Freyr vildi ekki yfirgefa landsliðið fyrir dönsku meistarana Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2020 12:00 Freyr Alexandersson einbeittur á svip á hliðarlínunni á leik gegn Belgíu í Brussel í september. Getty/Soccrates Knattspyrnufélagið Midtjylland, sem er ríkjandi Danmerkurmeistari og leikur í Meistaradeild Evrópu, falaðist eftir starfskröftum Freys Alexanderssonar snemma á þessu ári. Hann neyddist til að hafna félaginu, að sinni. Freyr var á þessum tíma aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands. Sjö ára starfi hans fyrir Knattspyrnusamband Íslands lauk hins vegar, að óbreyttu, í síðustu viku og Freyr er fluttur til Katar þar sem hann er að ganga frá samningi um að verða aðstoðarþjálfari Al Arabi. Freyr viðurkennir að það hafi hins vegar verið mjög freistandi að gerast aðstoðarþjálfari hjá Midtjylland, eins og honum stóð til boða, en það hefði meðal annars þýtt að hann væri mættur til Amsterdam vegna leiksins við Ajax í Meistaradeild Evrópu á morgun. Þá hefði hann einnig þurft að hjálpa liði sínu að undirbúa leikina við Liverpool í sömu keppni. „Hafði það ekki í mér“ „Þetta var í byrjun árs. Ég fór þá í viðræður við þá [forráðamenn Midtjylland] og fannst þetta ofboðslega spennandi. Mjög áhugavert „project“. En á þeim tímapunkti vorum við að fara með landsliðinu í umspil í mars,“ sagði Freyr við Vísi. Umspilinu var á endanum frestað, vegna kórónuveirufaraldursins, sem og lokakeppni EM, og ekki gekk upp að Freyr héldi áfram sem aðstoðarþjálfari landsliðsins á sama tíma og hann ynni hjá Midtjylland. Freyr Alexandersson var nánasti aðstoðarmaður Eriks Hamrén í þau rúmu tvö ár sem hann stýrði landsliðinu.VÍSIR/VILHELM „Hvorugur aðilinn, hvorki Midtjylland né KSÍ, hafði áhuga á því að ég myndi sinna hvoru tveggja. Þar af leiðandi þurfti ég að velja á milli. Ég gat ekki farið út úr landsliðsdjobbinu á þeim tíma. Ég hafði það ekki í mér. Við þurftum því að loka þeim viðræðum á þeim tímapunkti. Þeir hjá Midtjylland skildu það og við erum búnir að vera í góðu sambandi síðan. Það er frábært að sjá hvernig þeim hefur gengið, og þar er geggjað starf unnið. Þetta hefði verið frábærlega skemmtilegt verkefni en það kemur síðar,“ segir Freyr. Klippa: Freyr um starfstilboðið frá Midtjylland EM 2020 í fótbolta Danski boltinn Tengdar fréttir „Hef saknað þess oft á þessum landsliðsárum“ Freyr Alexandersson snýr nú aftur í þjálfun hjá félagsliði eftir þjálfun landsliða síðustu ár, á framandi slóðum í Katar. Hann vonast til að fjölskylda sín geti flutt sem fyrst út – að minnsta kosti fyrir jól. 23. nóvember 2020 19:00 Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað. 23. nóvember 2020 16:00 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Sjá meira
Knattspyrnufélagið Midtjylland, sem er ríkjandi Danmerkurmeistari og leikur í Meistaradeild Evrópu, falaðist eftir starfskröftum Freys Alexanderssonar snemma á þessu ári. Hann neyddist til að hafna félaginu, að sinni. Freyr var á þessum tíma aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands. Sjö ára starfi hans fyrir Knattspyrnusamband Íslands lauk hins vegar, að óbreyttu, í síðustu viku og Freyr er fluttur til Katar þar sem hann er að ganga frá samningi um að verða aðstoðarþjálfari Al Arabi. Freyr viðurkennir að það hafi hins vegar verið mjög freistandi að gerast aðstoðarþjálfari hjá Midtjylland, eins og honum stóð til boða, en það hefði meðal annars þýtt að hann væri mættur til Amsterdam vegna leiksins við Ajax í Meistaradeild Evrópu á morgun. Þá hefði hann einnig þurft að hjálpa liði sínu að undirbúa leikina við Liverpool í sömu keppni. „Hafði það ekki í mér“ „Þetta var í byrjun árs. Ég fór þá í viðræður við þá [forráðamenn Midtjylland] og fannst þetta ofboðslega spennandi. Mjög áhugavert „project“. En á þeim tímapunkti vorum við að fara með landsliðinu í umspil í mars,“ sagði Freyr við Vísi. Umspilinu var á endanum frestað, vegna kórónuveirufaraldursins, sem og lokakeppni EM, og ekki gekk upp að Freyr héldi áfram sem aðstoðarþjálfari landsliðsins á sama tíma og hann ynni hjá Midtjylland. Freyr Alexandersson var nánasti aðstoðarmaður Eriks Hamrén í þau rúmu tvö ár sem hann stýrði landsliðinu.VÍSIR/VILHELM „Hvorugur aðilinn, hvorki Midtjylland né KSÍ, hafði áhuga á því að ég myndi sinna hvoru tveggja. Þar af leiðandi þurfti ég að velja á milli. Ég gat ekki farið út úr landsliðsdjobbinu á þeim tíma. Ég hafði það ekki í mér. Við þurftum því að loka þeim viðræðum á þeim tímapunkti. Þeir hjá Midtjylland skildu það og við erum búnir að vera í góðu sambandi síðan. Það er frábært að sjá hvernig þeim hefur gengið, og þar er geggjað starf unnið. Þetta hefði verið frábærlega skemmtilegt verkefni en það kemur síðar,“ segir Freyr. Klippa: Freyr um starfstilboðið frá Midtjylland
EM 2020 í fótbolta Danski boltinn Tengdar fréttir „Hef saknað þess oft á þessum landsliðsárum“ Freyr Alexandersson snýr nú aftur í þjálfun hjá félagsliði eftir þjálfun landsliða síðustu ár, á framandi slóðum í Katar. Hann vonast til að fjölskylda sín geti flutt sem fyrst út – að minnsta kosti fyrir jól. 23. nóvember 2020 19:00 Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað. 23. nóvember 2020 16:00 Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Sjá meira
„Hef saknað þess oft á þessum landsliðsárum“ Freyr Alexandersson snýr nú aftur í þjálfun hjá félagsliði eftir þjálfun landsliða síðustu ár, á framandi slóðum í Katar. Hann vonast til að fjölskylda sín geti flutt sem fyrst út – að minnsta kosti fyrir jól. 23. nóvember 2020 19:00
Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað. 23. nóvember 2020 16:00