Lífið

Valdís hefur komið sér vel fyrir í þrettán fermetra húsi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Valdís býr í þrettán fermetra húsi sem er á hjólum og hægt er að ferðast með á milli landshluta. 
Valdís býr í þrettán fermetra húsi sem er á hjólum og hægt er að ferðast með á milli landshluta. 

Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi kíkti Vala Matt við hjá Valdísi Evu Hjaltadóttur sem býr í minnsta húsi landsins, aðeins þrettán fermetrar að stærð.

Valdís segist vera alsæl í húsinu og nú þegar hún hefur fengið vinnu á Vestfjörðum dregur hún einfaldlega húsið með sér.

Valdís er nú að hanna og smíða stærra hús sem verður 18 fermetrar.

Það er lygilegt hvað hægt er að komast af með lítið af hlutum og fötum þegar lifað er í naumhyggju og skynsemi.

Vala fékk einnig að skoða 15 fermetra skrautdúfna kofa sem framkvæmdastjóri byggingafyrirtækisins Best Verk, Guðmundur Björgvin Baldursson smíðaði. En þessi kofi er búinn að vera draumur Björgvins frá því hann var smá polli en kofinn er þannig innréttaður að með smá tilfæringum væri hægt að búa í honum.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.