Ein skrautlegasta frumraun allra tíma í NFL deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2020 12:30 Kendall Hinton sýndi mikið hugrekki með að stökkva út í djúpu laugina í vonlausri stöðu. Hann er kannski ekki hár í lotftinu en hann er ekki lítill í sér. Getty/Dustin Bradford Denver Broncos gerði ekki mikið á móti New Orleans Saints í NFL-deildinni í gær sem kom kannski ekki á óvart eftir það sem gekk á í aðdraganda leiksins. Leikstjórnandastaðan er mikilvægasta staða vallarins í NFL-deildinni og það voru góð ráð dýr hjá liði Denver Broncos þegar daginn fyrir leik varð ljóst að allir fjórir leikstjórnendur liðsins máttu ekki taka þátt í leiknum í gær. Óþekktum leikmanni að nafni Kendall Hinton var á endanum hent út í djúpu laugina þegar allir fjórir leikstjórnendur Denver Broncos liðsins voru komnir í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirunnar. Leikstjórnandinn Jeff Driskel hafði fengið kórónuveiruna og eftir að hafi logið um það fyrst, þá viðurkenndu hinir þrír leikstjórnendur liðsins það loksins á laugardaginn, að þeir höfðu ekki fylgt öllum sóttvarnarreglum. Allir fjórir voru því úr leik og forráðamenn Denver Broncos þurftu að finna nýjan leikstjórnanda fyrir leikinn daginn eftir. Kendall Hinton hasn t met some people in the Broncos building, per @JamesPalmerTVAnd he s starting at QB today @brgridiron pic.twitter.com/Os0bzEuBN2— Bleacher Report (@BleacherReport) November 29, 2020 Þeir enduðu á því að finna umræddan Kendall Hinton í varaliðinu. Hann er samt ekki leikstjórnandi heldur útherji en hafði einhvern tímann spilaði leikstjórnandann í háskóla. Hinton var hins vegar það slakur þar að hann skipti um stöðu. Kendall Hinton hafði líka aldrei komið við sögu í NFL leik í sinni stöðu hvað þá sem leikstjórnandi. Hann þekkti ekki leikkerfin fullkomlega og var jafnvel ekki einu sinni málkunnugur sumum leikmönnum aðalliðsins. Útkoman var heldur ekki glæsileg hjá greyið Kendall Hinton. Hann klikkaði á átta fyrstu sendingunum sínum og náði aðeins einni heppnaðri sendingu allan leikinn. Hinton kastaði boltanum aftur á móti tvisvar sinnum frá sér og Denver steinlá 31-3. Broncos QB Kendall Hinton deserves respect @Kendall_Hinton2 Undrafted WR Came off the practice squad Zero practice reps Competed in his first NFL game pic.twitter.com/KJJvCRTKW1— ESPN (@espn) November 30, 2020 „Ég get auðveldlega haldið því fram að þetta hafi verið viðburðaríkustu 24 klukkutímarnir á minni ævi. Þegar þeir kölluðu á mig þá var ég mjög spenntur en auðvitað fylgdu þessu líka stress og vantrú,“ sagði Kendall Hinton. „Ég hafði enga hugmynd um hvernig væri að spila svona leik. Ég þekkti aðeins til leikkerfa okkar en þau eru allt öðruvísi fyrir leikstjórnandann. Við vissum fyrir fram að þetta yrði mjög erfitt en ég var tilbúinn að takast á við þessa áskorun,“ sagði Hinton sem verðir seint sakaður um að vera ekki hugrakkur. Það er eitt að taka þetta stóra skref að spila sinn fyrsta NFL-leik en hvað þá að gera það nánast óundirbúinn, í nýrri stöðu og á móti einu besta liði NFL-deildarinnar. Það er ólíklegt að einhver eigi eftir að standa í sömu sporum og Kendall Hinton í næstu framtíð. NFL Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira
Leikstjórnandastaðan er mikilvægasta staða vallarins í NFL-deildinni og það voru góð ráð dýr hjá liði Denver Broncos þegar daginn fyrir leik varð ljóst að allir fjórir leikstjórnendur liðsins máttu ekki taka þátt í leiknum í gær. Óþekktum leikmanni að nafni Kendall Hinton var á endanum hent út í djúpu laugina þegar allir fjórir leikstjórnendur Denver Broncos liðsins voru komnir í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirunnar. Leikstjórnandinn Jeff Driskel hafði fengið kórónuveiruna og eftir að hafi logið um það fyrst, þá viðurkenndu hinir þrír leikstjórnendur liðsins það loksins á laugardaginn, að þeir höfðu ekki fylgt öllum sóttvarnarreglum. Allir fjórir voru því úr leik og forráðamenn Denver Broncos þurftu að finna nýjan leikstjórnanda fyrir leikinn daginn eftir. Kendall Hinton hasn t met some people in the Broncos building, per @JamesPalmerTVAnd he s starting at QB today @brgridiron pic.twitter.com/Os0bzEuBN2— Bleacher Report (@BleacherReport) November 29, 2020 Þeir enduðu á því að finna umræddan Kendall Hinton í varaliðinu. Hann er samt ekki leikstjórnandi heldur útherji en hafði einhvern tímann spilaði leikstjórnandann í háskóla. Hinton var hins vegar það slakur þar að hann skipti um stöðu. Kendall Hinton hafði líka aldrei komið við sögu í NFL leik í sinni stöðu hvað þá sem leikstjórnandi. Hann þekkti ekki leikkerfin fullkomlega og var jafnvel ekki einu sinni málkunnugur sumum leikmönnum aðalliðsins. Útkoman var heldur ekki glæsileg hjá greyið Kendall Hinton. Hann klikkaði á átta fyrstu sendingunum sínum og náði aðeins einni heppnaðri sendingu allan leikinn. Hinton kastaði boltanum aftur á móti tvisvar sinnum frá sér og Denver steinlá 31-3. Broncos QB Kendall Hinton deserves respect @Kendall_Hinton2 Undrafted WR Came off the practice squad Zero practice reps Competed in his first NFL game pic.twitter.com/KJJvCRTKW1— ESPN (@espn) November 30, 2020 „Ég get auðveldlega haldið því fram að þetta hafi verið viðburðaríkustu 24 klukkutímarnir á minni ævi. Þegar þeir kölluðu á mig þá var ég mjög spenntur en auðvitað fylgdu þessu líka stress og vantrú,“ sagði Kendall Hinton. „Ég hafði enga hugmynd um hvernig væri að spila svona leik. Ég þekkti aðeins til leikkerfa okkar en þau eru allt öðruvísi fyrir leikstjórnandann. Við vissum fyrir fram að þetta yrði mjög erfitt en ég var tilbúinn að takast á við þessa áskorun,“ sagði Hinton sem verðir seint sakaður um að vera ekki hugrakkur. Það er eitt að taka þetta stóra skref að spila sinn fyrsta NFL-leik en hvað þá að gera það nánast óundirbúinn, í nýrri stöðu og á móti einu besta liði NFL-deildarinnar. Það er ólíklegt að einhver eigi eftir að standa í sömu sporum og Kendall Hinton í næstu framtíð.
NFL Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira