Flóttabörnin sem ekki fá að tala Andrés Ingi Jónsson skrifar 20. nóvember 2020 16:01 Á afmælisdegi barnasáttmálans er gott að skoða hvernig við stöndum okkur að fara eftir ólíkum þáttum hans. Þau ákvæði sem reynast stundum flóknust í framkvæmd snúast um rétt barna til að tjá sig um málefni sem hafa áhrif á líf þeirra – og skyldu hinna fullorðnu til að taka mark á því sem þau hafa að segja. Allt of oft dúkka upp dæmi þar sem réttur barna til að tjá sig er ekki virtur. Undanfarið hefur þetta verið sérstaklega áberandi í málefnum barna sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ákvörðun stjórnvalda um að vísa börnum úr landi varðar verulega hagsmuni þeirra, þannig að eðlilegt er að spyrja hvort þau fái að tjá sig. Er verið að spyrja hvernig þau sjálf meti hagsmuni sína? Stutta og sorglega svarið er: Nei. Vissulega hefur það orðið sífellt algengara á undanförnum árum að tekin séu viðtöl við börn á flótta, en árið 2019 var staðan samt sú að Útlendingastofnun tók ekki viðtal við nema 23% þeirra barna sem tengdust umsóknum um alþjóðlega vernd. Jafnvel þó að við drögum línu við 6 ára aldurinn, þegar ætla má að barn geti myndað sér nokkuð skýra skoðun og tjáð hana, þá voru ekki tekin viðtöl nema við 41% á síðasta ári. Stjórnvöld taka viðtöl við minna en helming barnanna sem til okkar leita! Þessar tölur komu fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni um börn og umsóknir um alþjóðlega vernd. Þar birtist líka staðreynd sem ætti að valda áhyggjum hjá þeim sem vilja standa með réttindum barna: „Foreldrar þeirra barna sem eru í fylgd hafa þó forræði á því hvort viðtal við barn eða börn þeirra fari fram enda fara þau ein með forsjá barnsins eða barnanna“. Barnasáttmálinn er ekki valkvæður. Hann segir mjög skýrt að börn eigi rétt á því að tjá sig um málefni sem hafa áhrif á líf þeirra og það er ekki í boði fyrir foreldra að afsala börnum þessum rétti sínum. Meðan þessi glufa hefur ekki verið lagfærð, þá er staðan einfaldlega sú að Ísland sinnir ekki skyldu sinni gagnvart börnum á flótta. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Andrés Ingi Jónsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Á afmælisdegi barnasáttmálans er gott að skoða hvernig við stöndum okkur að fara eftir ólíkum þáttum hans. Þau ákvæði sem reynast stundum flóknust í framkvæmd snúast um rétt barna til að tjá sig um málefni sem hafa áhrif á líf þeirra – og skyldu hinna fullorðnu til að taka mark á því sem þau hafa að segja. Allt of oft dúkka upp dæmi þar sem réttur barna til að tjá sig er ekki virtur. Undanfarið hefur þetta verið sérstaklega áberandi í málefnum barna sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ákvörðun stjórnvalda um að vísa börnum úr landi varðar verulega hagsmuni þeirra, þannig að eðlilegt er að spyrja hvort þau fái að tjá sig. Er verið að spyrja hvernig þau sjálf meti hagsmuni sína? Stutta og sorglega svarið er: Nei. Vissulega hefur það orðið sífellt algengara á undanförnum árum að tekin séu viðtöl við börn á flótta, en árið 2019 var staðan samt sú að Útlendingastofnun tók ekki viðtal við nema 23% þeirra barna sem tengdust umsóknum um alþjóðlega vernd. Jafnvel þó að við drögum línu við 6 ára aldurinn, þegar ætla má að barn geti myndað sér nokkuð skýra skoðun og tjáð hana, þá voru ekki tekin viðtöl nema við 41% á síðasta ári. Stjórnvöld taka viðtöl við minna en helming barnanna sem til okkar leita! Þessar tölur komu fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni um börn og umsóknir um alþjóðlega vernd. Þar birtist líka staðreynd sem ætti að valda áhyggjum hjá þeim sem vilja standa með réttindum barna: „Foreldrar þeirra barna sem eru í fylgd hafa þó forræði á því hvort viðtal við barn eða börn þeirra fari fram enda fara þau ein með forsjá barnsins eða barnanna“. Barnasáttmálinn er ekki valkvæður. Hann segir mjög skýrt að börn eigi rétt á því að tjá sig um málefni sem hafa áhrif á líf þeirra og það er ekki í boði fyrir foreldra að afsala börnum þessum rétti sínum. Meðan þessi glufa hefur ekki verið lagfærð, þá er staðan einfaldlega sú að Ísland sinnir ekki skyldu sinni gagnvart börnum á flótta. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar