Barnshafandi konur gagnrýna ósveigjanleika nýju laganna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. nóvember 2020 19:00 Barnshafandi vinkonur, sem eru settar örfáum dögum áður en ný lög um fæðingarorlof taka gildi, vonast til að ganga fram yfir til að lögin eigi við um þær. Þær eru þó gagnrýnar á ósveigjanleika nýju laganna. Settur dagur hjá Halldóru Guðrúnu Jóhannsdóttur er 27. desember, fimm dögum áður en lög um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði taka gildi- og hjá Kristínu Hörpu Andersdóttur munar aðeins einum degi en hún er sett 31. desember. Þær vonast báðar til að ganga örlítið fram yfir. Sammála meirihluta umsagna „Ég er með fyrsta barn og svona og þá grunar mann að maður gangi aðeins fram yfir,“ segir Kristín Harpa. Nýju lögin, sem samþykkt hafa verið í ríkisstjórn og stefnir í að taki gildi 1. janúar næstkomandi, verði þau samþykkt á þingi, kveða á um að foreldrar geti hvort um sig tekið sex mánaða fæðingarorlof en verður heimilt að framselja einn mánuð sín á milli - þannig getur annað foreldrið tekið sjö mánuði en hitt í fimm. 85% þeirra sem sendu umsögn um frumvarpið kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. Formaður nefndar um endurskoðun laganna segir ráðleggingar sérfræðinga, jafnréttisrökin og rétt barna til samvista við báða foreldra vega þyngra. Halldóra og Kristín taka undir meirihluta umsagna. Telur að þrír mánuðir fari í vaskinn hið minnsta „Mér finnst pabbinn mega deila sínum mánuðum meira heldur en bara þessum eina mánuði sem hann fær að deila,“ segir Kristín. Foreldrar ættu að geta hliðrar tímanum sjálfir vegna brjóstagjafar og launaskerðingar. „Ég græði kannski alveg á því tæknilega séð að fá sjö mánuði í staðinn fyrir fjóra plús tvo sameiginlega sem eru núna en þetta verður alltaf launaskerðing samt því ég tek alltaf ár sama hvort ég fái sjö mánuði eða fjóra plús tvo,“ segir Kristín. Í þeirra tilvikum henti ekki að feðurnir nýti sér réttinn að fullu samkvæmt nýju lögunum. „Ég held að alla vega þrír mánuðir fari í vaskinn hjá okkur sko,“ segir Kristín. „Ég var búin að kynna mér hvernig þetta er í Noregi og Svíþjóð og Danmörku og þetta er bara allt öðruvísi þar. Þar er það miklu þægilegra fyrir mæður og feður sem ráða bara öllu þar,“ segir Halldóra. Fæðingarorlof Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Um 85% umsagnarhöfunda vildu aukinn sveigjanleika Um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarp um fæðingar-og foreldraorlof kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. 19. nóvember 2020 14:21 Tólf mánaða fæðingarorlof samþykkt í ríkisstjórn Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði var lagt fram í ríkisstjórn í morgun og samþykkt. 17. nóvember 2020 15:38 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Barnshafandi vinkonur, sem eru settar örfáum dögum áður en ný lög um fæðingarorlof taka gildi, vonast til að ganga fram yfir til að lögin eigi við um þær. Þær eru þó gagnrýnar á ósveigjanleika nýju laganna. Settur dagur hjá Halldóru Guðrúnu Jóhannsdóttur er 27. desember, fimm dögum áður en lög um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði taka gildi- og hjá Kristínu Hörpu Andersdóttur munar aðeins einum degi en hún er sett 31. desember. Þær vonast báðar til að ganga örlítið fram yfir. Sammála meirihluta umsagna „Ég er með fyrsta barn og svona og þá grunar mann að maður gangi aðeins fram yfir,“ segir Kristín Harpa. Nýju lögin, sem samþykkt hafa verið í ríkisstjórn og stefnir í að taki gildi 1. janúar næstkomandi, verði þau samþykkt á þingi, kveða á um að foreldrar geti hvort um sig tekið sex mánaða fæðingarorlof en verður heimilt að framselja einn mánuð sín á milli - þannig getur annað foreldrið tekið sjö mánuði en hitt í fimm. 85% þeirra sem sendu umsögn um frumvarpið kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. Formaður nefndar um endurskoðun laganna segir ráðleggingar sérfræðinga, jafnréttisrökin og rétt barna til samvista við báða foreldra vega þyngra. Halldóra og Kristín taka undir meirihluta umsagna. Telur að þrír mánuðir fari í vaskinn hið minnsta „Mér finnst pabbinn mega deila sínum mánuðum meira heldur en bara þessum eina mánuði sem hann fær að deila,“ segir Kristín. Foreldrar ættu að geta hliðrar tímanum sjálfir vegna brjóstagjafar og launaskerðingar. „Ég græði kannski alveg á því tæknilega séð að fá sjö mánuði í staðinn fyrir fjóra plús tvo sameiginlega sem eru núna en þetta verður alltaf launaskerðing samt því ég tek alltaf ár sama hvort ég fái sjö mánuði eða fjóra plús tvo,“ segir Kristín. Í þeirra tilvikum henti ekki að feðurnir nýti sér réttinn að fullu samkvæmt nýju lögunum. „Ég held að alla vega þrír mánuðir fari í vaskinn hjá okkur sko,“ segir Kristín. „Ég var búin að kynna mér hvernig þetta er í Noregi og Svíþjóð og Danmörku og þetta er bara allt öðruvísi þar. Þar er það miklu þægilegra fyrir mæður og feður sem ráða bara öllu þar,“ segir Halldóra.
Fæðingarorlof Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Um 85% umsagnarhöfunda vildu aukinn sveigjanleika Um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarp um fæðingar-og foreldraorlof kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. 19. nóvember 2020 14:21 Tólf mánaða fæðingarorlof samþykkt í ríkisstjórn Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði var lagt fram í ríkisstjórn í morgun og samþykkt. 17. nóvember 2020 15:38 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Um 85% umsagnarhöfunda vildu aukinn sveigjanleika Um 85% þeirra sem sendu inn umsögn um frumvarp um fæðingar-og foreldraorlof kölluðu eftir auknum sveigjanleika foreldra til að skipta orlofinu. 19. nóvember 2020 14:21
Tólf mánaða fæðingarorlof samþykkt í ríkisstjórn Frumvarp félags- og barnamálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði var lagt fram í ríkisstjórn í morgun og samþykkt. 17. nóvember 2020 15:38