KR og Fram ætla að áfrýja Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2020 11:45 KR-ingar leita réttar síns en miklir fjármunir gætu verið í húfi vegna sætis í Evrópukeppni. vísir/bára „Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. „Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. KR-ingar krefjast þess að ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október, um að setja punkt fyrir aftan keppnistímabilið í fótbolta á Íslandi, verði ógilt. Þeirri kröfu hafnaði aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í gær, eftir að hafa áður vísað málinu frá en þurft að taka málið til efnislegrar meðferðar eftir dóm áfrýjunardómstóls KSÍ. KR ætlar nú að fara með málið að nýju til áfrýjunardómstóls sem þá mun taka málið til efnislegrar meðferðar. „Við erum búin að taka ákvörðun um að áfrýja. Þessi niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar kom mér svo sem ekkert á óvart að teknu tilliti til fyrri niðurstöðu hennar. Þetta eru sömu dómarar sem sátu í dóminum. Við setjum allt traust okkar á áfrýjunardómstólinn í þessum efnum,“ segir Páll. Segir enn fjóra eða fimm mánuði til stefnu til að klára mótið En hver er óskastaða KR? Hvað ef áfrýjunardómstóllinn úrskurðar KR í vil? „Þá þarf bara að klára mótið. Við þurfum í raun bara að klára það áður en við tilkynnum UEFA hverjir verða fulltrúar Íslands í Evrópukeppninni á næsta ári. Það er því ekki meiri tímapressa á okkur en það að við höfum 4-5 mánuði til þess,“ segir Páll, en KR var í harðri baráttu um Evrópusæti bæði í Pepsi Max-deildinni og Mjólkurbikarnum. Stend í þeirri trú að þeim hafi ekki verið heimilt að nota markaregluna Framarar kærðu þá ákvörðun að Leiknir R. skyldi fara upp úr Lengjudeildinni í Pepsi Max-deildina. Leiknir og Fram voru jöfn að stigum en Leiknir með betri markatölu, en í reglugerð KSÍ frá því í júlí um hvernig mótinu yrði slitið var ekki kveðið á um hvernig lið skyldu raðast yrðu þau jöfn að stigum. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, kvaðst búast við að málinu yrði áfrýjað: „Ég er nokkuð viss um það,“ sagði Ásgrímur. „Það kom mér náttúrulega á óvart að þetta færi svona. Ég stend í þeirri trú að þeim hafi ekki verið heimilt að nota markaregluna. Ég var þó ánægður með að þetta fengi efnislega meðferð.“ KSÍ KR Fram Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tengdar fréttir Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54 Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30 Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
„Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. KR-ingar krefjast þess að ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október, um að setja punkt fyrir aftan keppnistímabilið í fótbolta á Íslandi, verði ógilt. Þeirri kröfu hafnaði aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í gær, eftir að hafa áður vísað málinu frá en þurft að taka málið til efnislegrar meðferðar eftir dóm áfrýjunardómstóls KSÍ. KR ætlar nú að fara með málið að nýju til áfrýjunardómstóls sem þá mun taka málið til efnislegrar meðferðar. „Við erum búin að taka ákvörðun um að áfrýja. Þessi niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar kom mér svo sem ekkert á óvart að teknu tilliti til fyrri niðurstöðu hennar. Þetta eru sömu dómarar sem sátu í dóminum. Við setjum allt traust okkar á áfrýjunardómstólinn í þessum efnum,“ segir Páll. Segir enn fjóra eða fimm mánuði til stefnu til að klára mótið En hver er óskastaða KR? Hvað ef áfrýjunardómstóllinn úrskurðar KR í vil? „Þá þarf bara að klára mótið. Við þurfum í raun bara að klára það áður en við tilkynnum UEFA hverjir verða fulltrúar Íslands í Evrópukeppninni á næsta ári. Það er því ekki meiri tímapressa á okkur en það að við höfum 4-5 mánuði til þess,“ segir Páll, en KR var í harðri baráttu um Evrópusæti bæði í Pepsi Max-deildinni og Mjólkurbikarnum. Stend í þeirri trú að þeim hafi ekki verið heimilt að nota markaregluna Framarar kærðu þá ákvörðun að Leiknir R. skyldi fara upp úr Lengjudeildinni í Pepsi Max-deildina. Leiknir og Fram voru jöfn að stigum en Leiknir með betri markatölu, en í reglugerð KSÍ frá því í júlí um hvernig mótinu yrði slitið var ekki kveðið á um hvernig lið skyldu raðast yrðu þau jöfn að stigum. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, kvaðst búast við að málinu yrði áfrýjað: „Ég er nokkuð viss um það,“ sagði Ásgrímur. „Það kom mér náttúrulega á óvart að þetta færi svona. Ég stend í þeirri trú að þeim hafi ekki verið heimilt að nota markaregluna. Ég var þó ánægður með að þetta fengi efnislega meðferð.“
KSÍ KR Fram Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tengdar fréttir Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54 Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30 Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54
Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23
Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01
Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03
KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30