Smitaður með samviskubit og greiðir allan aukakostnað Stefán Árni Pálsson skrifar 25. nóvember 2020 13:30 Gary Martin á svölunum á hótelinu á Tenerife. Gæti verið í einangrun á verri stað. Troy Williamsson Knattspyrnukappinn Gary Martin segir mjög pirrandi að sitja læstur inni á hótelherbergi á Tenerife með kórónuveiruna. Hann setur spurningamerki við að hann hafi fengið niðurstöður úr Covid-19 prófum annars vegar klukkustund og hins vegar fimm mínútum eftir fyrri og seinni skimun. „Það fannst mér mjög skrýtið. Ég er ekkert viss um að ég sé með þetta og vil helst fá að fara í alvöru pcr próf sem prófar einungis fyrir Covid-19,“ segir Gary. Hann greindist með kórónuveiruna í skimun á flugvellinum við komu og þarf því að dúsa inni á herbergi sínu næstu daga. Gary Martin hefur leikið knattspyrnu á Íslandi í mörg ár og nú síðast með ÍBV í sumar. Þar á undan með Val, KR, ÍA en Gary er frá Darlington á Englandi. Markahrókurinn ætlaði að æfa stíft í viku á Tenerife með félaga sínum Troy Williamsson. „Við vorum búnir að plana þessa ferð sem æfingaferð og koma okkur aftur í rútínu. Svo þegar maður fær svona fréttir þá er það mjög svekkjandi. En þetta er víst partur af lífinu í dag.“ Tíu dagar í einangrun Gary og Troy verða fastir inni á hótelherbergi í tíu daga. „Og eins og ég skil þetta megum við þá yfirgefa eyjuna og þurfum ekki að fara í annað próf,“ segir Gary. Félagi hans Troy Williamsson er líka afreksmaður í íþróttum. Troy er evrópskur meistari í léttvigt í hnefaleikum. „Við ætluðum að æfa vel í hitanum og hlaupa, boxa og lyfta lóðum frá mánudegi til fimmtudags og skemmta okkur síðan á föstudeginum og fljúga aftur heim á laugardegi. Það mun aftur á móti ekki gerast úr þessu,“ segir Gary sem varð að framlengja ferðina vegna veikindanna því hann megi ekki yfirgefa Tenerife strax. Gary Martin í leik með ÍBV. Gary saðist vera nokkuð sprækur þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í morgun. „Ég hef verið með smá kvef síðustu daga og það var nokkuð slæmt í tvo daga en ég get alveg trúað því að þetta sé bara kvef. En maður veit aldrei og það er betra að vera skynsamur og vera í sóttkví.“ Hann segir að þeir félagarnir eyði mestum tíma í það að vera í sólbaði á svölunum, horfa á sjónvarpið og elda góðan mat. „Starfsfólkið á hótelinu hefur verið frábært. Við réttum þeim bara lista af matvörum og það fer út í búð og kaupa fyrir okkur. Svo fáum við bara pokann fyrir utan hótelhurðina,“ segir Gary. Öryggisgæsla er töluver en Gary segir öryggisvörð ganga reglulega fram hjá hótelherbergi þeirra svo það sé á hreinu að þeir séu inni í herberginu. Nándin sé mikil hjá þeim Troy í herberginu. Klárar ferilinn á Íslandi „Ég vona að hann verði enn vinur minn eftir tíu daga með mér inni á hótelbergi,“ segir Gary og hlær. „Vonandi fáum við að fara heim 2. eða 3. desember ef við verðum alveg einkennalausir þá. Í skimuninni var ég með Covid en ekki vinur minn Troy, svo þetta er í raun allt mér að kenna því hann þarf að vera með mér í þessari einangrun. Ég borga því þessar auka fjórar nætur á hótelinu og ætla líka að borga breytingargjaldið á fluginu. Það er ekkert betra að borga meira fyrir það að sitja fastur inni á hótelherbergi í tíu daga. Það er ekki annað hægt en að hlæja að þessu,“ segir Gary léttur. Gary Martin segist ætla klára feril sinn sem knattspyrnumaður hér á landi. „Ég er með samning við ÍBV og mun koma til baka næsta sumar og hlakka bara mjög mikið til. Eins og ég hef oft sagt áður, ég mun klára minn feril á Íslandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Fleiri fréttir Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Sjá meira
Knattspyrnukappinn Gary Martin segir mjög pirrandi að sitja læstur inni á hótelherbergi á Tenerife með kórónuveiruna. Hann setur spurningamerki við að hann hafi fengið niðurstöður úr Covid-19 prófum annars vegar klukkustund og hins vegar fimm mínútum eftir fyrri og seinni skimun. „Það fannst mér mjög skrýtið. Ég er ekkert viss um að ég sé með þetta og vil helst fá að fara í alvöru pcr próf sem prófar einungis fyrir Covid-19,“ segir Gary. Hann greindist með kórónuveiruna í skimun á flugvellinum við komu og þarf því að dúsa inni á herbergi sínu næstu daga. Gary Martin hefur leikið knattspyrnu á Íslandi í mörg ár og nú síðast með ÍBV í sumar. Þar á undan með Val, KR, ÍA en Gary er frá Darlington á Englandi. Markahrókurinn ætlaði að æfa stíft í viku á Tenerife með félaga sínum Troy Williamsson. „Við vorum búnir að plana þessa ferð sem æfingaferð og koma okkur aftur í rútínu. Svo þegar maður fær svona fréttir þá er það mjög svekkjandi. En þetta er víst partur af lífinu í dag.“ Tíu dagar í einangrun Gary og Troy verða fastir inni á hótelherbergi í tíu daga. „Og eins og ég skil þetta megum við þá yfirgefa eyjuna og þurfum ekki að fara í annað próf,“ segir Gary. Félagi hans Troy Williamsson er líka afreksmaður í íþróttum. Troy er evrópskur meistari í léttvigt í hnefaleikum. „Við ætluðum að æfa vel í hitanum og hlaupa, boxa og lyfta lóðum frá mánudegi til fimmtudags og skemmta okkur síðan á föstudeginum og fljúga aftur heim á laugardegi. Það mun aftur á móti ekki gerast úr þessu,“ segir Gary sem varð að framlengja ferðina vegna veikindanna því hann megi ekki yfirgefa Tenerife strax. Gary Martin í leik með ÍBV. Gary saðist vera nokkuð sprækur þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann í morgun. „Ég hef verið með smá kvef síðustu daga og það var nokkuð slæmt í tvo daga en ég get alveg trúað því að þetta sé bara kvef. En maður veit aldrei og það er betra að vera skynsamur og vera í sóttkví.“ Hann segir að þeir félagarnir eyði mestum tíma í það að vera í sólbaði á svölunum, horfa á sjónvarpið og elda góðan mat. „Starfsfólkið á hótelinu hefur verið frábært. Við réttum þeim bara lista af matvörum og það fer út í búð og kaupa fyrir okkur. Svo fáum við bara pokann fyrir utan hótelhurðina,“ segir Gary. Öryggisgæsla er töluver en Gary segir öryggisvörð ganga reglulega fram hjá hótelherbergi þeirra svo það sé á hreinu að þeir séu inni í herberginu. Nándin sé mikil hjá þeim Troy í herberginu. Klárar ferilinn á Íslandi „Ég vona að hann verði enn vinur minn eftir tíu daga með mér inni á hótelbergi,“ segir Gary og hlær. „Vonandi fáum við að fara heim 2. eða 3. desember ef við verðum alveg einkennalausir þá. Í skimuninni var ég með Covid en ekki vinur minn Troy, svo þetta er í raun allt mér að kenna því hann þarf að vera með mér í þessari einangrun. Ég borga því þessar auka fjórar nætur á hótelinu og ætla líka að borga breytingargjaldið á fluginu. Það er ekkert betra að borga meira fyrir það að sitja fastur inni á hótelherbergi í tíu daga. Það er ekki annað hægt en að hlæja að þessu,“ segir Gary léttur. Gary Martin segist ætla klára feril sinn sem knattspyrnumaður hér á landi. „Ég er með samning við ÍBV og mun koma til baka næsta sumar og hlakka bara mjög mikið til. Eins og ég hef oft sagt áður, ég mun klára minn feril á Íslandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Fleiri fréttir Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Sjá meira