Freyr vildi ekki yfirgefa landsliðið fyrir dönsku meistarana Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2020 12:00 Freyr Alexandersson einbeittur á svip á hliðarlínunni á leik gegn Belgíu í Brussel í september. Getty/Soccrates Knattspyrnufélagið Midtjylland, sem er ríkjandi Danmerkurmeistari og leikur í Meistaradeild Evrópu, falaðist eftir starfskröftum Freys Alexanderssonar snemma á þessu ári. Hann neyddist til að hafna félaginu, að sinni. Freyr var á þessum tíma aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands. Sjö ára starfi hans fyrir Knattspyrnusamband Íslands lauk hins vegar, að óbreyttu, í síðustu viku og Freyr er fluttur til Katar þar sem hann er að ganga frá samningi um að verða aðstoðarþjálfari Al Arabi. Freyr viðurkennir að það hafi hins vegar verið mjög freistandi að gerast aðstoðarþjálfari hjá Midtjylland, eins og honum stóð til boða, en það hefði meðal annars þýtt að hann væri mættur til Amsterdam vegna leiksins við Ajax í Meistaradeild Evrópu á morgun. Þá hefði hann einnig þurft að hjálpa liði sínu að undirbúa leikina við Liverpool í sömu keppni. „Hafði það ekki í mér“ „Þetta var í byrjun árs. Ég fór þá í viðræður við þá [forráðamenn Midtjylland] og fannst þetta ofboðslega spennandi. Mjög áhugavert „project“. En á þeim tímapunkti vorum við að fara með landsliðinu í umspil í mars,“ sagði Freyr við Vísi. Umspilinu var á endanum frestað, vegna kórónuveirufaraldursins, sem og lokakeppni EM, og ekki gekk upp að Freyr héldi áfram sem aðstoðarþjálfari landsliðsins á sama tíma og hann ynni hjá Midtjylland. Freyr Alexandersson var nánasti aðstoðarmaður Eriks Hamrén í þau rúmu tvö ár sem hann stýrði landsliðinu.VÍSIR/VILHELM „Hvorugur aðilinn, hvorki Midtjylland né KSÍ, hafði áhuga á því að ég myndi sinna hvoru tveggja. Þar af leiðandi þurfti ég að velja á milli. Ég gat ekki farið út úr landsliðsdjobbinu á þeim tíma. Ég hafði það ekki í mér. Við þurftum því að loka þeim viðræðum á þeim tímapunkti. Þeir hjá Midtjylland skildu það og við erum búnir að vera í góðu sambandi síðan. Það er frábært að sjá hvernig þeim hefur gengið, og þar er geggjað starf unnið. Þetta hefði verið frábærlega skemmtilegt verkefni en það kemur síðar,“ segir Freyr. Klippa: Freyr um starfstilboðið frá Midtjylland EM 2020 í fótbolta Danski boltinn Tengdar fréttir „Hef saknað þess oft á þessum landsliðsárum“ Freyr Alexandersson snýr nú aftur í þjálfun hjá félagsliði eftir þjálfun landsliða síðustu ár, á framandi slóðum í Katar. Hann vonast til að fjölskylda sín geti flutt sem fyrst út – að minnsta kosti fyrir jól. 23. nóvember 2020 19:00 Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað. 23. nóvember 2020 16:00 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Knattspyrnufélagið Midtjylland, sem er ríkjandi Danmerkurmeistari og leikur í Meistaradeild Evrópu, falaðist eftir starfskröftum Freys Alexanderssonar snemma á þessu ári. Hann neyddist til að hafna félaginu, að sinni. Freyr var á þessum tíma aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands. Sjö ára starfi hans fyrir Knattspyrnusamband Íslands lauk hins vegar, að óbreyttu, í síðustu viku og Freyr er fluttur til Katar þar sem hann er að ganga frá samningi um að verða aðstoðarþjálfari Al Arabi. Freyr viðurkennir að það hafi hins vegar verið mjög freistandi að gerast aðstoðarþjálfari hjá Midtjylland, eins og honum stóð til boða, en það hefði meðal annars þýtt að hann væri mættur til Amsterdam vegna leiksins við Ajax í Meistaradeild Evrópu á morgun. Þá hefði hann einnig þurft að hjálpa liði sínu að undirbúa leikina við Liverpool í sömu keppni. „Hafði það ekki í mér“ „Þetta var í byrjun árs. Ég fór þá í viðræður við þá [forráðamenn Midtjylland] og fannst þetta ofboðslega spennandi. Mjög áhugavert „project“. En á þeim tímapunkti vorum við að fara með landsliðinu í umspil í mars,“ sagði Freyr við Vísi. Umspilinu var á endanum frestað, vegna kórónuveirufaraldursins, sem og lokakeppni EM, og ekki gekk upp að Freyr héldi áfram sem aðstoðarþjálfari landsliðsins á sama tíma og hann ynni hjá Midtjylland. Freyr Alexandersson var nánasti aðstoðarmaður Eriks Hamrén í þau rúmu tvö ár sem hann stýrði landsliðinu.VÍSIR/VILHELM „Hvorugur aðilinn, hvorki Midtjylland né KSÍ, hafði áhuga á því að ég myndi sinna hvoru tveggja. Þar af leiðandi þurfti ég að velja á milli. Ég gat ekki farið út úr landsliðsdjobbinu á þeim tíma. Ég hafði það ekki í mér. Við þurftum því að loka þeim viðræðum á þeim tímapunkti. Þeir hjá Midtjylland skildu það og við erum búnir að vera í góðu sambandi síðan. Það er frábært að sjá hvernig þeim hefur gengið, og þar er geggjað starf unnið. Þetta hefði verið frábærlega skemmtilegt verkefni en það kemur síðar,“ segir Freyr. Klippa: Freyr um starfstilboðið frá Midtjylland
EM 2020 í fótbolta Danski boltinn Tengdar fréttir „Hef saknað þess oft á þessum landsliðsárum“ Freyr Alexandersson snýr nú aftur í þjálfun hjá félagsliði eftir þjálfun landsliða síðustu ár, á framandi slóðum í Katar. Hann vonast til að fjölskylda sín geti flutt sem fyrst út – að minnsta kosti fyrir jól. 23. nóvember 2020 19:00 Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað. 23. nóvember 2020 16:00 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
„Hef saknað þess oft á þessum landsliðsárum“ Freyr Alexandersson snýr nú aftur í þjálfun hjá félagsliði eftir þjálfun landsliða síðustu ár, á framandi slóðum í Katar. Hann vonast til að fjölskylda sín geti flutt sem fyrst út – að minnsta kosti fyrir jól. 23. nóvember 2020 19:00
Landsliðsmenn biðlað til Freys um að halda áfram: „Þykir ótrúlega vænt um það“ Freyr Alexandersson segir að sér þyki afar vænt um að landsliðsmenn hafi komið að máli við sig og beðið um að hann bjóði áfram fram krafta sína fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. KSÍ virðist hins vegar ætla að leita annað. 23. nóvember 2020 16:00