Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2020 12:54 KR-ingar voru nánast eins nálægt Evrópusæti og hugsast getur. vísir/bára Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. Sú ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október að flauta af keppni í Íslandsmótunum og bikarkeppnunum í fótbolta bitnaði illa á KR og Fram. Ákvörðunin byggði á reglugerð stjórnarinnar frá 17. júlí, vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar ákvörðunin var tekin eygði karlalið KR enn von um að ná Evrópusæti, í gegnum Pepsi Max-deildina eða Mjólkurbikarinn, og kvennalið KR átti veika von um að bjarga sér frá falli niður í Lengjudeildina. Fram var aðeins verri markatölu fyrir neðan Leikni R. sem samkvæmt ákvörðun KSÍ fór upp í Pepsi Max-deildina. KR krafðist þess að ákvörðun stjórnar um að hætta keppni yrði felld úr gildi en Fram þess að viðurkennt yrði að Leiknir og Fram væru jafnstæð, og að ákvörðunin um að Leiknir hlyti sæti í úrvalsdeild yrði ógilt. Aga- og úrskurðanefnd KSÍ vísaði í fyrstu frá kærum KR og Fram, sem áfrýjuðu þá. Áfrýjunardómstóll kvað upp úr um að nefndin þyrfti að taka málin til efnislegrar meðferðar og það hefur hún nú gert. Hafnar því að stjórn KSÍ hafi verið vanhæf Í niðurstöðukafla vegna máls KR segir meðal annars stjórn KSÍ hafi verið að bregðast við meiriháttar utanaðkomandi atburðum. Ekki séu til ákvæði í reglugerðarsafni KSÍ um hvað skuli gera ef ekki tekst að ljúka mótum. Hins vegar sé fullnægjandi lagagrundvöllur fyrir setningu Covid reglugerðarinnar. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnar því að Guðni Bergsson formaður KSÍ hafi verið vanhæfur til að taka ákvörðun um slit Íslandsmótsins og bendir á að byggt sé á reglugerð frá því í sumar.vísir/vilhelm Þá hafnar nefndin því að stjórn KSÍ hafi verið vanhæf til að ákveða að ljúka keppni, en í kæru KR var vísað í tengsl formanns KSÍ við Val og varaformanns við Breiðablik, liðin sem urðu Íslandsmeistarar þegar mótinu var slitið. Um þetta segir meðal annars í úrskurðinum: „Ákvörðun stjórnar var almenn, byggð á þeim reglum sem settar voru í júlí þegar óljóst var hvernig yrði með framhaldið á mótum KSÍ. Ákvörðunin varðaði með einhverjum hætti hagsmuni allra liða í þeim deildum sem ákvörðunin snéri að og snéri þannig ekki að einstökum liðum sérstaklega. Að öllu þessu virtu er það álit aga- og úrskurðarnefndar að ekki hafi verið fyrir hendi þær aðstæður hjá stjórn KSÍ sem valdi því að hún hafi ekki haft heimild til að taka hina kærðu ákvörðun á grundvelli vanhæfis. Málsástæðu kæranda hvað þetta varðar er því hafnað.“ Rétt og skylt að láta markatölu ráða Framarar kærðu þá ákvörðun að markatala skyldi ráða því hvort Leiknir eða Fram færi upp í efstu deild, þar sem að í Covid reglugerðinni hafi ekki verið kveðið á um hvað gerðist ef lið væru jöfn að stigum. Í niðurstöðu aga- og úrskurðanefndar segir: „Samkvæmt 8. gr. í Covid reglugerð hefur stjórn KSÍ lokaákvörðun um öll þau málefni sem reglugerðin nær ekki sérstaklega til. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót eru ákvæði í 21. gr. um stigakeppni. Samkvæmt 21.3 segir að sigurvegari í stigakeppni sé það lið sem flest stig hlýtur og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Síðan segir að röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt a) Fjölda stiga. b) Markamismunur. c) Fjöldi skoraðra marka, o.s.frv.“ Ekkert mæli því gegn ákvörðun stjórnar KSÍ og henni hafi verið „bæði rétt og skylt að leysa úr þeirri stöðu sem upp var komin með þessum hætti“. Úrskurður vegna máls KR Úrskurður vegna máls Fram Pepsi Max-deild karla KR Fram Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Tengdar fréttir Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. Sú ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október að flauta af keppni í Íslandsmótunum og bikarkeppnunum í fótbolta bitnaði illa á KR og Fram. Ákvörðunin byggði á reglugerð stjórnarinnar frá 17. júlí, vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar ákvörðunin var tekin eygði karlalið KR enn von um að ná Evrópusæti, í gegnum Pepsi Max-deildina eða Mjólkurbikarinn, og kvennalið KR átti veika von um að bjarga sér frá falli niður í Lengjudeildina. Fram var aðeins verri markatölu fyrir neðan Leikni R. sem samkvæmt ákvörðun KSÍ fór upp í Pepsi Max-deildina. KR krafðist þess að ákvörðun stjórnar um að hætta keppni yrði felld úr gildi en Fram þess að viðurkennt yrði að Leiknir og Fram væru jafnstæð, og að ákvörðunin um að Leiknir hlyti sæti í úrvalsdeild yrði ógilt. Aga- og úrskurðanefnd KSÍ vísaði í fyrstu frá kærum KR og Fram, sem áfrýjuðu þá. Áfrýjunardómstóll kvað upp úr um að nefndin þyrfti að taka málin til efnislegrar meðferðar og það hefur hún nú gert. Hafnar því að stjórn KSÍ hafi verið vanhæf Í niðurstöðukafla vegna máls KR segir meðal annars stjórn KSÍ hafi verið að bregðast við meiriháttar utanaðkomandi atburðum. Ekki séu til ákvæði í reglugerðarsafni KSÍ um hvað skuli gera ef ekki tekst að ljúka mótum. Hins vegar sé fullnægjandi lagagrundvöllur fyrir setningu Covid reglugerðarinnar. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnar því að Guðni Bergsson formaður KSÍ hafi verið vanhæfur til að taka ákvörðun um slit Íslandsmótsins og bendir á að byggt sé á reglugerð frá því í sumar.vísir/vilhelm Þá hafnar nefndin því að stjórn KSÍ hafi verið vanhæf til að ákveða að ljúka keppni, en í kæru KR var vísað í tengsl formanns KSÍ við Val og varaformanns við Breiðablik, liðin sem urðu Íslandsmeistarar þegar mótinu var slitið. Um þetta segir meðal annars í úrskurðinum: „Ákvörðun stjórnar var almenn, byggð á þeim reglum sem settar voru í júlí þegar óljóst var hvernig yrði með framhaldið á mótum KSÍ. Ákvörðunin varðaði með einhverjum hætti hagsmuni allra liða í þeim deildum sem ákvörðunin snéri að og snéri þannig ekki að einstökum liðum sérstaklega. Að öllu þessu virtu er það álit aga- og úrskurðarnefndar að ekki hafi verið fyrir hendi þær aðstæður hjá stjórn KSÍ sem valdi því að hún hafi ekki haft heimild til að taka hina kærðu ákvörðun á grundvelli vanhæfis. Málsástæðu kæranda hvað þetta varðar er því hafnað.“ Rétt og skylt að láta markatölu ráða Framarar kærðu þá ákvörðun að markatala skyldi ráða því hvort Leiknir eða Fram færi upp í efstu deild, þar sem að í Covid reglugerðinni hafi ekki verið kveðið á um hvað gerðist ef lið væru jöfn að stigum. Í niðurstöðu aga- og úrskurðanefndar segir: „Samkvæmt 8. gr. í Covid reglugerð hefur stjórn KSÍ lokaákvörðun um öll þau málefni sem reglugerðin nær ekki sérstaklega til. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót eru ákvæði í 21. gr. um stigakeppni. Samkvæmt 21.3 segir að sigurvegari í stigakeppni sé það lið sem flest stig hlýtur og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Síðan segir að röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt a) Fjölda stiga. b) Markamismunur. c) Fjöldi skoraðra marka, o.s.frv.“ Ekkert mæli því gegn ákvörðun stjórnar KSÍ og henni hafi verið „bæði rétt og skylt að leysa úr þeirri stöðu sem upp var komin með þessum hætti“. Úrskurður vegna máls KR Úrskurður vegna máls Fram
Pepsi Max-deild karla KR Fram Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Tengdar fréttir Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23
Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01
Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn