Sara Björk: Erum einu skrefi nær markmiðinu okkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2020 20:20 Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins. VÍSIR/VILHELM Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Sara Björk ræddi við RÚV eftir leikinn og sjá má viðtalið í heild sinni inn á íþróttavef RÚV. „Þetta var gjörsamlega svart og hvítt. Þetta var ótrúlega slakur fyrir hálfleikur. Vorum eftir á í öllu, návígi og pressu. Náðum ekki einu sinni að halda bolta innan liðs. Fundum þannig séð engar leiðir. Vorum búnar að tala um það að fá boltana út á kantana, fá fyrirgjafir, samt vorum við alltaf að missa boltann og náðum ekki að senda á samherja. Þetta var gjörsamlega skelfilegt,“ sagði Sara Björk um slakan fyrri hálfleik Íslands. „Við snerum blaðinu við í seinni hálfleik og sýndum ótrúlegan karakter,“ bætti hún svo við. Ísland kemst í 2-1!!! Ísland fær vítaspyrnu, Söru Björk tekst ekki að skora en dómarinn lætur endurtaka spyrnuna þar sem markvörður Slóvaka var kominn af marklínunni. Sara skorar úr seinni tilrauninni! Það var lagið! pic.twitter.com/sccGJEk2fh— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 Sara Björk kom Íslandi yfir með marki úr vítaspyrnu. Eftir að markvörður Slóvakíu varði víti Söru var hún heppin en dómari leiksins taldi markvörð heimaliðsins hafa stigið af línunni og því spyrnan tekin að nýju. Þá skoraði Sara af öryggi. Hún bætti svo við þriðja markinu, einnig úr vítaspyrnu. „Það var hrikalega slappt víti hjá mér í fyrra vítinu. Ég er búin að bíða eftir því að fá vítaspyrnu í þessari undankeppni og svo fæ ég þrjár vítaspyrnur í einum leik. Það var sætt að geta skorað úr seinni tveimur spyrnunum.“ Já já já já!!! 3-1! Sara Björk bætir við öðru marki sínu úr vítaspyrnu í kvöld. pic.twitter.com/sA9FVWm0M5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 “Karakterinn í liðinu, að snúa þessu við eftir svona slakan fyrri hálfleik sýnir hugarfarið og getuna í liðinu. Við erum einu skrefi nær markmiðinu okkar,“ sagði Sara að lokum. Eftir sigur kvöldsins er Ísland í 2. sæti með 16 stig eftir sjö leiki. Stelpurnar okkar mæta svo Ungverjalandi ytra þann 1. desember. Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Á ætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Sara Björk ræddi við RÚV eftir leikinn og sjá má viðtalið í heild sinni inn á íþróttavef RÚV. „Þetta var gjörsamlega svart og hvítt. Þetta var ótrúlega slakur fyrir hálfleikur. Vorum eftir á í öllu, návígi og pressu. Náðum ekki einu sinni að halda bolta innan liðs. Fundum þannig séð engar leiðir. Vorum búnar að tala um það að fá boltana út á kantana, fá fyrirgjafir, samt vorum við alltaf að missa boltann og náðum ekki að senda á samherja. Þetta var gjörsamlega skelfilegt,“ sagði Sara Björk um slakan fyrri hálfleik Íslands. „Við snerum blaðinu við í seinni hálfleik og sýndum ótrúlegan karakter,“ bætti hún svo við. Ísland kemst í 2-1!!! Ísland fær vítaspyrnu, Söru Björk tekst ekki að skora en dómarinn lætur endurtaka spyrnuna þar sem markvörður Slóvaka var kominn af marklínunni. Sara skorar úr seinni tilrauninni! Það var lagið! pic.twitter.com/sccGJEk2fh— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 Sara Björk kom Íslandi yfir með marki úr vítaspyrnu. Eftir að markvörður Slóvakíu varði víti Söru var hún heppin en dómari leiksins taldi markvörð heimaliðsins hafa stigið af línunni og því spyrnan tekin að nýju. Þá skoraði Sara af öryggi. Hún bætti svo við þriðja markinu, einnig úr vítaspyrnu. „Það var hrikalega slappt víti hjá mér í fyrra vítinu. Ég er búin að bíða eftir því að fá vítaspyrnu í þessari undankeppni og svo fæ ég þrjár vítaspyrnur í einum leik. Það var sætt að geta skorað úr seinni tveimur spyrnunum.“ Já já já já!!! 3-1! Sara Björk bætir við öðru marki sínu úr vítaspyrnu í kvöld. pic.twitter.com/sA9FVWm0M5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 “Karakterinn í liðinu, að snúa þessu við eftir svona slakan fyrri hálfleik sýnir hugarfarið og getuna í liðinu. Við erum einu skrefi nær markmiðinu okkar,“ sagði Sara að lokum. Eftir sigur kvöldsins er Ísland í 2. sæti með 16 stig eftir sjö leiki. Stelpurnar okkar mæta svo Ungverjalandi ytra þann 1. desember.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Á ætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Á ætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26