Faðir leikmanns Bayern lék körfubolta á Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2020 15:01 Chris Richards lék sinn fyrsta Meistaradeildarleik þegar Bayern München vann Red Bull Salzburg í gær, 3-1. getty/Alexander Hassenstein Faðir Chris Richards, leikmanns Bayern München, lék körfubolta á Íslandi í kringum aldamótin. Chris Richards, tvítugur Bandaríkjamaður, var í byrjunarliði Bayern München sem sigraði Red Bull Salzburg, 3-1, í Meistaradeild Evrópu í gær. Richards þessi er með skemmtilega Íslandstengingu eins og Kjartan Atli Kjartansson benti á í Meistaradeildarmessunni í gær. Faðir Richards, Ken Richards, lék nefnilega körfubolta hér á Íslandi í kringum aldamótin. Ken Richards lék með Val tímabilið 1998-99 og Breiðabliki tímabilið 2001-02. Hann skoraði 26,4 stig að meðaltali í leik með Valsmönnum og 19,8 stig að meðaltali í leik með Blikum. Í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar 2002 mætti Breiðablik Íslandsmeisturum Njarðvíkur. Blikar unnu annan leik liðanna í troðfullum Smáranum, 73-70, þar sem Richards skoraði 24 stig og tók nítján fráköst. Til þessa dags er þetta eini sigur karlaliðs Breiðabliks í úrslitakeppni. Njarðvíkingar unnu oddaleikinn gegn Blikum á heimavelli og fóru svo alla leið og urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Umfjöllun DV um leik Breiðabliks og Njarðvíkur 2002 þar sem Ken Richards fór mikinn. Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins og einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds, skrifaði um leikinn.úrklippa úr dv 18. mars 2002 Milli ævintýranna á Íslandi eignaðist Ken Richards son sinn, Chris. Hann fæddist í Birmingham í Alabama 28. mars 2000 og er elsta barn hjónanna Ken og Carrie Richards. Faðir hans lék með Birmingham-Southern háskólanum þar í borg á sínum tíma. Ken Richards fór víða á körfuboltaferlinum og lék m.a. í Bólivíu og Ástralíu auk Íslands. Chris Richards lék bæði körfubolta og fótbolta allt fram í menntaskóla en fór á endanum í aðra átt og faðir sinn og valdi fótboltann. Chris Richards fór til FC Dallas 2017 en ári seinna fékk Bayern hann svo á láni. Þýska félagið keypti hann svo í janúar 2019. Richards lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bayern gegn Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni 20. júní síðastliðinn. Richards hefur leikið þrjá deildarleiki fyrir Bayern og spilaði sinn fyrsta Meistaradeildarleik fyrir liðið gegn Salzburg í gær. Hann byrjaði inn á í stöðu vinstri bakvarðar og lék fyrstu 79 mínútur. Richards er miðvörður að upplagi og hefur m.a. verið líkt við Jérome Boateng. Richards hefur leikið fyrir yngri landslið Bandaríkjanna og lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Panama fyrr í þessum mánuði. Bayern hefur unnið alla leiki sína í A-riðli Meistaradeildarinnar og er komið áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Klippa: Íslandstenging leikmanns Bayern Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Dominos-deild karla Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Chris Richards, tvítugur Bandaríkjamaður, var í byrjunarliði Bayern München sem sigraði Red Bull Salzburg, 3-1, í Meistaradeild Evrópu í gær. Richards þessi er með skemmtilega Íslandstengingu eins og Kjartan Atli Kjartansson benti á í Meistaradeildarmessunni í gær. Faðir Richards, Ken Richards, lék nefnilega körfubolta hér á Íslandi í kringum aldamótin. Ken Richards lék með Val tímabilið 1998-99 og Breiðabliki tímabilið 2001-02. Hann skoraði 26,4 stig að meðaltali í leik með Valsmönnum og 19,8 stig að meðaltali í leik með Blikum. Í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar 2002 mætti Breiðablik Íslandsmeisturum Njarðvíkur. Blikar unnu annan leik liðanna í troðfullum Smáranum, 73-70, þar sem Richards skoraði 24 stig og tók nítján fráköst. Til þessa dags er þetta eini sigur karlaliðs Breiðabliks í úrslitakeppni. Njarðvíkingar unnu oddaleikinn gegn Blikum á heimavelli og fóru svo alla leið og urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Umfjöllun DV um leik Breiðabliks og Njarðvíkur 2002 þar sem Ken Richards fór mikinn. Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins og einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds, skrifaði um leikinn.úrklippa úr dv 18. mars 2002 Milli ævintýranna á Íslandi eignaðist Ken Richards son sinn, Chris. Hann fæddist í Birmingham í Alabama 28. mars 2000 og er elsta barn hjónanna Ken og Carrie Richards. Faðir hans lék með Birmingham-Southern háskólanum þar í borg á sínum tíma. Ken Richards fór víða á körfuboltaferlinum og lék m.a. í Bólivíu og Ástralíu auk Íslands. Chris Richards lék bæði körfubolta og fótbolta allt fram í menntaskóla en fór á endanum í aðra átt og faðir sinn og valdi fótboltann. Chris Richards fór til FC Dallas 2017 en ári seinna fékk Bayern hann svo á láni. Þýska félagið keypti hann svo í janúar 2019. Richards lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bayern gegn Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni 20. júní síðastliðinn. Richards hefur leikið þrjá deildarleiki fyrir Bayern og spilaði sinn fyrsta Meistaradeildarleik fyrir liðið gegn Salzburg í gær. Hann byrjaði inn á í stöðu vinstri bakvarðar og lék fyrstu 79 mínútur. Richards er miðvörður að upplagi og hefur m.a. verið líkt við Jérome Boateng. Richards hefur leikið fyrir yngri landslið Bandaríkjanna og lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Panama fyrr í þessum mánuði. Bayern hefur unnið alla leiki sína í A-riðli Meistaradeildarinnar og er komið áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Klippa: Íslandstenging leikmanns Bayern Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Dominos-deild karla Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira