Sjáðu hvað Sara valdi sem bestu minninguna sína á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2020 08:31 Sara Sigmundsdóttir í viðtali eftir þessa frábæru frammistöðu sína. Skjámynd/Youtube/CrossFit Sara Sigmundsdóttir fór yfir feril sinn á dögunum í léttu og skemmtilegu viðtali við Dan Williams, eiganda og stofnanda WIT Fitness sem var að stela Söru frá Nike á dögunum. Sara Sigmundsdóttir hefur keppt á sex heimsleikum á ferlinum og það er ein minning sem stendur upp úr hjá íslensku CrossFit stjörnunni. Í tilefni af nýjum margra ára samningi Söru og breska íþróttavöruframleiðandans WIT Fitness þá ræddu þau Dan Williams og Sara saman á Instagram. Sara var meðal annars spurð út í það hvað væri hennar besta persónulega minning frá öllum sínum heimsleikum. Sara fór alla leið aftur til fyrstu leikanna og til greinarinnar á leikunum 2015 þar sem hún stimplaði sig inn meðal þeirra bestu í CrossFit íþróttinni. „Ég myndi líklega velja Heavy DT æfinguna frá fyrstu leikunum mínum árið 2015,“ sagði Sara Sigmundsdóttir og hélt áfram. „Ég var búin að ákveða hvernig ég ætlaði að gera æfinguna og hélt mig við það. Ég var í síðasta riðlinum og ég hugsaði: Þetta er kannski í síðasta skiptið sem þú ert í síðasta riðlinum því þú verður ekki á topp tíu eftir þessa grein,“ rifjaði Sara upp en það má nálgast viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara gerði sér ekki grein fyrir því að hún væri í hópi þeirra bestu en Sara var í toppbaráttunni allan tímann. Sara endaði að lokum í þriðja sætið á eftir heimsmeistaranum Katrínu Tönju Davíðsdóttur og silfurhafanum Tiu-Clair Toomey. „Ég var því búin að ákveða það að ég ætlaði að njóta þess að vera í síðasta riðlinum og það var svo skemmtilegt að vera að keppa við hliðina á þeim bestu. Svo vann ég æfinguna og ég var bara: Ó,“ sagði Sara hlæjandi. Dan Williams sagðist hafa verið meðal áhorfenda á Tennis vellinum þar sem æfingin fór fram en það var gríðarleg stemning á meðan þessi lokaæfing annars dagsins fór fram. „Þetta var svo gaman. Öll ljósin og svo var fjölskyldan mín beint fyrir framan mig með íslenska fánann. Þetta var svo góð stund fyrir mig,“ sagði Sara. Sara vann ekki bara greinina heldur hreinlega rústaði henni. Hún kláraði æfinguna á 8 mínútum og 25 sekúndum og var næstum því einni mínútu á undan Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem var númer tvö. Eftir að sigurinn var í höfn þá lýsti lýsandinn yfir: „Það er ný íslensk CrossFit drottning fædd á leikunum.“ Fyrir þá sem vilja rifja upp þessa ótrúlega skemmtilegu stund á ferli Söru þá má sjá þessa frammistöðu hennar í myndbandinu hér fyrir neðan. Karlarnir eru á undan en konurnar byrja eftir 18 mínútur og 24 sekúndur. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir fór yfir feril sinn á dögunum í léttu og skemmtilegu viðtali við Dan Williams, eiganda og stofnanda WIT Fitness sem var að stela Söru frá Nike á dögunum. Sara Sigmundsdóttir hefur keppt á sex heimsleikum á ferlinum og það er ein minning sem stendur upp úr hjá íslensku CrossFit stjörnunni. Í tilefni af nýjum margra ára samningi Söru og breska íþróttavöruframleiðandans WIT Fitness þá ræddu þau Dan Williams og Sara saman á Instagram. Sara var meðal annars spurð út í það hvað væri hennar besta persónulega minning frá öllum sínum heimsleikum. Sara fór alla leið aftur til fyrstu leikanna og til greinarinnar á leikunum 2015 þar sem hún stimplaði sig inn meðal þeirra bestu í CrossFit íþróttinni. „Ég myndi líklega velja Heavy DT æfinguna frá fyrstu leikunum mínum árið 2015,“ sagði Sara Sigmundsdóttir og hélt áfram. „Ég var búin að ákveða hvernig ég ætlaði að gera æfinguna og hélt mig við það. Ég var í síðasta riðlinum og ég hugsaði: Þetta er kannski í síðasta skiptið sem þú ert í síðasta riðlinum því þú verður ekki á topp tíu eftir þessa grein,“ rifjaði Sara upp en það má nálgast viðtalið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara gerði sér ekki grein fyrir því að hún væri í hópi þeirra bestu en Sara var í toppbaráttunni allan tímann. Sara endaði að lokum í þriðja sætið á eftir heimsmeistaranum Katrínu Tönju Davíðsdóttur og silfurhafanum Tiu-Clair Toomey. „Ég var því búin að ákveða það að ég ætlaði að njóta þess að vera í síðasta riðlinum og það var svo skemmtilegt að vera að keppa við hliðina á þeim bestu. Svo vann ég æfinguna og ég var bara: Ó,“ sagði Sara hlæjandi. Dan Williams sagðist hafa verið meðal áhorfenda á Tennis vellinum þar sem æfingin fór fram en það var gríðarleg stemning á meðan þessi lokaæfing annars dagsins fór fram. „Þetta var svo gaman. Öll ljósin og svo var fjölskyldan mín beint fyrir framan mig með íslenska fánann. Þetta var svo góð stund fyrir mig,“ sagði Sara. Sara vann ekki bara greinina heldur hreinlega rústaði henni. Hún kláraði æfinguna á 8 mínútum og 25 sekúndum og var næstum því einni mínútu á undan Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem var númer tvö. Eftir að sigurinn var í höfn þá lýsti lýsandinn yfir: „Það er ný íslensk CrossFit drottning fædd á leikunum.“ Fyrir þá sem vilja rifja upp þessa ótrúlega skemmtilegu stund á ferli Söru þá má sjá þessa frammistöðu hennar í myndbandinu hér fyrir neðan. Karlarnir eru á undan en konurnar byrja eftir 18 mínútur og 24 sekúndur. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn Sjá meira