Innlent

Vetrarfærð víðast hvar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Víða er hálka og hálkublettir. 
Víða er hálka og hálkublettir.  Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Vetrarfærð er víðast hvar á landinu og ófært á nokkrum fjallvegum. 

Vetrarfærð er víðast hvar á landinu og varar Vegagerðin við krapa á Suðurstrandarvegi. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka, snjóþekja eða krapi á flestum leiðum og er Dynjandisheiðin ófær og norður í Árneshrepp. Þá er þæfingsfærð á Steingrímsfjarðarheiði og á Klettshálsi.

Á Norðurlandi er Öxnadalsheiðin lokuð og verður hún ekki opnuð aftur fyrr en veðrið gengur niður. Þá mun vera þæfingur á Vatnsskarði og flughált á Miðfjarðarvegi og Svínvetningabraut. 

Á Austurlandi er síðan þungfært á Öxi og Miðfjarðarheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×