Hefur klæðst búningi í heimavinnunni í meira en 50 daga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 19:22 Oddur J. Jónasson, þýðandi hjá Stöð 2, hefur klæðst búningi í vinnuna í nærri sextíu daga, frá því að heimavinna hófst að nýju. Oddur Jónasson Oddur J. Jónasson, þýðandi hjá Stöð 2, hefur brotið upp á heimavinnuna nú í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins en hann hefur klæðst búningum frá því að hann hóf heimavinnu að nýju. Nú hefur hann sett saman meira en sextíu búninga og fara þeir úr því að vera kennari yfir í víking, M&M nammi og sovéskan leynilögreglumann. Oddur er mikill stemningsmaður, elskar Eurovision og Game of Thrones sem hann sér alltaf fyrstur Íslendinga enda þýðir hann þættina. Oddur hefur undanfarna mánuði skemmt samstarfsfélögum sínum með því að mæta í litríkum búningum í vinnuna og á alla fjarfundi, sem hefur skemmt samstarfsfólkinu vel. Oddur var heimsóttur í Íslandi í dag í kvöld og sýndi hann þar alla búningana. Klippa: Fer í nýjan búning fyrir hvern Teams fund „Það hefur bara gengið mjög vel, við höfum þurft að breyta borðstofuborðinu í tveggja manna skrifstofu og það hefur allt bara rúllað þokkalega. Í fyrstu bylgjunni núna í vor fannst okkur þetta vera orðið hálfleiðinlegt og ég hóaði í liðið mitt og ætlaði að setja upp smá dagskrá, hvort við ættum ekki að hafa ljótupeysudaga, sólgleraugnadaga, hattadaga og þess háttar. Svo vatt þetta hægt og rólega upp á sig,“ segir Oddur. Hann segir að fleiri samstarfsfélagar hans taki þátt í búningagleðinni en hafi kannski ekki allir farið „all-in“ eins og hann. Túristaþema og mafíósaþema.Stjörnustríð og mötuneytisþema.Röndóttur dagur og dekurdagur.Prinsessuþema og veiðidagur.Skítadjobb þema og vetrarþema.Hrekkjavökuþema og mynsturþema.Goth-þema og Astrid Lindgren þema.Sánadagur og franskur dagur. „Ég setti mér reglur, ég ætlaði ekki að kaupa mér neitt, fór í gegn um fataskápana og raðaði saman og það hefur bara gengið vel hingað til,“ segir Oddur. Hann segir að búningarnir séu hátt í sextíu núna. Uppáhaldsbúningurinn hafi verið „herramanns-búningur,“ þar sem hann var í jakkafötum, með kúluhatt og drakk te úr fínum postulínsbolla. Skoskt þema og nammidagur.Tímaflakkaraþema og þynnkuþema.Tölvuleikjadagur og víkingaþema.Buxnalaus dagur og sólstrandardagur.Jakkaföt og hjólhýsahyski.Ofurhetjuþema (stjörnuþýðandinn) og latino-þema.Rokkstjörnuþema og grænn dagur.Spæjaraþema og trúðaþema. Hann segist halda mikið upp á Eurovision, og fólk í hverfinu öllu vant, en ár hvert eru hengdir upp fánar í gluggana á heimili Odds. Það eru, þjóðfánar þeirra ríkja sem taka þátt í Eurovision, svo það má með sanni segja að Oddur sé stemningsmaður. Hann segir að þegar fregnir hafi borist þess efnis í vor að Eurovision yrði ekki haldið í ár hafi verið haldin erfidrykkja á heimilinu, heimilsmenn klæddir í svart og sorgarörlögin syrgð. Peppdagur og sumarkjóladagur.Eurovision-dagur og lopadagur.Sófakartöfludagur og Austurlandadagur.Tiger King þema og neon-dagur.Landsleikjadagur og Ladies and Gentlemen þema.Konungsfjölskylduþema (konungur sjónvarpsstólsins) og rússneskur dagur.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ísland í dag Grín og gaman Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Oddur J. Jónasson, þýðandi hjá Stöð 2, hefur brotið upp á heimavinnuna nú í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins en hann hefur klæðst búningum frá því að hann hóf heimavinnu að nýju. Nú hefur hann sett saman meira en sextíu búninga og fara þeir úr því að vera kennari yfir í víking, M&M nammi og sovéskan leynilögreglumann. Oddur er mikill stemningsmaður, elskar Eurovision og Game of Thrones sem hann sér alltaf fyrstur Íslendinga enda þýðir hann þættina. Oddur hefur undanfarna mánuði skemmt samstarfsfélögum sínum með því að mæta í litríkum búningum í vinnuna og á alla fjarfundi, sem hefur skemmt samstarfsfólkinu vel. Oddur var heimsóttur í Íslandi í dag í kvöld og sýndi hann þar alla búningana. Klippa: Fer í nýjan búning fyrir hvern Teams fund „Það hefur bara gengið mjög vel, við höfum þurft að breyta borðstofuborðinu í tveggja manna skrifstofu og það hefur allt bara rúllað þokkalega. Í fyrstu bylgjunni núna í vor fannst okkur þetta vera orðið hálfleiðinlegt og ég hóaði í liðið mitt og ætlaði að setja upp smá dagskrá, hvort við ættum ekki að hafa ljótupeysudaga, sólgleraugnadaga, hattadaga og þess háttar. Svo vatt þetta hægt og rólega upp á sig,“ segir Oddur. Hann segir að fleiri samstarfsfélagar hans taki þátt í búningagleðinni en hafi kannski ekki allir farið „all-in“ eins og hann. Túristaþema og mafíósaþema.Stjörnustríð og mötuneytisþema.Röndóttur dagur og dekurdagur.Prinsessuþema og veiðidagur.Skítadjobb þema og vetrarþema.Hrekkjavökuþema og mynsturþema.Goth-þema og Astrid Lindgren þema.Sánadagur og franskur dagur. „Ég setti mér reglur, ég ætlaði ekki að kaupa mér neitt, fór í gegn um fataskápana og raðaði saman og það hefur bara gengið vel hingað til,“ segir Oddur. Hann segir að búningarnir séu hátt í sextíu núna. Uppáhaldsbúningurinn hafi verið „herramanns-búningur,“ þar sem hann var í jakkafötum, með kúluhatt og drakk te úr fínum postulínsbolla. Skoskt þema og nammidagur.Tímaflakkaraþema og þynnkuþema.Tölvuleikjadagur og víkingaþema.Buxnalaus dagur og sólstrandardagur.Jakkaföt og hjólhýsahyski.Ofurhetjuþema (stjörnuþýðandinn) og latino-þema.Rokkstjörnuþema og grænn dagur.Spæjaraþema og trúðaþema. Hann segist halda mikið upp á Eurovision, og fólk í hverfinu öllu vant, en ár hvert eru hengdir upp fánar í gluggana á heimili Odds. Það eru, þjóðfánar þeirra ríkja sem taka þátt í Eurovision, svo það má með sanni segja að Oddur sé stemningsmaður. Hann segir að þegar fregnir hafi borist þess efnis í vor að Eurovision yrði ekki haldið í ár hafi verið haldin erfidrykkja á heimilinu, heimilsmenn klæddir í svart og sorgarörlögin syrgð. Peppdagur og sumarkjóladagur.Eurovision-dagur og lopadagur.Sófakartöfludagur og Austurlandadagur.Tiger King þema og neon-dagur.Landsleikjadagur og Ladies and Gentlemen þema.Konungsfjölskylduþema (konungur sjónvarpsstólsins) og rússneskur dagur.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi.Oddur J. Jónasson þýðandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ísland í dag Grín og gaman Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira