Zlatan ósáttur við að tölvuleikjaframleiðandi noti nafn hans og útlitseinkenni án leyfis Ísak Hallmundarson skrifar 24. nóvember 2020 18:01 Það er bara einn Zlatan. getty/Marco Canoniero Hinn sænski knattspyrnusnillingur Zlatan Ibrahimovic er engum líkur. Hann hefur skorað yfir 500 mörk á ferlinum og þrátt fyrir að verða fertugur á næsta ári er hann lykilmaður í toppliði AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni og markahæsti leikmaður deildarinnar á tímabilinu til þessa. Zlatan er einnig þekktur fyrir að segja nákvæmlega það sem honum finnst utan vallar og í nýlegri Twitter-færslu furðar hann sig á því hvers vegna tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports, sem framleiðir meðal annars FIFA tölvuleikinn vinsæla, geti notað nafn hans og útlit án þess að hafa nokkurn tímann rætt við hann sjálfan. Who gave FIFA EA Sport permission to use my name and face? @FIFPro? I’m not aware to be a member of Fifpro and if I am I was put there without any real knowledge through some weird manouver. And for sure I never allowed @FIFAcom or Fifpro to make money using me— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) November 23, 2020 Hann segist aldrei hafa leyft FIFA eða leikmannasamtökunum Fifpro að nota sig til að græða pening. „Einhver hefur hagnast á nafninu mínu og andliti án samkomulags öll þessi ár. Tími til kominn að rannsaka málið,“ segir Zlatan á Twitter. Somebody is making profit on my name and face without any agreement all these years.Time to investigate— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) November 23, 2020 Staðreyndin er hinsvegar sú að hvort sem Svíanum líkar betur eða verr, gerði EA Sports samkomulag við bæði AC Milan og Inter Milan fyrr á árinu sem veitti EA réttinn á að nota búninga liðanna, heimavöll og útlitseinkenni leikmanna. Það síðastnefnda útskýrir hvers vegna fyrirtækið má nota útlit Zlatans í leiknum. Ítalski boltinn Rafíþróttir Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Sjá meira
Hinn sænski knattspyrnusnillingur Zlatan Ibrahimovic er engum líkur. Hann hefur skorað yfir 500 mörk á ferlinum og þrátt fyrir að verða fertugur á næsta ári er hann lykilmaður í toppliði AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni og markahæsti leikmaður deildarinnar á tímabilinu til þessa. Zlatan er einnig þekktur fyrir að segja nákvæmlega það sem honum finnst utan vallar og í nýlegri Twitter-færslu furðar hann sig á því hvers vegna tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports, sem framleiðir meðal annars FIFA tölvuleikinn vinsæla, geti notað nafn hans og útlit án þess að hafa nokkurn tímann rætt við hann sjálfan. Who gave FIFA EA Sport permission to use my name and face? @FIFPro? I’m not aware to be a member of Fifpro and if I am I was put there without any real knowledge through some weird manouver. And for sure I never allowed @FIFAcom or Fifpro to make money using me— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) November 23, 2020 Hann segist aldrei hafa leyft FIFA eða leikmannasamtökunum Fifpro að nota sig til að græða pening. „Einhver hefur hagnast á nafninu mínu og andliti án samkomulags öll þessi ár. Tími til kominn að rannsaka málið,“ segir Zlatan á Twitter. Somebody is making profit on my name and face without any agreement all these years.Time to investigate— Zlatan Ibrahimović (@Ibra_official) November 23, 2020 Staðreyndin er hinsvegar sú að hvort sem Svíanum líkar betur eða verr, gerði EA Sports samkomulag við bæði AC Milan og Inter Milan fyrr á árinu sem veitti EA réttinn á að nota búninga liðanna, heimavöll og útlitseinkenni leikmanna. Það síðastnefnda útskýrir hvers vegna fyrirtækið má nota útlit Zlatans í leiknum.
Ítalski boltinn Rafíþróttir Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Sjá meira