Einvígi gamla og nýja tímans þegar Brady og Mahomes mætast í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2020 10:31 Tom Brady og Patrick Mahomes eftir síðasta leik þeirra en þá var Brady leikmaður New England Patriots. Getty/Matthew J. Lee Það eru margir spenntir fyrir einvígi Tom Brady og Patrick Mahomes í NFL-deildinni í dag en gengi liða þeirra hefur engu að síður verið ólíkt undanfarnar vikur. Það eru margir spenntir fyrir einvígi Tom Brady og Patrick Mahomes í NFL-deildinni í dag en gengi liða þeirra hefur engu að síður verið ólíkt undanfarnar vikur. Stórleikur dagsins í NFL-deildinni er leikur Tampa Bay Buccaneers og Kansas City Chiefs í Flórída en leikstjórnendur liðanna eru þeir sem hafa leitt hafa lið til sigurs í Super Bowl á síðustu tveimur tímabilum. Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs hafa verið á góðu skriði og hafa unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu. Höfðingjarnir töpuðu óvænt á móti Las Vegas Raiders snemma í október en hafa svarað því með fimm sigrum í röð. Sá síðasti var einmitt á móti umræddu Raiders liði. Eftir 38-10 sigur á Green Bay Packers og 45-20 sigur á Las Vegas Raiders í síðasta mánuði þá leit Tampa Bay Buccaneers liðið vel út en síðustu vikur hafa breytt áliti margra á liðinu.Tom Brady er vissulega mesti sigurvegarinn í sögu NFL-deildarinnar en undanfarnar vikur hafa verið erfiðar fyrir manninn sem neitar að leggja skóna á hilluna. Tampa Bay Buccaneers hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum og þar á undan rétt marði liðið sigur á New York Giants. Það sem hefur einkennt Brady og félaga er að þeir spila illa í stóru leikjunum, leikjunum á móti bestu liðunum eða í kvöldleikjum stóru sjónvarpsstöðvanna. Það ætti bara að þýða eitt í dag. Brady hefur líka verið í miklum vandræðum með að kasta boltanum fram völlinn í þessum undanförnum leikjum og er lítur meira og meira eins og maður á fimmtugsaldri með hverju tapinu. Prófin verða ekki stærri en í dag enda þarf Brady að keyra sóknarleikinn áfram ef Tampa Bay Buccaneers ætlar að halda í við Patrick Mahomes og félaga. Útsending frá leik Tampa Bay Buccaneers og Kansas City Chiefs hefst klukkan 21.20 á Stöð 2 Sport 2 en klukkan 17.55 verður leikur New England Patriots og Arizona Cardinals sýndur á Stöð 2 Sport. NFL Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Sjá meira
Það eru margir spenntir fyrir einvígi Tom Brady og Patrick Mahomes í NFL-deildinni í dag en gengi liða þeirra hefur engu að síður verið ólíkt undanfarnar vikur. Stórleikur dagsins í NFL-deildinni er leikur Tampa Bay Buccaneers og Kansas City Chiefs í Flórída en leikstjórnendur liðanna eru þeir sem hafa leitt hafa lið til sigurs í Super Bowl á síðustu tveimur tímabilum. Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs hafa verið á góðu skriði og hafa unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu. Höfðingjarnir töpuðu óvænt á móti Las Vegas Raiders snemma í október en hafa svarað því með fimm sigrum í röð. Sá síðasti var einmitt á móti umræddu Raiders liði. Eftir 38-10 sigur á Green Bay Packers og 45-20 sigur á Las Vegas Raiders í síðasta mánuði þá leit Tampa Bay Buccaneers liðið vel út en síðustu vikur hafa breytt áliti margra á liðinu.Tom Brady er vissulega mesti sigurvegarinn í sögu NFL-deildarinnar en undanfarnar vikur hafa verið erfiðar fyrir manninn sem neitar að leggja skóna á hilluna. Tampa Bay Buccaneers hefur tapað tveimur af síðustu þremur leikjum og þar á undan rétt marði liðið sigur á New York Giants. Það sem hefur einkennt Brady og félaga er að þeir spila illa í stóru leikjunum, leikjunum á móti bestu liðunum eða í kvöldleikjum stóru sjónvarpsstöðvanna. Það ætti bara að þýða eitt í dag. Brady hefur líka verið í miklum vandræðum með að kasta boltanum fram völlinn í þessum undanförnum leikjum og er lítur meira og meira eins og maður á fimmtugsaldri með hverju tapinu. Prófin verða ekki stærri en í dag enda þarf Brady að keyra sóknarleikinn áfram ef Tampa Bay Buccaneers ætlar að halda í við Patrick Mahomes og félaga. Útsending frá leik Tampa Bay Buccaneers og Kansas City Chiefs hefst klukkan 21.20 á Stöð 2 Sport 2 en klukkan 17.55 verður leikur New England Patriots og Arizona Cardinals sýndur á Stöð 2 Sport.
NFL Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Sjá meira