Heyrði öskrin í fjölskyldunni sinni allan tímann á ógleymanlegu kvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2020 09:01 Sara Sigmundsdóttir átti góða að í stúkunni þegar hún stimplaði sig inn fyrir alvöru á stóra sviði heimsleikanna. Skjámynd/Youtube Það eru liðin fimm ár síðan en Sara Sigmundsdóttir man eftir þessu kvöldstund eins og hún hafi gerst. Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig inn í hóp bestu CrossFit kvenna í heiminum með eftirminnilegum hætti undir flóðljósum á föstudagskvöldi á sínum fyrstu heimsleikum. Hún hefur nú rifjað upp þetta magnaða móment. Sara Sigmundsdóttir sagði frá því í viðtali á dögunum að uppáhalds mómentið sitt á ferlinum væri ákveðin grein á heimsleikunum árið 2015. Sara gerði gott betur og fór yfir þessa ógleymanlegu grein í pistli á Instagram. „Það er svo margt sem gerir þetta að uppáhaldsmómentinu mínu á ferlinum til þessa og ég man eftir þessu eins og þetta hafi gerst í gær,“ byrjaði Sara pistil sinn. „Að vera að keppa á heimsleikunum undir flóðljósunum á Tennis leikvanginum á föstudagskvöldi var algjör draumur að rætast fyrir mig en um leið svolítið fjarstæðukennd upplifun,“ skrifaði Sara. „Ég var að keppa í kringum þær bestu í heimi og ég gat ekki gert af því að bera mikla virðingu fyrir þeim og finnast ég ekki alveg eiga heima þarna. Það var hins vegar í þessari grein sem ég áttaði mig endanlega á því að ég var ein af keppendunum en ekki einhver sem slysaðist til að vera þarna,“ skrifaði Sara. Sara lýsir greininni sem hét „Heavy DT“ og var fimmta greinin á öðrum degi. Hún segist hafa mætt yfirveguð til leiks og fann ekki fyrir neinni pressu. „Ég var nýliði, var búinn að ákveða hvernig ég ætlaði að gera þetta og ætlaði bara að gera mitt besta,“ skrifaði Sara og fór yfir greinina í pistli sínum. Sara vann ekki bara greinina heldur hreinlega rústaði henni. Hún kláraði æfinguna á 8 mínútum og 25 sekúndum og var næstum því einni mínútu á undan Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem var númer tvö. Eftir að sigurinn var í höfn þá lýsti lýsandinn yfir: „Það er ný íslensk CrossFit drottning fædd á leikunum.“ Sara komst í leið upp í fyrsta sæti í heildarkeppninni en varð á endanum að sætta sig við þriðja sætið á eftir þeim Katrínu Tönju og Tiu-Clair Toomey. Sara komst líka á verðlaunapallinn árið eftir en hefur ekki komist þangað síðan. „Fjölskylda mín og vinir sátu fyrir framan mína braut. Þau voru að veifa íslenska fánanum og öskruðu mig áfram. Ég sá þau og heyrði öskrin í þeim allan tímann á meðan ég gerði æfinguna. Það gerði þetta enn sérstakara fyrir mig að ég gat unnið mína fyrstu grein á heimsleikunum fyrir framan þau,“ skrifaði Sara en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) CrossFit Tengdar fréttir Sjáðu hvað Sara valdi sem bestu minninguna sína á heimsleikunum Sara Sigmundsdóttir rifjaði upp sína eftirminnilegustu grein á heimsleikunum og það var stundin þegar ný íslensk CrossFit drottning fæddist eins og lýsandinn komst að orði. 19. nóvember 2020 08:31 Sara Sigmunds er næstum því vegan Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir segist ekki alveg geta kallað sig vegan en en hún lifir samt 80 til 85 prósent á plöntufæði. 24. nóvember 2020 09:30 Sara Sigmunds elskar Lewis Hamilton Heimsmeistarinn í formúlu eitt á sér mikinn aðdáenda í einni stærstu stjörnu CrossFit íþróttarinnar. Sara Sigmundsdóttir felur ekki aðdáun sína á sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. 20. nóvember 2020 08:30 Náðu að stela Söru frá Nike Sara Sigmundsdóttir ákvað að yfirgefa einn þekktasta íþróttavöruframleiðanda heims og semja í staðinn við eitt af nýju fyrirtækjunum á markaðnum. 16. nóvember 2020 08:01 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig inn í hóp bestu CrossFit kvenna í heiminum með eftirminnilegum hætti undir flóðljósum á föstudagskvöldi á sínum fyrstu heimsleikum. Hún hefur nú rifjað upp þetta magnaða móment. Sara Sigmundsdóttir sagði frá því í viðtali á dögunum að uppáhalds mómentið sitt á ferlinum væri ákveðin grein á heimsleikunum árið 2015. Sara gerði gott betur og fór yfir þessa ógleymanlegu grein í pistli á Instagram. „Það er svo margt sem gerir þetta að uppáhaldsmómentinu mínu á ferlinum til þessa og ég man eftir þessu eins og þetta hafi gerst í gær,“ byrjaði Sara pistil sinn. „Að vera að keppa á heimsleikunum undir flóðljósunum á Tennis leikvanginum á föstudagskvöldi var algjör draumur að rætast fyrir mig en um leið svolítið fjarstæðukennd upplifun,“ skrifaði Sara. „Ég var að keppa í kringum þær bestu í heimi og ég gat ekki gert af því að bera mikla virðingu fyrir þeim og finnast ég ekki alveg eiga heima þarna. Það var hins vegar í þessari grein sem ég áttaði mig endanlega á því að ég var ein af keppendunum en ekki einhver sem slysaðist til að vera þarna,“ skrifaði Sara. Sara lýsir greininni sem hét „Heavy DT“ og var fimmta greinin á öðrum degi. Hún segist hafa mætt yfirveguð til leiks og fann ekki fyrir neinni pressu. „Ég var nýliði, var búinn að ákveða hvernig ég ætlaði að gera þetta og ætlaði bara að gera mitt besta,“ skrifaði Sara og fór yfir greinina í pistli sínum. Sara vann ekki bara greinina heldur hreinlega rústaði henni. Hún kláraði æfinguna á 8 mínútum og 25 sekúndum og var næstum því einni mínútu á undan Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem var númer tvö. Eftir að sigurinn var í höfn þá lýsti lýsandinn yfir: „Það er ný íslensk CrossFit drottning fædd á leikunum.“ Sara komst í leið upp í fyrsta sæti í heildarkeppninni en varð á endanum að sætta sig við þriðja sætið á eftir þeim Katrínu Tönju og Tiu-Clair Toomey. Sara komst líka á verðlaunapallinn árið eftir en hefur ekki komist þangað síðan. „Fjölskylda mín og vinir sátu fyrir framan mína braut. Þau voru að veifa íslenska fánanum og öskruðu mig áfram. Ég sá þau og heyrði öskrin í þeim allan tímann á meðan ég gerði æfinguna. Það gerði þetta enn sérstakara fyrir mig að ég gat unnið mína fyrstu grein á heimsleikunum fyrir framan þau,“ skrifaði Sara en það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds)
CrossFit Tengdar fréttir Sjáðu hvað Sara valdi sem bestu minninguna sína á heimsleikunum Sara Sigmundsdóttir rifjaði upp sína eftirminnilegustu grein á heimsleikunum og það var stundin þegar ný íslensk CrossFit drottning fæddist eins og lýsandinn komst að orði. 19. nóvember 2020 08:31 Sara Sigmunds er næstum því vegan Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir segist ekki alveg geta kallað sig vegan en en hún lifir samt 80 til 85 prósent á plöntufæði. 24. nóvember 2020 09:30 Sara Sigmunds elskar Lewis Hamilton Heimsmeistarinn í formúlu eitt á sér mikinn aðdáenda í einni stærstu stjörnu CrossFit íþróttarinnar. Sara Sigmundsdóttir felur ekki aðdáun sína á sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. 20. nóvember 2020 08:30 Náðu að stela Söru frá Nike Sara Sigmundsdóttir ákvað að yfirgefa einn þekktasta íþróttavöruframleiðanda heims og semja í staðinn við eitt af nýju fyrirtækjunum á markaðnum. 16. nóvember 2020 08:01 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Sjá meira
Sjáðu hvað Sara valdi sem bestu minninguna sína á heimsleikunum Sara Sigmundsdóttir rifjaði upp sína eftirminnilegustu grein á heimsleikunum og það var stundin þegar ný íslensk CrossFit drottning fæddist eins og lýsandinn komst að orði. 19. nóvember 2020 08:31
Sara Sigmunds er næstum því vegan Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir segist ekki alveg geta kallað sig vegan en en hún lifir samt 80 til 85 prósent á plöntufæði. 24. nóvember 2020 09:30
Sara Sigmunds elskar Lewis Hamilton Heimsmeistarinn í formúlu eitt á sér mikinn aðdáenda í einni stærstu stjörnu CrossFit íþróttarinnar. Sara Sigmundsdóttir felur ekki aðdáun sína á sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. 20. nóvember 2020 08:30
Náðu að stela Söru frá Nike Sara Sigmundsdóttir ákvað að yfirgefa einn þekktasta íþróttavöruframleiðanda heims og semja í staðinn við eitt af nýju fyrirtækjunum á markaðnum. 16. nóvember 2020 08:01