Undrabarnið hjá Dortmund er löglegur og gæti sett tvö met á næstu dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2020 14:00 Youssoufa Moukoko er hungraður í spilatíma með aðalliði Borussia Dortmund nú þegar hann er orðinn sextán ára og löglegur. Getty/Max Maiwald Það þekkja kannski ekki margir knattspyrnuáhugamenn nafnið Youssoufa Moukoko en það gæti breyst fljótt. Youssoufa Moukoko heldur upp á sextán ára afmælið sitt í dag og er þar með orðinn löglegur í þýsku Bundesligunni. Nuri Sahin on Youssoufa Moukoko: "It makes me happy that it's one of our players. When the new rule came out, I quickly realized that my record would soon be broken. Youssoufa must now take the next step - the U-19s is too easy for him" [Kicker] #BVB pic.twitter.com/6oO7g3PMxX— BVB Buzz (@BVBBuzz) November 15, 2020 Þessi stórefnilegi fótboltastrákur hefur verið óstöðvandi með unglingaliðum Borussia Dortmund á síðustu árum þar sem hann hefur skorað 141 mark í 88 leikjum með yngri liðum félagsins frá 2017. „Það er mitt markmið að verða atvinnumaður hjá Dortmund, vinna Meistaradeildina með Borussia og fá Gullboltann,“ sagði Youssoufa Moukoko fullur sjálfstrausts við blaðamenn þegar hann var aðeins þrettán ára gamall. Borussia Dortmund hafði það mikla trú á honum að hann er á leikmannalista félagsins í bæði þýsku deildinni og í Meistaradeildinni þrátt fyrir að hann hafi ekki verið löglegur fyrr en í dag, 20. nóvember, á sextán ára afmælisdegi sínum. Happy 16th birthday to the ultimate wonderkid, Youssoufa Moukoko: 88 BVB youth games 141 goals scored (!!!) And now he can play in the Bundesliga. pic.twitter.com/cTXDpp5Q0q— Squawka Football (@Squawka) November 20, 2020 Dortmund barðist líka fyrir því að þýska knattspyrnusambandið lækkaði lágmarksaldurinn í sextán ár en hann var áður sautján ár. Það er allt sem bendir til þess að þýska félagið ætli sér að nota strákinn. Undrabarnið hjá Dortmund gæti sett tvö met á næstu fimm dögum. Ef hann spilar í deildarleiknum á móti Herthu Berlin á laugardaginn þá yrði hann yngsti leikmaðurinn til að spila atvinnumannaleik í Þýskalandi. Hann gæti einnig bætt metið yfir yngsta leikmann Meistaradeildarinnar spili hann á móti Club Brugge þremur dögum síðar. "I want to help the team, that's why I'm here." Get to know our newest #18, Youssoufa Moukoko! pic.twitter.com/4iXtj9EIOR— Borussia Dortmund (@BlackYellow) November 17, 2020 Youssoufa Moukoko has scored 51 goals in 32 games for @BVB's U19s, against players up to four years older than him.Today he turns 16 and is eligible to make his debut for the club as early as this weekend.Welcome pic.twitter.com/p7c22udRbl— B/R Football (@brfootball) November 20, 2020 Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Það þekkja kannski ekki margir knattspyrnuáhugamenn nafnið Youssoufa Moukoko en það gæti breyst fljótt. Youssoufa Moukoko heldur upp á sextán ára afmælið sitt í dag og er þar með orðinn löglegur í þýsku Bundesligunni. Nuri Sahin on Youssoufa Moukoko: "It makes me happy that it's one of our players. When the new rule came out, I quickly realized that my record would soon be broken. Youssoufa must now take the next step - the U-19s is too easy for him" [Kicker] #BVB pic.twitter.com/6oO7g3PMxX— BVB Buzz (@BVBBuzz) November 15, 2020 Þessi stórefnilegi fótboltastrákur hefur verið óstöðvandi með unglingaliðum Borussia Dortmund á síðustu árum þar sem hann hefur skorað 141 mark í 88 leikjum með yngri liðum félagsins frá 2017. „Það er mitt markmið að verða atvinnumaður hjá Dortmund, vinna Meistaradeildina með Borussia og fá Gullboltann,“ sagði Youssoufa Moukoko fullur sjálfstrausts við blaðamenn þegar hann var aðeins þrettán ára gamall. Borussia Dortmund hafði það mikla trú á honum að hann er á leikmannalista félagsins í bæði þýsku deildinni og í Meistaradeildinni þrátt fyrir að hann hafi ekki verið löglegur fyrr en í dag, 20. nóvember, á sextán ára afmælisdegi sínum. Happy 16th birthday to the ultimate wonderkid, Youssoufa Moukoko: 88 BVB youth games 141 goals scored (!!!) And now he can play in the Bundesliga. pic.twitter.com/cTXDpp5Q0q— Squawka Football (@Squawka) November 20, 2020 Dortmund barðist líka fyrir því að þýska knattspyrnusambandið lækkaði lágmarksaldurinn í sextán ár en hann var áður sautján ár. Það er allt sem bendir til þess að þýska félagið ætli sér að nota strákinn. Undrabarnið hjá Dortmund gæti sett tvö met á næstu fimm dögum. Ef hann spilar í deildarleiknum á móti Herthu Berlin á laugardaginn þá yrði hann yngsti leikmaðurinn til að spila atvinnumannaleik í Þýskalandi. Hann gæti einnig bætt metið yfir yngsta leikmann Meistaradeildarinnar spili hann á móti Club Brugge þremur dögum síðar. "I want to help the team, that's why I'm here." Get to know our newest #18, Youssoufa Moukoko! pic.twitter.com/4iXtj9EIOR— Borussia Dortmund (@BlackYellow) November 17, 2020 Youssoufa Moukoko has scored 51 goals in 32 games for @BVB's U19s, against players up to four years older than him.Today he turns 16 and is eligible to make his debut for the club as early as this weekend.Welcome pic.twitter.com/p7c22udRbl— B/R Football (@brfootball) November 20, 2020
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira