Rafbílaframleiðandinn Arrival ætlar á markað Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. nóvember 2020 07:00 Bílar frá Arrival. Breski rafbilaframleiðandinn Arrival, sem framleiðir rafknúna sendibíla er á leiðinni á markað í Bandaríkjunum með verðmat upp á 5,4 milljarða dollara eða um735 milljarða íslenskra króna, eftir samruna við CIIG. CIIG er félag sem sérhæfir sig í að safna fé á hlutabréfamarkaði og hefur áður unnið með rafbílasprotum eins og Nikola og Fisker. CIIG mun fara með 12 prósent hlut í Arrivel og aðrir hluthafar því 88 prósent, meðal þeirra eru Hyundai og UPS, póstþjónustan. Áætlað er að félagið geti með skráningunni safnað allt að 660 milljónum dollara eða um 90 milljörðum króna. Félagið hefur þegar náð í 118 milljón dollara, um 16 milljarða fjárfestingu frá BlackRock í október. UPS hefur þegar pantað um 10.000 rafsendibíla frá Arrival með möguleika á að tvöfalda þá pöntun. Bílarnir sem UPS fær verða búnir vélbúnaði til að vera sjálfkeyrandi. „Hugbúnaðinn er hægt að uppfæra þegar hann verður reiðubúinn,“ sagði Avinash Rugoorbur, forseti Arrival. Vistvænir bílar Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Breski rafbilaframleiðandinn Arrival, sem framleiðir rafknúna sendibíla er á leiðinni á markað í Bandaríkjunum með verðmat upp á 5,4 milljarða dollara eða um735 milljarða íslenskra króna, eftir samruna við CIIG. CIIG er félag sem sérhæfir sig í að safna fé á hlutabréfamarkaði og hefur áður unnið með rafbílasprotum eins og Nikola og Fisker. CIIG mun fara með 12 prósent hlut í Arrivel og aðrir hluthafar því 88 prósent, meðal þeirra eru Hyundai og UPS, póstþjónustan. Áætlað er að félagið geti með skráningunni safnað allt að 660 milljónum dollara eða um 90 milljörðum króna. Félagið hefur þegar náð í 118 milljón dollara, um 16 milljarða fjárfestingu frá BlackRock í október. UPS hefur þegar pantað um 10.000 rafsendibíla frá Arrival með möguleika á að tvöfalda þá pöntun. Bílarnir sem UPS fær verða búnir vélbúnaði til að vera sjálfkeyrandi. „Hugbúnaðinn er hægt að uppfæra þegar hann verður reiðubúinn,“ sagði Avinash Rugoorbur, forseti Arrival.
Vistvænir bílar Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent