Erfitt fyrir foreldra að börnin séu ekki í öryggi fjölskyldunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2020 22:15 Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Egill Aðalsteinsson Mikil fólksfækkun hefur orðið í Reykhólahreppi á árinu en þar hefur íbúum fækkað um tíu prósent. Sveitarstjórinn telur eina skýringuna þá að fjölskyldur flytja fremur en að senda unglingana að heiman í framhaldsnám. Fyrir ári, þann 1. desember 2019, voru íbúar Reykhólahrepps 262 talsins. Ellefu mánuðum síðar, þann 1. nóvember síðastliðinn, var íbúafjöldinn kominn niður í 236 íbúa. Fólksfækkunin nemur 26 manns en fimm fjölskyldur hafa flutt brott á árinu, að sögn sveitarstjórans. „Við höfum auðvitað áhyggjur af þessu,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Rifja má upp að fyrir sjö árum sögðum við frá óvenju miklum barnafjölda þegar oddvitinn hafði ekki undan að prjóna peysur á öll börnin sem fæddust. Ingibjörg bendir á að þegar börnin vaxa úr grasi og ljúka grunnskóla sé framhaldsskólinn næsta skólastig en hann sé á forræði ríkisins. Frá Reykhólum.Egill Aðalsteinsson Þegar börnin í Reykhólasveit fara að huga að framhaldsnámi þá er langt í næsta valkost. Næsti framhaldsskóli er í Borgarnesi og þangað er tveggja tíma akstur. Ingibjörg segir þetta snúast um börn á aldrinum sextán til átján ára. „Hvernig getum við haldið utan um þessi börn í heimabyggð í staðinn fyrir að senda þau frá okkur? Vegna þess að foreldrar eiga oft erfitt með það og vilja fylgja börnunum sínum eftir í framhaldsskólana.“ Hún vill samstarf við ríkið um fjarkennslusetur á Reykhólum fyrir framhaldsskólanám. „Þar sem færi fram umsjón með þessum börnum á þessum aldri. Leyfa börnum að vera börn til átján ára aldurs. Þau geti stundað nám, jafnvel í hvaða framhaldsskóla sem er, en haft umsjón og starfsmann til að fylgjast með sér. Koma saman og vera heima. Vera í öryggi fjölskyldunnar sinnar,“ segir Ingibjörg Birna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 um barnasprengjuna fyrir sjö árum má sjá hér: Reykhólahreppur Skóla - og menntamál Byggðamál Tengdar fréttir Keyra í klukkustund til að kaupa í matinn Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað. 18. nóvember 2020 22:03 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Fyrir ári, þann 1. desember 2019, voru íbúar Reykhólahrepps 262 talsins. Ellefu mánuðum síðar, þann 1. nóvember síðastliðinn, var íbúafjöldinn kominn niður í 236 íbúa. Fólksfækkunin nemur 26 manns en fimm fjölskyldur hafa flutt brott á árinu, að sögn sveitarstjórans. „Við höfum auðvitað áhyggjur af þessu,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Rifja má upp að fyrir sjö árum sögðum við frá óvenju miklum barnafjölda þegar oddvitinn hafði ekki undan að prjóna peysur á öll börnin sem fæddust. Ingibjörg bendir á að þegar börnin vaxa úr grasi og ljúka grunnskóla sé framhaldsskólinn næsta skólastig en hann sé á forræði ríkisins. Frá Reykhólum.Egill Aðalsteinsson Þegar börnin í Reykhólasveit fara að huga að framhaldsnámi þá er langt í næsta valkost. Næsti framhaldsskóli er í Borgarnesi og þangað er tveggja tíma akstur. Ingibjörg segir þetta snúast um börn á aldrinum sextán til átján ára. „Hvernig getum við haldið utan um þessi börn í heimabyggð í staðinn fyrir að senda þau frá okkur? Vegna þess að foreldrar eiga oft erfitt með það og vilja fylgja börnunum sínum eftir í framhaldsskólana.“ Hún vill samstarf við ríkið um fjarkennslusetur á Reykhólum fyrir framhaldsskólanám. „Þar sem færi fram umsjón með þessum börnum á þessum aldri. Leyfa börnum að vera börn til átján ára aldurs. Þau geti stundað nám, jafnvel í hvaða framhaldsskóla sem er, en haft umsjón og starfsmann til að fylgjast með sér. Koma saman og vera heima. Vera í öryggi fjölskyldunnar sinnar,“ segir Ingibjörg Birna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 um barnasprengjuna fyrir sjö árum má sjá hér:
Reykhólahreppur Skóla - og menntamál Byggðamál Tengdar fréttir Keyra í klukkustund til að kaupa í matinn Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað. 18. nóvember 2020 22:03 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Keyra í klukkustund til að kaupa í matinn Ímyndið ykkur að engin verslun væri í Reykjavík og að borgarbúar þyrftu að keyra yfir fjallveg austur á Selfoss til að kaupa nauðsynjavörur í matinn. Þetta er sá veruleiki sem íbúar Reykhólasveitar búa við eftir að einu búðinni þar var lokað. 18. nóvember 2020 22:03
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent