Zlatan ósáttur við að tölvuleikjaframleiðandi noti nafn hans og útlitseinkenni án leyfis Ísak Hallmundarson skrifar 24. nóvember 2020 18:01 Það er bara einn Zlatan. getty/Marco Canoniero Hinn sænski knattspyrnusnillingur Zlatan Ibrahimovic er engum líkur. Hann hefur skorað yfir 500 mörk á ferlinum og þrátt fyrir að verða fertugur á næsta ári er hann lykilmaður í toppliði AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni og markahæsti leikmaður deildarinnar á tímabilinu til þessa. Zlatan er einnig þekktur fyrir að segja nákvæmlega það sem honum finnst utan vallar og í nýlegri Twitter-færslu furðar hann sig á því hvers vegna tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports, sem framleiðir meðal annars FIFA tölvuleikinn vinsæla, geti notað nafn hans og útlit án þess að hafa nokkurn tímann rætt við hann sjálfan. Who gave FIFA EA Sport permission to use my name and face? @FIFPro? I’m not aware to be a member of Fifpro and if I am I was put there without any real knowledge through some weird manouver. And for sure I never allowed @FIFAcom or Fifpro to make money using me— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) November 23, 2020 Hann segist aldrei hafa leyft FIFA eða leikmannasamtökunum Fifpro að nota sig til að græða pening. „Einhver hefur hagnast á nafninu mínu og andliti án samkomulags öll þessi ár. Tími til kominn að rannsaka málið,“ segir Zlatan á Twitter. Somebody is making profit on my name and face without any agreement all these years.Time to investigate— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) November 23, 2020 Staðreyndin er hinsvegar sú að hvort sem Svíanum líkar betur eða verr, gerði EA Sports samkomulag við bæði AC Milan og Inter Milan fyrr á árinu sem veitti EA réttinn á að nota búninga liðanna, heimavöll og útlitseinkenni leikmanna. Það síðastnefnda útskýrir hvers vegna fyrirtækið má nota útlit Zlatans í leiknum. Ítalski boltinn Rafíþróttir Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Blaðamannafundur Íslands: Farið yfir málin fyrir Frakkaleikinn Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Sjá meira
Hinn sænski knattspyrnusnillingur Zlatan Ibrahimovic er engum líkur. Hann hefur skorað yfir 500 mörk á ferlinum og þrátt fyrir að verða fertugur á næsta ári er hann lykilmaður í toppliði AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni og markahæsti leikmaður deildarinnar á tímabilinu til þessa. Zlatan er einnig þekktur fyrir að segja nákvæmlega það sem honum finnst utan vallar og í nýlegri Twitter-færslu furðar hann sig á því hvers vegna tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports, sem framleiðir meðal annars FIFA tölvuleikinn vinsæla, geti notað nafn hans og útlit án þess að hafa nokkurn tímann rætt við hann sjálfan. Who gave FIFA EA Sport permission to use my name and face? @FIFPro? I’m not aware to be a member of Fifpro and if I am I was put there without any real knowledge through some weird manouver. And for sure I never allowed @FIFAcom or Fifpro to make money using me— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) November 23, 2020 Hann segist aldrei hafa leyft FIFA eða leikmannasamtökunum Fifpro að nota sig til að græða pening. „Einhver hefur hagnast á nafninu mínu og andliti án samkomulags öll þessi ár. Tími til kominn að rannsaka málið,“ segir Zlatan á Twitter. Somebody is making profit on my name and face without any agreement all these years.Time to investigate— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) November 23, 2020 Staðreyndin er hinsvegar sú að hvort sem Svíanum líkar betur eða verr, gerði EA Sports samkomulag við bæði AC Milan og Inter Milan fyrr á árinu sem veitti EA réttinn á að nota búninga liðanna, heimavöll og útlitseinkenni leikmanna. Það síðastnefnda útskýrir hvers vegna fyrirtækið má nota útlit Zlatans í leiknum.
Ítalski boltinn Rafíþróttir Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Blaðamannafundur Íslands: Farið yfir málin fyrir Frakkaleikinn Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Sjá meira