Breiðskífan er sett saman úr tónlist sem Úlfur samdi fyrir verkefnið Reykjavík GPS, sem hann vann að með bróður sínum Halldóri. Verkið er „gagnvirk tónlistarupplifun sem er hægt að njóta á ákveðnu svæði í miðbæ Reykjavíkur.“
Í því hafa ákveðin tónlistarbrot verið tengd við gps-staðsetningar, þannig að hún breytist samhliða hreyfingu hlustandans um borgina. Hægt er að prófa verkið hér.
Úlfur hefur komið víða við í tónlist sinni. Ásamt því að vera meðlimur Apparat Organ Quartet hefur hann samið mikið af tónlist fyrir kvikmyndir, leiksýningar og þar fram eftir götunum. Auk þess að hafa gefið út fjölda sólóverkefna af ýmsum toga.
Úlfur setti saman Reykjavíkurlagalista í tilefni þessa, sem honum þótti viðeigandi þar sem Reykjavík GPS sé „eins konar soundtrack fyrir Reykjavík.“