunum í gær Körfubolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn