Merkilegar merkingar Eygerður Margrétardóttir skrifar 26. nóvember 2020 13:01 Það getur verið flókið að fóta sig í að flokka rétt og skila til endurvinnslu. Ég tel að það sé hægt að gera svo miklu betur í að einfalda og samræma skilaboð til almennings og fyrirtækja um hvað eru hráefni sem henta til endurvinnslu og hvert á skila þeim. Flestir vilja gera rétt og leggja sitt að mörkum til auka endurnotkun og endurvinnslu í þágu umhverfisins. Almenningur hefur kallað eftir samræmdari og einfaldari skilaboðum um flokkun úrgangs. Á sama tíma hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að það sem fólk hefur lagt sig til að flokka og skila hefur ekki alltaf endað í endurvinnslu. Fyrir því eru margar ástæður og það er nú verkefni stjórnvalda og atvinnulífsins að tryggja að endurvinnanlegur úrgangur sé nýttur sem það mikilvæga hráefni sem hann á skilið – þannig búum við til hringrænt hagkerfi. Skref í átt að hringrænu hagkerfi Að færa hagkerfi heimsins í átt að hringrænu hagkerfi er risavaxið verkefni en afar mikilvægt ef takast á að mæta einum stærstu áskorunum samtímans, loftslagsbreytingum og sífellt takmarkaðra aðgengi að auðlindum heimsins. Þróun hringrásarhagkerfisins byggir meðal annars á aukinni endurnotkun og endurvinnslu úrgangs og eru hreinir úrgangsstraumar sem byggja á vandaðri úrgangsflokkun almennings og fyrirtækja mikilvægt púsl í þeirri mynd. Einfaldar og skýrar samræmdar merkingar um flokkun úrgangs er stórt skref í að tryggja bætta flokkun úrgangs. Stjórn FENÚR, fagráð um endurnýtingu og úrgang, hefur útbúið tillögu að samræmdum merkingum um flokkun og söfnun úrgangs og gert þær aðgengilegar á heimasíðu sinni. Auðveldari flokkun Stórar breytingar byrja oftast á einhverju smáu. Tilgangur samræmdu merkinga FENÚR er að upplýsingar um flokkun og söfnun úrgangs séu alls staðar eins. Merkingarnar eru valfrjálsar og gjaldfrjálsar og almenningur mun einungis þurfa að þekkja brot af þeim 78 merkingum sem standa til boða. Markmið samræmdu merkinganna er að auðvelda notendum að flokka eins og til er ætlast og stuðla þannig að hreinni úrgangsstraumum og aukinni endurnotkun og endurvinnslu. Auðvelt er að aðlaga merkingarnar að þeirri söfnun sem er til staðar þar sem kerfið byggir á LEGO kubba hugsun og er í senn sveigjanlegt og samræmt. Ef fleiri en einn flokkur á að fara í sama ílátið eru notaðar fleiri en ein merking. Þegar ég segi að tilgangurinn sé að upplýsingar séu alls staðar eins þá er auðvelt að tína til mögulega staði til að nýta merkin. Þetta geta verið heimili, vinnustaðir, sumarbústaðir, söfnunarstöðvar, umbúðir og ýmsir viðburðir. Framleiðendur geta nýtt kerfið með því að merkja vörur sínar með merkjunum þannig að auðveldara verði að flokka vöruna eða umbúðir hennar á viðeigandi hátt. Almenningur getur þannig parað saman merkingar á umbúðum og vörum við merkingar á viðeigandi íláti, hvort sem er við heimili sitt eða á söfnunarstöðvum. Þannig skapast tengsl milli hráefnis og umbúða þeirra við flokkun eftir að notkun hráefnis eða umbúðanna hefur verið hætt. Áhugi á samræmdum merkingum Merkingarnar byggja á dönsku kerfi sem hefur verið við lýði í um 3 ár. Danir ákváðu að bjóða öllum Norðurlöndunum að nýta merkingarnar sínar og aðlaga að sínum aðstæðum enda hefur innleiðing þess gengið framar vonum í Danmörku. Þegar hafa 93% danskra sveitarfélaga innleitt kerfið og fjölmörg fyrirtæki og framleiðendur. Búið að aðlaga danska kerfið og innleiða í Svíþjóð og Noregi og hin Norðurlöndin eru að vinna að innleiðingu. Eystrasaltsríkin hafa einnig sýnt kerfinu mikinn áhuga og fleiri ríki í Evrópu. Það er mikill alþjóðlegur áhugi á norræna merkingakerfinu. Sænska umhverfisstofnunin hefur veitt fjármagni til að þýða dönsku merkingahandbókina á ensku, frönsku, kínversku, portúgölsku, spænsku, rússnesku og þýsku til að undirbúa frekari útbreiðslu samræmdu merkjanna. Skýr og skiljanleg án orða, alls staðar og alltaf Merkingakerfið og handbókin verður lifandi plagg áfram og við leggjum áherslu á að það þróist með þörfum notenda. Það eru strax komnar fram hugmyndir að áframhaldandi þróun kerfisins. Nefnt hefur verið að vinna mætti samræmdar merkingar fyrir drykkjarumbúðir með skilagjaldi, kertavax, sóttmengaðan úrgang, ónothæf ökutæki, nálar og sprautur og jafnvel veiðarfæraúrgang, heyrúlluplast, dýrahræ og húsdýraúrgang. Allar hugmyndir að nýjum merkjum þarf að taka upp og vinna í samtarfi við hin Norðurlöndin í gegnum samráðshóp sem FENÚR á fulltrúa í. Hvernig sem merkin munu þróast þá er komin grunnur að samræmdum merkingum sem von mín er að flestir geti nýtt sér hérlendis sem fyrst. Með samræmdum litum og táknum getum við gert okkur skiljanleg án orða, alls staðar og alltaf. Með samræmdum merkingum er stigið lítið en mikilvægt skref í átt til hringrænna hagkerfis. Höfundur er formaður Fenúr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið flókið að fóta sig í að flokka rétt og skila til endurvinnslu. Ég tel að það sé hægt að gera svo miklu betur í að einfalda og samræma skilaboð til almennings og fyrirtækja um hvað eru hráefni sem henta til endurvinnslu og hvert á skila þeim. Flestir vilja gera rétt og leggja sitt að mörkum til auka endurnotkun og endurvinnslu í þágu umhverfisins. Almenningur hefur kallað eftir samræmdari og einfaldari skilaboðum um flokkun úrgangs. Á sama tíma hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að það sem fólk hefur lagt sig til að flokka og skila hefur ekki alltaf endað í endurvinnslu. Fyrir því eru margar ástæður og það er nú verkefni stjórnvalda og atvinnulífsins að tryggja að endurvinnanlegur úrgangur sé nýttur sem það mikilvæga hráefni sem hann á skilið – þannig búum við til hringrænt hagkerfi. Skref í átt að hringrænu hagkerfi Að færa hagkerfi heimsins í átt að hringrænu hagkerfi er risavaxið verkefni en afar mikilvægt ef takast á að mæta einum stærstu áskorunum samtímans, loftslagsbreytingum og sífellt takmarkaðra aðgengi að auðlindum heimsins. Þróun hringrásarhagkerfisins byggir meðal annars á aukinni endurnotkun og endurvinnslu úrgangs og eru hreinir úrgangsstraumar sem byggja á vandaðri úrgangsflokkun almennings og fyrirtækja mikilvægt púsl í þeirri mynd. Einfaldar og skýrar samræmdar merkingar um flokkun úrgangs er stórt skref í að tryggja bætta flokkun úrgangs. Stjórn FENÚR, fagráð um endurnýtingu og úrgang, hefur útbúið tillögu að samræmdum merkingum um flokkun og söfnun úrgangs og gert þær aðgengilegar á heimasíðu sinni. Auðveldari flokkun Stórar breytingar byrja oftast á einhverju smáu. Tilgangur samræmdu merkinga FENÚR er að upplýsingar um flokkun og söfnun úrgangs séu alls staðar eins. Merkingarnar eru valfrjálsar og gjaldfrjálsar og almenningur mun einungis þurfa að þekkja brot af þeim 78 merkingum sem standa til boða. Markmið samræmdu merkinganna er að auðvelda notendum að flokka eins og til er ætlast og stuðla þannig að hreinni úrgangsstraumum og aukinni endurnotkun og endurvinnslu. Auðvelt er að aðlaga merkingarnar að þeirri söfnun sem er til staðar þar sem kerfið byggir á LEGO kubba hugsun og er í senn sveigjanlegt og samræmt. Ef fleiri en einn flokkur á að fara í sama ílátið eru notaðar fleiri en ein merking. Þegar ég segi að tilgangurinn sé að upplýsingar séu alls staðar eins þá er auðvelt að tína til mögulega staði til að nýta merkin. Þetta geta verið heimili, vinnustaðir, sumarbústaðir, söfnunarstöðvar, umbúðir og ýmsir viðburðir. Framleiðendur geta nýtt kerfið með því að merkja vörur sínar með merkjunum þannig að auðveldara verði að flokka vöruna eða umbúðir hennar á viðeigandi hátt. Almenningur getur þannig parað saman merkingar á umbúðum og vörum við merkingar á viðeigandi íláti, hvort sem er við heimili sitt eða á söfnunarstöðvum. Þannig skapast tengsl milli hráefnis og umbúða þeirra við flokkun eftir að notkun hráefnis eða umbúðanna hefur verið hætt. Áhugi á samræmdum merkingum Merkingarnar byggja á dönsku kerfi sem hefur verið við lýði í um 3 ár. Danir ákváðu að bjóða öllum Norðurlöndunum að nýta merkingarnar sínar og aðlaga að sínum aðstæðum enda hefur innleiðing þess gengið framar vonum í Danmörku. Þegar hafa 93% danskra sveitarfélaga innleitt kerfið og fjölmörg fyrirtæki og framleiðendur. Búið að aðlaga danska kerfið og innleiða í Svíþjóð og Noregi og hin Norðurlöndin eru að vinna að innleiðingu. Eystrasaltsríkin hafa einnig sýnt kerfinu mikinn áhuga og fleiri ríki í Evrópu. Það er mikill alþjóðlegur áhugi á norræna merkingakerfinu. Sænska umhverfisstofnunin hefur veitt fjármagni til að þýða dönsku merkingahandbókina á ensku, frönsku, kínversku, portúgölsku, spænsku, rússnesku og þýsku til að undirbúa frekari útbreiðslu samræmdu merkjanna. Skýr og skiljanleg án orða, alls staðar og alltaf Merkingakerfið og handbókin verður lifandi plagg áfram og við leggjum áherslu á að það þróist með þörfum notenda. Það eru strax komnar fram hugmyndir að áframhaldandi þróun kerfisins. Nefnt hefur verið að vinna mætti samræmdar merkingar fyrir drykkjarumbúðir með skilagjaldi, kertavax, sóttmengaðan úrgang, ónothæf ökutæki, nálar og sprautur og jafnvel veiðarfæraúrgang, heyrúlluplast, dýrahræ og húsdýraúrgang. Allar hugmyndir að nýjum merkjum þarf að taka upp og vinna í samtarfi við hin Norðurlöndin í gegnum samráðshóp sem FENÚR á fulltrúa í. Hvernig sem merkin munu þróast þá er komin grunnur að samræmdum merkingum sem von mín er að flestir geti nýtt sér hérlendis sem fyrst. Með samræmdum litum og táknum getum við gert okkur skiljanleg án orða, alls staðar og alltaf. Með samræmdum merkingum er stigið lítið en mikilvægt skref í átt til hringrænna hagkerfis. Höfundur er formaður Fenúr.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun