Lífstíðarfangelsi yfir valdaránsmönnum í Tyrklandi Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2020 12:46 Hermenn standa vörðvið dómshúsið í Ankara þar sem réttað er yfir 475 manns sem tyrknesk yfirvöld saka um að hafa staðið að blóðugri valdaránstilraun árið 2016. Vísir/AP Dómstóll í Tyrklandi dæmdi á þriðja tug manna í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa tekið þátt í valdaránstilraun árið 2016 í dag. Herforingjar og orrustuflugmenn eru á meðal hátt í 500 sakborninga í málinu. Dómstóll í Tyrklandi dæmdi á þriðja tug manna í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa tekið þátt í valdaránstilraun árið 2016 í dag. Herforingjar og orrustuflugmenn eru á meðal hátt í 500 sakborninga í málinu. Ríkisstjórn Receps Erdogan forseta hefur sakað Fethullah Gulen, klerk sem er í útlegð í Bandaríkjunum, um að leggja á ráðin um valdaránstilraunina fyrir fjórum árum. Fleiri en 250 manns féllu í átökum þegar uppreisnarhermenn tóku orrustuþotur, þyrlur og skriðdreka og reyndu að steypa Erdogan af stóli 15. júlí árið 2016, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fjórir höfuðpaurar voru dæmdir sekir um glæpi gegn ríkinu, tilraun til að ráða forsetann af dögum og morð og fengu hver röð lífstíðardóma. Mennirnir eru sagðir óbreyttir borgarar sem hafi verið milliliðir á milli hreyfingar Gulen og herforingja. Að minnsta kosti 21 sakborningur til viðbótar, flugmenn og herforingjar, fengu einnig lífstíðardóma fyrir sinn þátt í valdaránstilrauninni, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeim var gefið að sök að hafa stýrt valdaránstilrauninni og varpað sprengjum á stjórnarbyggingar, þar á meðal þinghúsið í Ankara. Gulen sjálfur er á meðal sakborninganna 475 í málinu en hann hefur neitað að hafa komið nálægt valdaránstilrauninni. Dómstóllinn úrskurðaði að réttað skyldi yfir Gulen og fjórum öðrum sakborningum sem enn er leitað sérstaklega. Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. 14. júlí 2020 18:17 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Dómstóll í Tyrklandi dæmdi á þriðja tug manna í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa tekið þátt í valdaránstilraun árið 2016 í dag. Herforingjar og orrustuflugmenn eru á meðal hátt í 500 sakborninga í málinu. Ríkisstjórn Receps Erdogan forseta hefur sakað Fethullah Gulen, klerk sem er í útlegð í Bandaríkjunum, um að leggja á ráðin um valdaránstilraunina fyrir fjórum árum. Fleiri en 250 manns féllu í átökum þegar uppreisnarhermenn tóku orrustuþotur, þyrlur og skriðdreka og reyndu að steypa Erdogan af stóli 15. júlí árið 2016, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fjórir höfuðpaurar voru dæmdir sekir um glæpi gegn ríkinu, tilraun til að ráða forsetann af dögum og morð og fengu hver röð lífstíðardóma. Mennirnir eru sagðir óbreyttir borgarar sem hafi verið milliliðir á milli hreyfingar Gulen og herforingja. Að minnsta kosti 21 sakborningur til viðbótar, flugmenn og herforingjar, fengu einnig lífstíðardóma fyrir sinn þátt í valdaránstilrauninni, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeim var gefið að sök að hafa stýrt valdaránstilrauninni og varpað sprengjum á stjórnarbyggingar, þar á meðal þinghúsið í Ankara. Gulen sjálfur er á meðal sakborninganna 475 í málinu en hann hefur neitað að hafa komið nálægt valdaránstilrauninni. Dómstóllinn úrskurðaði að réttað skyldi yfir Gulen og fjórum öðrum sakborningum sem enn er leitað sérstaklega.
Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. 14. júlí 2020 18:17 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. 14. júlí 2020 18:17
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent