Fyrsti alvöru norðanáttarkaflinn og hörkufrost í vændum Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2020 07:32 Það verður kalt á landinu á morgun ef marka má spákort Veðurstofunnar eftir smá hlýindi í dag. Veðurstofa Íslands Útlit er fyrir hvassa suðvestanátt í dag og jafnvel storm á stöku stað. Yfirleitt verður hægari vindur norðvestantil á landinu. Þó má búast við skúrum eða slydduéljum, en að það stytti upp og rofi til norðaustan- og austanlands. Hitiinn verður á bilinu 2 til 7 stig. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að eftir daginn í dag skipti veðrið um gír og útlit sé fyrir að fyrsti alvöru norðanáttarkafli vetrarins sé væntanlegur á næstu dögum. Búið er að gefa út gular viðvaranir víða um landið bæði dag og á morgun. Suðurland: 1. desember 12:00-22:00 Faxaflói: 1. desember 12:00-22:00 og 2. desember 10:00-23:59 Breiðafjörður: 2. desember 5:00-23:59 Vestfirðir: 2. desember 1:00-23:59 Strandir og Norðurland vestra: 2. desember 9:00-23:59 Norðurland eystra: 1. desember 14:00-2. desember 2:00 og 2. desember 12:00-23:59 Austurland að Glettingi: 1. desember 16:00-2. desember 3:00 og 2. desember 14:00-23:59 Miðhálendið: 1. desember 12:02 – 2. desember 2:00 Gular viðvaranir eru og taka gildi á næstu klukkutímum.Veðurstofan Herðir á frostinu „Á morgun er semsagt útlit fyrir vaxandi norðanátt á landinu, víða hvassvðri eða stormur eftir hádegi. Á sunnanverðu landinu er gert ráð fyrir lítilli úrkomu, einungis dálitlum éljum á víð og dreif. Þó ber að nefna að þar sem laus snjór er á jörðu, mun hann fara af stað og mynda skafrenning. Á norðurhelmingi landsins má búast við snjókomu og gæti hún orðið í nægilegu magni til að tala megi um stórhríð með köflum á Norður- og Norðausturlandi. Síðan gera spár ráð fyrir að norðanáttin haldi sama styrk á fimmtudag, en það herðir á frostinu þegar hrollkalt loft berst yfir okkur beint norðan úr Íshafinu. Ekki er gert ráð fyrir að norðanvindurinn gangi niður að gagni fyrr en eftir hádegi á föstudag og þá fer að stytta upp og létta til. Eins og oft vill verða þegar lægir og léttir til eftir kalda norðanátt, þá nær frostið sér á strik og horfur eru á hægum vindi um helgina með hörkufrosti,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Vaxandi norðanátt, víða 15-23 m/s síðdegis. Lítilsháttar él á sunnanverðu landinu. Snjókoma á norðurhelmingi landsins, sums staðar talsverð ofankoma á Norðurlandi. Kólnandi veður, frost 2 til 7 stig þegar líður á daginn. Á fimmtudag: Norðan 15-23 með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið sunnantil á landinu. Frost 3 til 9 stig. Á föstudag: Norðan 13-20 með éljagangi á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Lægir og styttir upp síðdegis, fyrst vestast á landinu. Herðir á frosti. Á laugardag: Hæg breytileg átt og víða bjartviðri. Frost 5 til 18 stig. Á sunnudag og mánudag: Hæg breytileg átt og léttskýjað, en stöku él á sunnanverðu landinu. Kalt í veðri. Veður Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Sjá meira
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að eftir daginn í dag skipti veðrið um gír og útlit sé fyrir að fyrsti alvöru norðanáttarkafli vetrarins sé væntanlegur á næstu dögum. Búið er að gefa út gular viðvaranir víða um landið bæði dag og á morgun. Suðurland: 1. desember 12:00-22:00 Faxaflói: 1. desember 12:00-22:00 og 2. desember 10:00-23:59 Breiðafjörður: 2. desember 5:00-23:59 Vestfirðir: 2. desember 1:00-23:59 Strandir og Norðurland vestra: 2. desember 9:00-23:59 Norðurland eystra: 1. desember 14:00-2. desember 2:00 og 2. desember 12:00-23:59 Austurland að Glettingi: 1. desember 16:00-2. desember 3:00 og 2. desember 14:00-23:59 Miðhálendið: 1. desember 12:02 – 2. desember 2:00 Gular viðvaranir eru og taka gildi á næstu klukkutímum.Veðurstofan Herðir á frostinu „Á morgun er semsagt útlit fyrir vaxandi norðanátt á landinu, víða hvassvðri eða stormur eftir hádegi. Á sunnanverðu landinu er gert ráð fyrir lítilli úrkomu, einungis dálitlum éljum á víð og dreif. Þó ber að nefna að þar sem laus snjór er á jörðu, mun hann fara af stað og mynda skafrenning. Á norðurhelmingi landsins má búast við snjókomu og gæti hún orðið í nægilegu magni til að tala megi um stórhríð með köflum á Norður- og Norðausturlandi. Síðan gera spár ráð fyrir að norðanáttin haldi sama styrk á fimmtudag, en það herðir á frostinu þegar hrollkalt loft berst yfir okkur beint norðan úr Íshafinu. Ekki er gert ráð fyrir að norðanvindurinn gangi niður að gagni fyrr en eftir hádegi á föstudag og þá fer að stytta upp og létta til. Eins og oft vill verða þegar lægir og léttir til eftir kalda norðanátt, þá nær frostið sér á strik og horfur eru á hægum vindi um helgina með hörkufrosti,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Vaxandi norðanátt, víða 15-23 m/s síðdegis. Lítilsháttar él á sunnanverðu landinu. Snjókoma á norðurhelmingi landsins, sums staðar talsverð ofankoma á Norðurlandi. Kólnandi veður, frost 2 til 7 stig þegar líður á daginn. Á fimmtudag: Norðan 15-23 með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið sunnantil á landinu. Frost 3 til 9 stig. Á föstudag: Norðan 13-20 með éljagangi á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Lægir og styttir upp síðdegis, fyrst vestast á landinu. Herðir á frosti. Á laugardag: Hæg breytileg átt og víða bjartviðri. Frost 5 til 18 stig. Á sunnudag og mánudag: Hæg breytileg átt og léttskýjað, en stöku él á sunnanverðu landinu. Kalt í veðri.
Veður Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Sjá meira